Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2015

"EINBEITTUR BROTAVILJI".......

Það er deginum ljósara að Dagur og félagar ætla að halda til streitu áformum sínum að losna við flugvöllinn úr Vatnsmýrinni, í trássi við meirihlutavilja Reykvíkinga.  Gegn þess háttar hroka og lítilsvirðingu við kjósendur, er síðasta úrræðið að fara að tillögu Höskuldar Þórhallssonar og taka skipulagsvaldið vegna flugvallarins í Vatnsmýrinni af Reykjavíkurborg og færa það til ríkisins..................


mbl.is Ræða lokun neyðarbrautar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

TALAÐ MEÐ TUNGUM TVEIM.......

Formanni BHM, var mikið niðri fyrir, þegar hún talaði um að MANNRÉTTINDI, STJÓRNARSKRÁRBROT OG MÖRG FLEIRI BROT hefðu verið framin á BHM við setningu laga til að stöðva verkfallið. En var þá ekki um nein svipuð brot að ræða, þegar Þórunn samþykkti lög á verkfall flugvirkja hérna um árið??????  


mbl.is BHM áfrýjar til Hæstaréttar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

FYRIR HVERN VORU KRÖFURNAR SANNGJARNAR??????

Svona er nú ekki alltaf hægt ð setja hlutina fram því það sem einum finnst sanngjarnt finnst öðrum ósanngjarnt.  En það er alveg á hreinu, hjá flestum held ég, að hjúkrunarfræðingar eru með of lág laun.  En þeir hafa ekki dregist aftur úr í launum á stuttum tíma.  Því er ekki HÆGT AÐ ÆTLAST TIL að þessi launamunur verði leiðréttur á einu bretti, eins og virðist hafa verið ætlunin.  Nú er orðið einsýnt að þessi deila fer fyrir kjaradóm og mér er til efs að dómurinn dæmi hjúkrunarfræðingum hærri laun en síðustu samningar hljóða uppá.  Ég get ekki betur séð en að 18,6% á einu bretti sé bara nokkuð góð og svo er bara að sjá hversu mikilli hækkun næsta samningalota skilar....


mbl.is Hjúkrunarfræðingar felldu samninginn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ÞAÐ ER LÍTILL MUNUR Á KÚK OG SKÍT

...Báðir eru símar, annar heitir SNJALLSÍMI og hinn FARSÍMI, kannski er einhver lagalegur munur á þessu tvennu? cool


mbl.is Má nota snjallsíma undir stýri?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ÞRIÐJA HEIMSTYRJÖLDIN HAFIN?????

Þjóðverjar eru klókir, um það verður ekki deilt.  Það var gengið undir þeim og þeim var hjálpað að koma undir sig fótunum, eftir að hafa startað tveimur heimstyrjöldum og tapað þeim báðum.  Heimsbyggðin lærði ekkert af þessu og nú eru Þjóðverjar að ná markmiðum sínum um þúsund ára ríkið í gegnum ESB og evruna.  Þeir eru búnir að gera sér grein fyrir því að vopnaskak er fremur óvinsæl aðgerð og sáu sér leik á borði með því að beita efnahagsmálunum fyrir sig.   Nú eru þeir að öllum líkkindum búnir að ná Grikklandi og eru þá Ítalía, Spánn og Portúgal næst í röðinni? 


mbl.is Ráðherra segir nei
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ÞJÓÐVERJAR (ESB) BÚNIR AÐ "BERJA" GRIKKI TIL HLÝÐNI

Þetta "samkomulag" er ekki pappírsins virði.  Það er ekki nokkur möguleiki á því að Grikkir ráði við þessar afborganir, sem er gert ráð fyrir og enn síður að þeim sé nokkur greiði gerður með því að þeim sé lánað meira án þess að VERULEGAR afskriftir eldri skulda komi til.  Því miður verður ekki annað séð en að þarna sé VALDARÁN í gangiHvernig er ætlast til að AFNÁM NÁTTÚRUAUÐLINDA sé túlkað??????


mbl.is Samkomulag í höfn í Brussel
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ÞÁ ER BARA EFTIR AÐ LOSA SIG VIÐ BALOTELLI.......

Kannski verða þeir í Manchester City svo vitlausir að kaupa hann líka?  Það virðist vera markaður í Manchester fyrir rugludall og vandræðagemlinga.


mbl.is Liverpool samþykkir tilboð City í Sterling
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ÞJÓÐVERJAR FLJÓTIR AÐ GLEYMA.............

Eftir seinna stríð voru GRÍÐARLEGA MIKLAR SKULDIR Þjóðverja afskrifaðar (svo var einnig með önnur ríki en þjóðverjar voru í algjörum sérflokki með þetta).  Þetta var talin nauðsynleg ráðstöfun SVO ÞJÓÐVERJAR GÆTU KOMIÐ EFNAHAG SÍNUM Í ÞAÐ HORF SEM ÞYRFTI TIL AÐ KOMA EFNAHAG LANDSINS Í ÞAÐ HORF SEM ÞYRFTI TIL SVO ÞEIR GÆTU BYRJAÐ UPP Á NÝTT.  Nú standa Grikkir frammi fyrir þessu sama vandamáli (Vissulega fóru þeir offari í sínum fjármálum en ekki var um það að ræða að þessi staða þeirra sé vegna þess að þeir hafi haft um það áform að leggja Evrópu undir sig).  Það verður ekki séð að Grikkjum sé gerður mikill greiði með því að lána þeim eingöngu meiri pening heldur verður einnig að AFSKRIFA einnig einhvern hluta eldri lána, sem þeir hafa fengið.  En nú ber svo við að Þjóðverjar eru einna ósveigjanlegastir í afstöðunni til Grikkja og vilja fá hverja einustu  evru til baka hvað sem það kostar Grískan almenning.  Væri ekki í lagi fyrir Þjóðverja og jafnvel fleiri að fara í smá söguskoðun?


mbl.is Viðræðum frestað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

HANN LÆTUR EINS OG OFDEKRAÐUR, ÓÞÆGUR KRAKKAORMUR

Jú, það vantaði ekki að hann lofaði góðu, en einhverra hluta vegna þá varð frekar lítið úr honum, sem sést kannski best á því að hann var á "bekknum" hjá Liverpool í meira en 30% af leikjum liðsins og eru þá ekki meðtalin þau skiptin sem hann var frá vegna meiðsla.  Það er hárrétt ákvörðun forráðamanna Liverpool að setja bara upp óraunhæfan verðmiða á hann, láta hann bara dúsa í varaliðinu og kenna honum um leið undirstöðuatriði í mannasiðum.


mbl.is „Sterling á að rotna í varaliðinu“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

OG SVO Á AÐ SMIÐA "MINNA" SKIP Í STAÐINN FYRIR HERJÓLF?????

Allt í nafni þess að "KANNSKI" verði hægt að nota Landeyjahöfn ÖRLÍTIÐ meira en er í dagNú er þessi vitleysa komin LANGT út fyrir ÖLL SKYNSAMLEG MÖRK.  Það skásta í stöðunni, í dag er að verði góður "svifnökkvi" í ferðum með farþega milli Landeyjahafnar og Eyja, síðan verði flutningaskip, með plássi fyrir innan við 100 bíla, í ferðum milli Þorlákshafnar og Eyja.  Sé ekki vilji fyrir að gera göng milli Lands og Eyja.  Í það minnsta verða ráðamenn eitthvað að fara að gera raunhæft í samgöngumálum Vestmannaeyinga.


mbl.is „Vegurinn“ til Eyja tepptur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband