Bloggfærslur mánaðarins, október 2015

ER EKKI NÆR AÐ SJÁLFSTÆÐISMENN FYLKI SÉR UM EINA ÓUMDEILDA MANNESKJU TIL VARAFORMANNS?

Frekar en að vera að "týna" upp hina og þessa manneskjuna, sem ekki hefur sýnt af sér nokkra einustu burði til þess að gera eitt eða neitt af viti.  Samþykki Ólöf Nordal að fara fram, er þar komin manneskja, sem er af flestum talin mjög hæf og góð til verksins og hefur sýnt það í störfum sínum að hún er mjög ákveðin og röksemdaföst.


mbl.is Vilja Unni Brá sem varaformann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Föstudagsgrín

Hann Pekka, sem var í skíðaherdeild Finna í vetrarstríðinu milli Finnlands og Rússlands. Var búinn að vera á vígstöðvunum í rúma þrjá mánuði, þegar honum var veitt fimm daga frí. En gallinn var bara sá að frá vígstöðvunum og heim til hans var tveggja daga ferðalag á skíðum. Þetta þýddi að hann hafði aðeins EINN dag heima því hann þurfti jú einnig að ferðast í tvo daga að heiman frá sér og til baka á vígstöðvarnar, þannig að hann varð að nýta timann heima vel.

Þegar hann kom til baka var hann að sjálfsögðu spurður útí heimkomuna af félögunum:

  • „Hvað var það fyrsta sem þú gerðir þegar þú komst heim“? Spurði einn.
  • „Gerði það með konunni“ Svaraði Pekka.
  • „Og hvað gerðir þú svo“? Spurði hinn aftur.
  • „Gerði það aftur með konunni“ Svaraði Pekka aftur.
  • „ En hvað var það þriðja sem þú gerðir“? Spurði þá félaginn.
  • „Tók af mér skíðin“ Svaraði Pekka.

HEFUR LEGIÐ LENGI Í LOFTINU!

En ég verð að segja að mér fannst hún draga það allt of lengi að tilkynna um þessa "ákvörðun" sína, sem rennir enn frekar stoðum undir það hún hafi ekki verið tekin í algjörri sátt, af hennar hálfu.  Það mátti öllum vera það ljóst að hún nyti engan veginn trausts meirihluta flokksmanna og það hefði stórskaðað flokkinn hefði hún orðið varaformaður hans.  Það hefur örugglega verið búið að "makka" nokkuð mikið á bak við tjöldin síðust vikur og jafnvel mánuði.....


mbl.is Hanna Birna gefur ekki kost á sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ER ÞÁ LOKSINS AÐ KOMA EINHVER HREIFING Á MÁLIÐ???

Þetta er í fyrsta skipti sem það sést opinberlega rætt um að MISTÖK hafi átt sér stað varðandi Landeyjahöfn.  En af þessari frétt má ráða að það standi til að láta þessi mistök  VINDA UPP Á SIG og verða enn meiri í stað þess að læra af þessari vitleysu og VINDA OFAN AF ÞEIM og vinna framhald málsins eins og menn.


mbl.is „Þetta er vitlaus nálgun“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband