Bloggfærslur mánaðarins, mars 2014

"AUÐVITAÐ Á AÐ HAGRÆÐA OG SEGJA UPP - BARA EKKI HJÁ MÉR".....

Þetta er nákvæmlega það sem Hallgrímur Indriðason er að segja.  Það bera ekki allir neitt yfirmáta mikið traust til Óðins Jónssonar og er ekki einhvers staðar sagt að kirkjugarðar landsins séu fullir af "ómissandi" fólki.  En hvenær skyldi nú vera tímabært að skipta um fréttastjóra?
mbl.is Ótímabært að skipta um fréttastjóra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

SKYLDI ÞETTA MINNISLEYSI VERA ÆTTGENGUR ANDSKOTI???????

Steingrímur heitinn Hermannson var ekki sérstaklega minnugur, þegar verið var að ræða hin ýmsu málefni á Alþingi og nú er það sama að hrjá son hans, "erfðaprinsinn" sem yfirgaf framóskarflokkinn þegar honum varð það ljóst að formennska í flokknum "erfðist" ekki.................
mbl.is Ekki bara verið á annan veginn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

GOOGLE TRANSLATE, TÖLVUGLÆPIR OG NÝ GERÐ "NÍGERÍUBRÉFA"

Ég var að fá ansi skondinn "póst" rétt áðan og vildi endilega deila honum svo menn sjá örlítið brot af því svindli sem er í gangi á "netinu".  En það er skondið að lesa bréfin sem hafa verið látin fara í gegnum Google translate eins og sjá má hér að neðan:

 

NATWEST BANK LONDON, ENGLAND 
Putney Branch, 153 Putney High Street. 
LONDON SW15 1RX 
BRESKA KONUNGSRÍKIР
Kærust vinur, 
Nafn mitt er Mr.Wilson Lambert Frá Harlsden, North West London, hérna í Englandi. 
Ég vinn fyrir Natwest Bank London. Ég er að skrifa eftir tækifæri í skrifstofu mína sem verða gríðarlega hagsbóta fyrir okkur bæði. 
Í deildinni minni við uppgötvaði yfirgefin summan af $ 12.500.000 USA dollarar (tólf milljónir fimm hundruð þúsund samband dollara) á reikning sem tilheyrir einu af erlendum viðskiptavinum okkar Late Mr Morris Thompson bandarískur sem miður glataður hans líf í flugslysi á Alaska Airlines Flight 261 sem hrundi þann 31. janúar 2000, þar á meðal konu sína og dóttur eina. 
Þú skalt lesa meira um hrun á að heimsækja þessa síðu. (Http://transcripts.cnn.com/TRANSCRIPTS/0002/01/bn.02.html) 
Val hafa samband við þig vaknar úr landfræðilegum eðli þar sem 
þú býrð, einkum vegna næmi viðskiptin. Og trúnað hér. 
Nú bankinn okkar hefur verið að bíða eftir einhverju aðstandendur að koma upp fyrir 
krafa en enginn hefur gert það. 
Ég persónulega hef verið misheppnaður í að finna ættingja í 8 ár núna, leita Ég samþykki þitt til að kynna þér sem aðstandendur / Will styrkþegi til hins látna svo að ágóði af þessum reikningi metin á 12.5Million dollara getur að greiða þér. 
Þetta verður ráðstafað eða deilt í þessi hlutföll, 60% í mig og 40% til þín. 
Allt sem ég þarf núna er heiðarleg Co-rekstur þinn, trúnað og traust til að gera okkur sér þessa færslu gegnum. Ég tryggja þér að þetta mun vera framkvæmd undir lögbundin fyrirkomulag sem mun vernda þig frá hvaða brot á lögum. 
Vinsamlegast gefa mér eftirfarandi: eins og við höfum 7 daga til að keyra það í gegnum. Þetta er mjög mjög áríðandi PLEASE. Vinsamlega senda upplýsingar hér að neðan 
  
1. Fullt nafn 
2.. Þú ert Símanúmer 
3. Þú ert netfang. 
4.. Þú ert Atvinna. 
5. Þú ert Age. 
Brýn svar þitt verður mjög sjá og þakka, 
Bestu kveðjur, 
Mr.Wilson Lambert 
+44-7024025551

ÞESSUM FUNDI HEFUR LOKIÐ MJÖG SNEMMA..........

Enda aðeins eitt mál til umræðu (því eins og flestir ættu að vita þá er aðeins eitt mál á stefnuskrá flokksins).  Þó svo að það  hefði náttúrulega átt að ræða það hvernig á því stóð að eins máls flokkurinn tapaði svo miklu fylgi í kosningunum í vor en ætlar sér samt að STJÓRNA landinu áfram í fullkominni andstöðu við vilja landsmanna...............
mbl.is Samfylkingin heldur flokksstjórnarfund
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Föstudagsgrín

Þrír skurðlæknar eru í kaffipásu og fara að bera sama hvaða starfstétt sé best að skera upp.

Fyrsti segir að endurskoðendur séu bestir, því allt inn í þeim sé þeir séu svo skipulagðir og líffærin séu öll í nákvæmri röð hjá þeim.

Næsti segir að það séu rafvirkjarnir sem séu bestir, að öll líffærin séu  merkt með litakóðum.

Þá segir sá síðasti, að þetta sé bara alls ekki rétt hjá þeim. Það séu verkfræðingar sem séu bestir. Þeir kippi sér alls ekki upp við þótt allt passi ekki saman, þeir séu hvort sem er vanir því!


ALLTAF VERÐUR ÞETTA DULARFYLLRA.........

Þetta fer að nálgast "LOST-þættina" (man ekki einhver eftir þeim?), sem ég hélt nú að yrðu aldrei toppaðir í rugli og ráðaleysi.......
mbl.is Fimm tíma á flugi?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ÞAÐ ER GREINILEGA EKKI ALVEG Í LAGI MEÐ MENN.................

Við erum rétt að komast fyrir vind eftir efnahagshrunið og þá vantaði ekki að  verið væri að tala um SIÐBLINDU og hvernig hinir ýmsu aðilar (útrásarvíkingar og allra handa lýður) setti heilu þjóðfélögin á hliðina og margar fjölskyldur settar á guð  og gaddinn.  En svo kemur einn þeirra allra verstu og heldur hér fyrirlestur og menn eru svo vitlausir að þeir  GREIÐA tugi þúsunda fyrir það eitt að sjá manninn og hlusta á bullið í honum.  ER EITTHVAÐ SKRÍTIÐ AÐ MAÐUR SPÁI Í ÞAÐ HVORT 2007 SÉ KOMIÐ AFTUR?????
mbl.is Kostar 50 þúsund á úlfinn frá Wall Street
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

HAMILTON ER ÖFLUGUR EN VERÐUR EKKI MEISTARI ÞETTA ÁRIÐ........

Þessi formúluvertíð lofar góðu og það er langt síðan hún hefur verið jafn jöfn og spennandi í upphafi.  Persónulega er ég á því að Raikkonen eigi eftir að verða Alonso ansi erfiður og það verður örugglega mikil barátta milli þeirra tveggja, þó ekki sé nema um það hvor verði ökumaður liðsins númer 1.  Svo hef ég alltaf verið veikur fyrir Massa og ökuprófanirnar lofa mjög góðu fyrir Williams liðið og allt útlit fyrir að niðurlægingartímabili liðsins sé lokið.  Ég vona svo sannarlega að Massa endi sem heimsmeistari, í það minnsta ofarlega.  En þó að ekki hafi gengið vel hjá Red Bull skyldi enginn afskrifa Vettel, hann er besti ökumaður formúlunnar það hefur hann sýnt og sannað síðustu ár og hann er ekki hættur.  En eitt er víst að tímabilið lofar góðu og allir formúluaðdáendur GÓÐA SKEMMTUN.
mbl.is Hill veðjar á Hamilton
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ÞETTA ER NÚ ÖRUGGLEGA BÖLVAÐ "PRUMP" Í HUGA INNLIMUNARSINNA

En ég get nú ekki betur séð en að þarna sé á ferðinni mjög góð málamiðlun.  Nema það var alveg að heyra á formanni LANDRÁÐAFYLKINGARINNAR, í sjónvarpinu í gær, að í hans huga er ENGIN MÁLAMIÐLUN sem kemur til greina, heldur EINGÖNGU að tillaga Utanríkisráðherra um að slíta viðræðum við ESB, verði dregin til baka..................
mbl.is Stjórnin kynnti Evrópustefnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

RÁÐ VIÐ TIMBURMÖNNUM

Ég hef nú ekki fengið tækifæri til þess að prófa þetta ráð alveg örugglega (því ég drekk ekki nógu og oft áfenga drykki til þess að tilraunin sé marktæk).  Málið er það að fyrir nokkrum árum var mér sagt það að "timburmenn" kæmu vegna vökvaskorts í líkamanum eftir áfengisdrykkju (mér fannst þetta nú hljóma svolítið öfugsnúið fyrst).  En þar sem ég drekk nú reglulega, ég fæ mér alltaf koníak á gamlárskvöld, það hefur ekki klikkað í meira en 20 ár, þá ákvað ég að prófa þetta.  Og eftir að hafa fengið mér nokkur koníaksstaup á gamlárskvöld 2004 drakk ég einn og hálfan lítir af vatni áður en ég fór að sofa.  Þetta hef ég gert síðan og viti menn ég er alveg laus við "þynnku" og það er engu líkara en ég hafi bara ekkert verið að drekka daginn áður.
mbl.is Sannleikurinn um timburmenn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband