Bloggfærslur mánaðarins, október 2016
11.10.2016 | 13:35
ÞÓ SVO AÐ HÚN SÉ LENGI AÐ LESA OG ÁTTA SIG Á HLUTUNUM...
Þá er síður en svo að allir aðrir þurfi að vera það líka. Svo er Hraðlestrarskólinn með alveg prýðileg hraðlestrarnámskeið sem hún hefði gott af að fara á og ekki virðist hinum þingmönnum Pírata veita af að fara líka á svoleiðis námskeið miðað við þær afsakanir sem þeir hafa uppi vegna slælegra mætinga á nefndarfundi.
![]() |
Ekki upplýstar ákvarðanir á Alþingi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.10.2016 | 16:19
"BAKKAMÁLIÐ" ER DÆMIGERT FYRIR UNDIRFERLI OG LÚAHÁTT VINSTRI MANNA
Það er bara svo einfalt að það var búið að heimila ALLAR framkvæmdir vegna Bakka (þar með taldar allar línulagnir). Þessi nýju náttúruverndarlög, sem Landvernd byggir sitt mál á VORU SETT EFTIR ÞAÐ OG EINS OG ALLIR EIGA AÐ VITA ÞÁ ERU LÖG ALDREI AFTURVIRK OG ÞVÍ EIGA ÞAU EKKI VIÐ Í ÞESSU TILFELLI. Þetta er því alveg úr lausu lofti gripið og er algjört lágmark að þessi svokölluðu náttúruverndarsamtök fari að lögum í "baráttu" sinni.
![]() |
Þingi frestað vegna Bakkamálsins |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
10.10.2016 | 13:47
"RÍKISSTJÓRN FÓLKSINS" HAFÐI "JÖFNUÐINN" AÐ LEIÐARLJÓSI Í SÍNUM AÐGERÐUM????
En formaður þingflokks LANDRÁÐAFYLKINGARINNAR er að sjálfsögðu ekki tilbúinn til að rifja upp "afrekalista" þeirra ríkisstjórnar, sem hann studdi með kjafti og klóm. Var mikill jöfnuður í því að færa erlendum vogunarsjóðum þrotabú bankanna á silfurfati með 50% afskriftum skulda heimilanna en svo áttu heimilin að greiða þessar sömu skuldir 100%? Hver var jöfnuðurinn í hinni svokölluðu 110% leið? Í hverju var jöfnuðurinn fólgin þegar síðasta ríkisstjórn stóð fyrir því að 9000 fjölskyldur misstu eignir sínar á uppboð og voru settar á leigumarkaðinn? Var verið að skapa jöfnuð með því að rústa atvinnulífinu hér á landi á síðasta kjörtímabili? Var verið að auka hér jöfnuð með því að HÆKKA skatta og álögu upp úr öllu valdi? Átti að auka hér jöfnuð með því að láta þjóðina taka Ice(L)ave á sig? Svona mætti lengi telja en þessi litla upptalning sýnir að sumum er aðeins hollara að hugsa áður en þeir opna þverrifuna á sér....
![]() |
Ánægður með ójöfnuðinn? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
9.10.2016 | 16:08
EN HLUSTAR EINHVER Á ÞAÐ SEM "ÚTFARARSTJÓRINN" ER AÐ TUÐA?
Það er með ólíkindum hversu hart "Vinstri Hjörðin" (Oddný og fleiri) ganga fram í því að gera lítið úr góðum árangri núverandi ríkisstjórnarflokka. Það er alveg ótrúlegt hvað þetta lið heldur lyginni um að þessir flokkar hafi LÆKKAÐ veiðigjöldi, til streytu, þegar staðreyndin er sú að tekjur ríkisjóðs af veiðigjöldum HÆKKUÐU á þessu kjörtímabili. Og að halda því fram að síðasta ríkisstjórn hafi HÆKKAÐ bætur, er einhver sú allra mesta rangfærsla, sem heyrst hefur. Skyldi það vera sameiginlegt helsi hjá öllum innan "Vinstri Hjarðarinnar" að roðna þegar þeir segja satt?
![]() |
Ríkisstjórnin fór illa með árangurinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 10.10.2016 kl. 08:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
6.10.2016 | 08:08
ÞARNA ER "GÓÐA FÓLKINU" ALVEG RÉTT LÝST........
Það er bara vaðið áfram og framkvæmt þegar því dettur í hug og EKKERT hugsað um afleiðingarnar. Þær eru seinni tíma vandamál ............
![]() |
Óvissa um æfingaaðstöðu lögreglu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
5.10.2016 | 10:09
HAFA ORÐIÐ EINHVERJAR BREYTINGAR SEM ÚTSKÝRA FYLGISAUKNINGU?
Sé það raunin hefur sú breyting farið MJÖG hægt og ljótt yfir. En þó svo að flokkurinn "rétti" aðeins úr sér í einni skoðanakönnun, virðast sömu örlögin hanga yfir þessum tveimur eins-máls flokkum, Bjartri Framtíð og LANDRÁÐAFYLKINGUNNI, því fylgið frá þeim virðist leita til Viðreisnar, sem þó hefur TVÖ mál á sinni stefnuskrá (aðild að ESB og að "rústa" sjávarútveginum).
![]() |
BF kæmi mönnum á þing |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
3.10.2016 | 08:24
FYRIR ÞAÐ FYRSTA EIGA LÍFEYRISSJÓÐIRNIR EKKERT TIL AÐ LÁNA
Það er nefnilega málið að lífeyrissjóðirnir, sem slíkir "eiga" ekki nokkurn skapaðan hlut. Það eru sjóðsfélagarnir sem "eiga" allar þessar Eignir sem eru taldar vera í eigu lífeyrissjóðanna. Og það nöturlega við þetta allt saman er það að reglulega eru sjóðfélagarnir að fá bréf frá stjórnum lífeyrissjóðanna, þar sem þeim er tilkynnt að lífeyrisréttindi þeirra hafi verið SKERT vegna þess að lífeyrissjóðurinn GETUR EKKI STAÐIÐ VIÐ SKULDBINDINGAR SÍNAR. Hvernig stendur þá á því að það eru til fjármunir til útlána?
![]() |
Fráleitt að lífeyrissjóðum verði bannað lána |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2.10.2016 | 16:01
MIKIÐ UM AÐ VERA Í KAPPAKSTRI DAGSINS
Helsta málið var að sjálfsögðu slagur Red Bull ökumannanna um sigurinn og fram að þeim tíma sem sýndar-öryggisbíllinn kom út (Öryggisbíllinn sem slíkur kom aldrei út í þessari keppni en sýndar-öryggisbíllinn kom tvisvar sinnum út en á þessu tvennu er mikill munur. Þegar sýndar-öryggisbíllinn er kallaður út eiga ökumenn að halda þeirri fjarlægð í næsta bíl sem var áður en hann var kallaður út en þegar raunverulegur-öryggisbíll er kallaður út eiga bílarnir að raða sér upp á eftir honum), voru yfirburðir Max Verstappen yfir Daniel Ricciardo mjög miklir enda var hann á nokkuð nýlegum dekkjum og bara tímaspursmál hvenær hann næði að taka framúr Ricciardo og ná þannig sigrinum. Því varð það stóri vinningurinn fyrir Ricciardo að þeir voru báðir kallaðir inn og vilja menn meina að þarna hafi verið í gangi nokkurs konar "liðsskipun" og spurning hvort þetta eigi eftir að hafa einhverja eftirmála, í það minnsta var Max Verstappen allt annað en ánægður í viðtali á Channel 4. Það var gaman að sjá að sjá að Jenson Button skyldi ná 7 sæti í sínum 300 kappakstri og enn eftirtektaverðara var að sjá Alonso koma úr síðasta sæti á ráslínu og ná því níunda. Þá sýndi Rosberg óvenju mikla "grimmd" eftir snúninginn eftir samstuðið við Vettel í fyrstu beygju en eftir það lenti hann í síðasta sæti en með frábærum akstri og mörgum skemmtilegum framúr ökstrum, náði hann þriðja sætinu að lokum. Nú er Rosberg með 23 stiga forskot á Hamilton og spurning hvort Hamilton tekst að vinna það forskot upp í þeim fimm kennum sem eru efir? Þetta var í 100 skipti sem Hamilton hefur keppni á fremstu "ráslínu2 og vissulega hefði verið skemmtilegra fyrir hann að klára keppnina en svona er Formúlan, menn vita aldri hvað getur gerst....
![]() |
Verstappen maður dagsins |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |