Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2015
27.2.2015 | 09:04
Föstudagsgrín
Tveir giftir sitja á barnum og eru að spjalla saman. Ég skil ekkert í þessu, í hvert skiptið sem ég fer heim af barnum þá slekk ég á aðalljósunum á bílnum og læt hann renna hljóðlega inn í innkeyrsluna. Ég passa að skella ekki hurðinni og læðist á sokkunum upp stigann, fer úr fötunum áður en ég kem inní svefnherbergi og leggst varlega í rúmið. Samt æpir konan mín á mig að ég eigi ekki að koma svona seint heim því ég veki hana alltaf! Iss segir hinn. Þú ert að gera þetta alveg vitlaust. Þegar ég fer Heim þá stilli ég á háu ljósin þegar ég kem inn götuna og skransa inn í bílastæðið og flauta. Ég skelli hurðinni og hleyp upp stigann, hossa mér uppí rúm, slæ hana á rassinn og segi HVER ER GRAÐUR? Einhvern veginn þá þykist hún alltaf vera sofandi.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
26.2.2015 | 20:46
LJÓTT EF RÉTT ER..............
En þetta er ekki í fyrsta skipti, sem eitthvað misjafnt orð fer af vinnubrögðum fyrirtækisins og eitthvað þar á bæ orkar tvímælis. Hvernig stendur eiginlega á því að fyrirtæki í opinberri eigu (þó svo að á pappírunum sé það ohf) og sem á að sjá um almannahag, þarf að vera í stríði við allt og alla??????
Segir Isavia bola fólki úr stéttarfélögum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Kjaramál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.2.2015 | 15:51
ÞETTA ÆTTI EKKI AÐ KOMA MIKIÐ Á ÓVART...................
Þarna kemur í ljós alveg sami "tendensinn" og hjá olíufélögunum. HÆKKANIR ERU MJÖG FLJÓTAR AÐ KOMA FRAM Í VERÐINU EN LÆKKANIR SKILA SÉR AFTUR Á MÓTI EKKI..............
Lækkun á sykurskatti skilar sér ekki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
26.2.2015 | 11:50
KELLINGARGREYIÐ
Og þetta er náttúrulega STÓRFRÉTT.......
Kim gat ekki tekið sjálfsmynd í gær | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.2.2015 | 17:54
MÁLIÐ ER NEFNILEGA ÞAÐ AÐ INNLIMUNARSINNAR RÆÐA ÞETTA MÁL AF ÓSKHYGGJU EN VILJA ENGIN RÖK HEYRA
Nú er orðið alveg ljóst fyrir hvað ESB stendur og hvernig það virkar. Ekkert af því sem INNLIMUNARSINNAR héldu fram um sambandið er rétt en samt sem áður halda þeir áfram að berja hausnum í steininn og halda sig við þá fjarstæðu, sem þeir "predikuðu" í upphafi (þetta athæfi þeirra minnir á hátterni óþægra og óþroskaðra krakka, sem ekki fá vilja sínum framgengt).........
Séríslenskur samkvæmisleikur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 22:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
25.2.2015 | 14:54
ÞAÐ ER MIKIÐ AÐ EITTHVAÐ AF VITI KEMUR FRÁ ÞINGMÖNNUM BJARTRAR FRAMTÍÐAR
Kjörtímabilið fer að verða hálfnað, þannig að varla er seinna að vænta..........
Breytt klukka send til umsagnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
25.2.2015 | 07:01
FORMAÐUR BJARTRAR FRAMTÍÐAR VIRÐIST EKKI VERA ALVEG Á SÖMU "BYLGJULENGD" OG AÐRIR.......
Honum veitti ekki af að taka að minnsta kosti einn grunnkúrs í hagfræði, eða kannski það hefði bara verið skást, í það minnsta fyrir þjóðina, að hann hefði nú bara haldið sig við tónlistina. Hann hékk þó í meðalmenskunni þar en það er mun meira en hann gerir í stjórnmálunum. En óskaplegur "sandkassaleikur" er þetta hjá stjórnarandstöðunni. þeir virðast aðeins vera að misskilja hlutverk stjórnarandstöðunnar að öllu leiti, það er að veita sitjandi ríkisstjórn aðhald en ekki að tefja mál og vera á móti öllum hugsanlegum aðgerðum.............
Bæri hag kröfuhafa fyrir brjósti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
24.2.2015 | 17:31
ERU KJARASAMNINGAR LÆKNA STRX AÐ SKILA SÉR?????
Það hlýtur eiginlega að vera. Því að frá því að Þeir þvinguðu fram kjarasamning, er EKKERT neyðarástand á spítölum, það heyrist EKKERT um úreltan og lélegan tækjakost, EKKERT heyrist um óviðunandi vinnuaðstöðu og fleira þesskonar sem var daglega og oft á dag í fréttum áður en samið var við þá. Í dag eru þetta einna hæst launuðu læknar á Norðurlöndunum (eru t.d komnir uppfyrir kollega sína í Noregi) og skrattinn þakki þeim fyrir þótt þeir reyndu að vinna fyrir ofurlaununum sem þeir fá og ekki er nú hægt að segja að þeir hafi neitt verið að lepja dauðann úr skel fyrir...............
Skást að veikjast á Íslandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
24.2.2015 | 13:21
ÞAÐ GEFUR AUGA LEIÐ AÐ ERFITT ER AÐ FJÁRMAGNA VERKEFNI SEMVITAÐ ER AÐ SKILAR EKKI ARÐI
Hvað þá heldur ef útlit er fyrir að það verði ekki að neinu. Svo ekki ætti að koma á óvart að þetta bara "lognist" útaf, kannski væri það bara best.......
Smíði ferju ekki verið fjármögnuð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
23.2.2015 | 20:19
AUÐVITAÐ Á AÐ SENDA MANNINN TAFARLAUST AF LANDI BROTT
Maðurinn hefur gengist við því að hann hneigist til öfgastefnu og það sem meira er hann aðhyllist stefnu hættulegustu hryðjuverkasamtaka í heimi. Það er alveg rétt að þessi maður hefur ekkert í gæsluvarðhald að gera heldur á bara að vísa honum samstundis úr landi.............
Hælisleitandi fylgjandi IS | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |