Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2015

ÞAÐ ER VÍST BARA EIN LEIÐ TIL AÐ VITA HVORT VILJI SÉ FYRIR HENDI

En sú leið er einfaldlega að fara í framboð.  Björt Framtíð hefur orð á sér fyrir að eiga að "hirða upp" óánægjufylgi LANDRÁÐAFYLKINGARINNAR en báðir flokkarnir eru í frjálsu fall samkvæmt skoðanakönnunum, svo það er nokkuð ljóst að eitthvað mikið er að.  Guðmundur Steingrímsson er búinn að sýna það að hann er ekki forystumaður fyrir fimm aura og ekki kæmi það á óvart að hans ferli innan stjórnmálanna væri bara hreinlega lokið. 


mbl.is Tilbúin að taka við Bjartri framtíð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ÞAÐ ER EKKI VÆNLEGT TIL ÁRANGURS AÐ REYNA AÐ BULLA SIG ÚT ÚR VANDRÆÐUM TIL AÐ VERJA SLÆMAN MÁLSTAÐ

Að líkja þessu svona saman og að halda að menn komist upp með svona kjaftæði, segir kannski til um hvaða álit hann hefur á viðskiptavinunum.  Er ekki tími til kominn að olíufélögin leggi bara spilin á borðið og SEGI hreint út hver þeirra kostnaður við eldsneytið er í staðinn fyrir að koma alltaf með nýja og nýja "sögu" um kostnað sem á sér svo enga stoð í raunveruleikanum? Varla er hægt að tala um samkeppni á olíumarkaðnum hér á landi enda voru hér á landi einungis þrjú olíufélög og var hérna ekta fákeppnismarkaður sem lýsti sér í mjög fáum verðbreytingum og verðum sem voru mun hærri en eðlilegt gat talist.   Örlítið virtist ætla að rofa til í markaðsmálum fyrir eldsneyti hér á landi í byrjun árs 2004, þegar Atlantsolía kom inn á markaðinn með hvelli.  En sú samkeppni stóð aðeins í nokkra mánuði og þá eingöngu á höfuðborgarsvæðinu í nágrenni við stöðvar Atlantsolíu.  Að nokkrum mánuðum liðnum virðist Atlantsolía vera komin í samráðskerfið hjá hinum olíufélögunum, þar er verðið á bensín/olíulítranum nánast það sama upp á krónu (munar oftast einhverjum aurum) og verbreytingar nánast á sama klukkutímanum hjá öllum.  Niðurstaðan er sú að örlítil samkeppni hafi verið hér á landi á eldsneytismarkaðnum, í byrjun árs 2004 á afmörkuðum svæðum á höfuðborgarsvæðinu.  Allir vita jú að þegar hráefnisverð LÆKKAR þá lækkar verð vöru, en fólk veit líka að ef hráefnið í vörunni er 60% af heildarkostnaði vörunnar og lækkar um 57% þá LÆKKAR verð hennar um 54% miðað við að verð annarra þátta sé óbreitt. En þá eiga eftir að koma inn allar álögur ríkisins inn í þetta og þá skekkist myndin verulega. Að blanda inn í þetta eignarhlut í olíuhreinsunarstöðvum er bara hreinasta kjaftæði.  Það skal tekið fram að vegna þess að ekki liggur fyrir neitt almennilegt talnaefni um þessi mál varð að gefa sér forsendur.............


mbl.is Segir samanburðinn ósanngjarnan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

STJÓRNAR RÁÐUNEYTISSTJÓRINN Í UTANRÍKISRÁÐUNEYTINU UTANRÍKISSTEFNUNNI?????

Og gerir Utanríkisráðherrann bara það sem honum er sagt og geltir kannski bara þegar honum er sigað????  En svo væri gaman að vita hvernig Utanríkismálanefnd ætlar að "bæta" skaðann sem útflutningsfyrirtæki verða fyrir vegna fyrirhugaðs viðskiptabanns Rússa?Hefur nefndin einhverja heimild frá alþingi til  að veita einhverjum milljörðum til aðstoðar þessum útflytjendum?


mbl.is Styðja áfram refsiaðgerðir gegn Rússum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

UTANRÍKISRÁÐHERRA ÍSLANDS ELTIR ESB EINS OG ÞÆGUR HUNDUR

Þessi maður hefur sýnt það og sannað, að hann er með öllu vanhæfur til að gæta hagsmuna lands og þjóðar á nokkurn hátt og virðist ekki nokkru máli skipta hverjir þessir hagsmun hagsmunir eru honum tekst að klúðra öllu.  Samanber ESB INNLIMUNARUMSÓKNIN.  Ég geri það að tillögu minni að hann segi STRAX af sér og Frosti Sigurjónsson taki við embætti hans.  Utanríkisráðuneytið á ekki að vera einhver afgangsstærð..


mbl.is Vanhugsuð þátttaka í viðskiptabanni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

EN HVERT VAR HLUTVERK ALÞINGISHÚSSINS Í ATBURÐUM GÆRDAGSINS???

Ég las yfir fréttina en svo stóð undir myndinni af Alþingishúsinu að lögrelan hefði orðið að aðstoða fólk á Austurvelli.  Þetta orðalag að verða að aðstoða stakk svolítið í augun því ég hélt að það væri eitt af verkefnum lögreglunnar  væri að aðstoða almenning þegar á þyrfti að halda.


mbl.is Líkamsárás við Engihjalla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

OLÍUFÉLÖGIN BJÓÐA ÍSLENDINGUM UPP Í SAMRÁÐSDANS.

Það kom hérna upp smávægileg samkeppni á eldsneytismarkaðinn í byrjun árs 2004, þegar Atlantsolía kom inn á markaðinn, en sú samkeppni var einungis bundin við bensínstöðvar sem voru í nágrenni við bensínstöðvar Atlantsolíu á höfuðborgarsvæðinu.  Og þessi samkeppni stóð aðeins yfir í nokkra mánuði.  Að þessum tíma liðnum voru ÖLL olíufélögin með verð upp á sömu krónutölu einungis er nokkurra aura munur á milli þeirra verða sem eru í gangi.  Það er akkúrat ekki neitt sem kemur í veg fyrir VERULEGA VERÐLÆKKUN á eldsneyti á næstunniHvert er eiginlega hlutverk SamkeppniseftirlitsinsLátum við endalaust bjóða okkur svona lagað?


mbl.is Neytendur njóta varla verðlækkunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

LEIÐIN LIGGUR BARA NIÐUR Á VIÐ............

En samt sem áður eru gjörsamlega blindaðir aðilar, sem enn vilja að Ísland INNLIMIST í þetta "skrímsli", sem er ekkert annað að gera en að éta jálft sig upp innanfrá og valda mun meiri skaða en áður hefur þekkst í veraldarsögunni.


mbl.is Horfur vegna ESB neikvæðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

SÍFELLT FLEIRI AÐ ÁTTA SIG Á ÞEIRRI VÁ SEM MÚSLIMAR ERU.......

Nema "Rétttrúnaðarlið" á Íslandi, það heldur áfram bæði blint og heyrnarlaust og það sem verra er, það stórskaðar land og þjóð með þvermóðsku sinni......


mbl.is Vilja ekki sprautufíkla og múslima
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ELDSNEYTISVERÐ HÉR Á LANDI FYLGIR BARA HEIMSMARKAÐSVERÐI Í HÆKKUNUM

Þetta virðist vera gangurinn þrátt fyrir mótmæli forsvarsmanna olíufélaganna.  Undanfarið hefur orðið mikil umræða um þetta og sýndi ágæt umfjöllun í sjónvarpsfréttum þessa þróun ágætlega.  Það virðist vera að olíufélögin noti "tækifærið" til að auka álagningu sína, sem flestir myndu nú telja nokkuð veglega fyrir.  En þarna kemur fram GALLI þess að búa við FÁKEPPNI sem vissulega er til staðar á eldsneytismarkaðnum hér á landi.  Örlítið virtist ætla að rofa til í markaðsmálum fyrir eldsneyti hér á landi í byrjun árs 2004, þegar Atlantsolía kom inn á markaðinn með hvelli.  En sú samkeppni stóð aðeins í nokkra mánuði og þá eingöngu á höfuðborgarsvæðinu í nágrenni við stöðvar Atlantsolíu.  Að nokkrum mánuðum liðnum virðist Atlantsolía vera komin í samráðskerfið hjá hinum olíufélögunum, þar er verðið á bensín/olíulítranum nánast það sama upp á krónu (munar oftast einhverjum aurum) og verbreytingar nánast á sama klukkutímanum hjá öllum.  Niðurstaðan er sú að örlítil samkeppni hafi verið hér á landi á eldsneytismarkaðnum, í byrjun árs 2004 á afmörkuðum svæðum á höfuðborgarsvæðinu (Stór-Hafnarfjarðarsvæðinu), en svo ekki söguna meir..............


mbl.is Verð á olíu lækkar áfram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

HVAÐA ÁSTÆÐU HEFUR ÍSLAND TIL AÐ STYÐJA AÐGERÐIR ESB????

Enn stöndum við utan ESB, sem betur fer þrátt fyrir mikinn áróður og ósvífna lygi INNLIMUNARSINNA og attaníossa ESB.  ESB hefur beitt okkur viðskiptaþvingunum og það átti að neyða okkur til að ganga að Ices(L)ave (sem betur fer var það stöðvað á síðustu stundu).  En svo sýna Íslendingar (Gunnar Bragi) þann aumingjaskap og undirlægjuhátt að kyssa á vöndinn og elta ESB í þeirra valdaráni og drottnunargirnd og styðjum aðgerðir ESB gegn Rússum.  Eina sem ESB-klíkan hefur fyrir sér gegn Rússum er innlimun Krímskaga undir Rússa, annað eru óstaðfestar sögusagnir komnar frá leppstjórn ESB í Kiev.  Síðan hvenær hafa sögur frá Gróu á Leiti haft svona sterk áhrif á utanríkisstefnu Íslands?????


mbl.is Hætti að styðja viðskiptabann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband