Bloggfærslur mánaðarins, október 2015

ÞAÐ ER NÚ TIL OF MIKILS MÆLST AÐ MAÐURINN SKAMMIST SÍN!

Hann hefur aldrei kunnað það og ekki nokkur von til að hann læri það úr þessu.  En hins vegar hefur aldrei vantað neitt upp á hrokann og undirferlið hjá honum.  Svo verður fróðlegt að sjá hvort hann sé það "sleipur" að hann nái að "smeygja sér" út úr þessu.  En hvernig ætli viðskiptasiðferðinu hjá þeim sem vinna fyrir hann sé háttað??????


mbl.is „Björgólfur ætti að skammast sín“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

EKKI NÓG AÐ SETJA SÉR MARKMIÐ - MARKMIÐIN ÞURFA AÐ VERA RAUNHÆF

Og þau verða að vera skýr og umfram allt verða þau að vera þannig fram sett að ALLIR viti að hverju er verið að stefna.  Þó svo að borgarstjóri hafi sett markmið um sjálfbæran rekstur DUGA TEKJUR SAMT SEM ÁÐUR EKKI FYRIR GJÖLDUM.  Í mínum bókum er sjálfbær rekstur þannig að tekjur dugi fyrir gjöldum, ég vissi bara ekki að það væri búið að breyta þessu......


mbl.is Sjálfbærni komi rekstri á réttan kjöl
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ÚTILOKAÐ AÐ GANGA Í SAMBAND SEM HELDUR VERNDARHENDI YFIR GLÆPAMÖNNUM

Það er alveg hægt að líta á það til refsilækkunar í fjádráttarmáli að viðkomandi hafi gert þetta vegna þess að hann hafi langað í peningana og fyrirtækið sem hann tók þá frá hafi átt full mikið af þeim.


mbl.is Evrópuþingið kemur Snowden til varnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

EKKI VITAÐ TIL AÐ NOKKUR "AUKIN" UMRÆÐA UM ESB-INNLIMUN HAFI FARIÐ FRAM??

En við lestur þessarar fréttar virðist vera að INNLIMUNARSINNAR hafi "plantað" sínum manni inn á Morgunblaðið, þessi aukna ESB umræða virðist þá fara fram í einhverjum lokuðum klúbbum - kannski á LOKAÐRI facebooksíðu?


mbl.is ESB-aðild aftur efst á baugi á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Á EKKERT AÐ BREGÐAST VIÐ?

"It's now or never" Það er alveg með ólíkindum hvernig "flugvallarfasistarnir" í meirihlutanum í Reykjavík og viðhengi þeirra geta endalaust komist upp með að TEYGJA SIG AÐEINS LENGRA Í FRAMKVÆMDUM VIÐ REYKJAVÍKURFLUGVÖLL þar ekki verður aftur snúið.  Og til að bíta höfuðið af skömminni ætla verktakarnir að sækja um leyfi fyrir byggingakrana á svæðið hjá Samgöngustofu og Samgöngustofa fær svo umsögn hjá Ísavía, sem er yfirlýstur andstæðingur flugvallar í Vatnsmýrinni.  Þetta er svo augljóst "plott" á meðan situr Innanríkisráðherra bara og veit ekki nokkurn skapaðan hlut hvað er til ráðaHvað varð um tillögu Höskuldar Þórhallssonar, um að ríkið tæki skipulagsvaldið af þeim sveitafélögum sem eru með alþjóðaflugvöll innan sinna bæjarmarkaNú er runnin upp ÖGURSTUND í þessum málum.  Það er alveg á hreinu að við höfum ekki ráð á að byggja upp annan flugvöll fyrir innanlandsflugið og því VERÐUR að búa almennilega að þessum velli þar til annað verður í sjónmáli.....


mbl.is Þurfa ekki kranann til að byggja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

HÖLDUM JAFNRÉTTINU ÞÁ ALLA LEIÐ......

Þá viljum við karlmenn að VSK af RAKVÉLUM, RAKVÉLARBLÖÐUM OG ÖÐRU SEM TILHEYRIR RAKSTRI VERÐI FELLDUR NIÐUR EÐA LÆKKAÐUR.  Það er með öllu óþolandi að karlmenn skuli vera skattlagðir svona sérstaklega, þetta er ekkert annað en MISMUNUN að skattleggja karla svona sérstaklega.  SVO ER SPURNING HVORT KONUR EIGI EKKI AÐ FÁ "SÉRSTAKAR"ÖRORKUBÆTUR ALVEG FRÁ FÆÐINGU??????


mbl.is Vilja afnema píkuskatt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

HANN ÞARF ÖRUGGLEGA MEIRA EN HER LÖGRÆÐINGA TIL AÐ "FÆGJA OG LAGA GEISLABAUGINN" NÚNA

Heldur hann virkilega að hann geti endalaust haft þjóðina að fífli?  Var þessi maður ekki einn af aðaleigendum fallna Landsbankans og í stjórn hans á sínum tíma?  Nýlega var fyrrum bankastjóri Landsbankans og millistjórnendur dæmdir til fangelsisvistar, vegna "fjármálagjörninga", þessir fjármunir voru svo gríðarlega miklir að það er ekki fræðilegur möguleiki að stjórn bankans, hafi ekki verið kunnugt um málið.  En það var ENGINN úr stjórn bankans meðal hinna ákærðuSamkvæmt lögum er stjórnin yfir bankastjóra og ber fulla ábyrgð á ÖLLU sem fram fer innan bankansHvernig má það vera að stjórnin var ekki ákærð í þessu máli??????????


mbl.is Björgólfur: Duttlungar fyrir dóm
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ER ÞÁ EKKI NÆST Á DAGSKRÁ AÐ LÝSA OPINBERLEGA YFIR STUÐNINGI VIÐ ÖNNUR HRYÐJUVERKASAMTÖK OG SLÍTA STJÓRNMÁLASAMBANDI VIÐ ÖNNUR LÝÐRÆÐISRÍKI????

En þessir "Rétttrúnaðarliðar" í VG (WC) gera sér ekki grein fyrir því að Palestínumönnun er stjórnað af hryðjuverkasamtökunum HAMAS, sem nota almenna borgara sem "skjöld" fyrir vopnabúr sín í loftárásum Ísraela, þegar Ísraelar eru að SVARA loftárásum HAMAS á Ísrael.  Loftárásir HAMAS valda yfirleitt ekki manntjóni í Ísrael, vegna þess að Ísraelsmenn hafa komið upp öflugu loftvarnakerfi til að vernda borgara sína en það gera  HAMAS hryðjuverkasamtökin ekkiÞví þeir nota styrktarpeningana til að kosta menntun barna yfirmanna HAMAS í rándýrum einkaskólum og svo verður líka að kosta stríðsreksturinnSvo er alveg á hreinu að samningaumleitanir eru ekki kostur sem er í boði því HAMAS hefur það á stefnuskrá sinni að  EYÐA Ísrael og þar er ekki gefinn neinn afsláttur.  Kannski VG (WC) liðar ættu að hafa það "bak við eyrað" að Ísrael er EINA lýðræðisríkið fyrir í Austurlöndum nær....


mbl.is Samþykktu að slíta sambandi við Ísrael
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

BORGARSTJÓRINN Í REYKJAVÍK "EINN Í HEIMINUM".......

Ég hélt að borgarstjórnarkosningarnar ættu að endurspegla vilja borgarbúa að einhverju leyti, en síðustu aðgerðir borgarstjórnarmeirihlutans sýna að þetta er stór misskilningur hjá mér og einhverjum fleirum.  Mest lýsandi dæmið er þráhyggja meirihlutans með flugvöllinn í Vatnsmýrinni, þá er dæmið með þennan hafnargarð í besta falli svolítið undarlegt og svo er það sem engum virðist hafa fundist taka því að nefna, en það er að búið er að HÖGGVA NIÐUR TRÉ Á STÓRU SVÆÐI Í ELLIÐAÁRDALNUM TIL AÐ LEGGJA ÞAR HJÓLREIÐASTÍG SJÁ HÉR .  Er það þetta sem Reykvíkingar vilja?????


mbl.is Ákvörðun um friðlýsingu ekki of sein
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

KONUR HITT OG KONUR ÞETTA!

Það er lítið annað í fréttum en að það sé að koma upp hinum og þessum "sérúrræðum" þannig að konur geti spjarað sig í þjóðfélaginu.  Er bara ekki verið að einbeita sér að alröngum hlutum, þarf ekki að koma með einhver "úrræði" svo karlar geti stundað barneignir og sinnt börnum og heimili meira en þeir gera í dag?  Það er erfitt viðureignar að breyta hefðbundnum hlutverkum kynjanna og sumu verður bara einfaldlega ekki breytt.


mbl.is Landsfundur helgaður konum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband