Bloggfærslur mánaðarins, mars 2016
25.3.2016 | 09:03
MENN VERÐA ÞÁ AÐ VERA TILBÚNIR TIL AÐ VINNA FYRIR ÞVÍ........
En ekki bara að bíða eftir því að boltanum sé spilað til þeirra. Helsta vandamálið við suma í liðinu virðist vera að þeir lýta svo á að þeir séu fastamenn í liðinu og þurfi ekki að sýna neitt sérstakt af sér til að vera valdir. Kannski þarf að breyta einhverju þarna? Það er nú mikill spekingur, sem fer alveg hamförum hérna á blogginu, sem hefur örugglega öll svör við þessu og meira til. Lars og Heimir ættu að leita til hans og þá ynni liðið örugglega EM næstkomandi sumar.
Vildum ólmir vinna Danina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
24.3.2016 | 08:37
ANDVANA FÆTT VERKEFNI
Er virkilega einhver svo skyni skroppinn að halda að það geti einhvern tíma í framtíðinni orðið hagkvæmt að reka svona lagað??? Menn hljóta að gera sér grein fyrir því að þessir "hagkvæmnisútreikningar", sem hafa verið gerðir, eru hagstæðir vegna þess að "forsendurnar", sem voru notaðar voru, eru ÓRAUNHÆFAR? Ætli Runólfur Ágústsson kaupi hlutafé í þessu? Það er ágætis mælikvarði á það hvort hlutir eru raunhæfir eða ekki ef forsvarsmenn hugmyndarinnar eru tilbúnir að setja EIGIÐ FÉ í þær ætti að vera óhætt að fjárfesta í þeim annars ekki.
Skrifuðu undir samning um fluglest | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Samgöngur | Breytt s.d. kl. 10:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.3.2016 | 15:33
HVERSU LÁGT GETA ÞESSIR FUGLAR LAGST????
Kannski ætti hann frekar heima í samtökum sem væru kölluð VANÞROSKI??????
Telur fermingu sína ólöglega | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
23.3.2016 | 13:30
ER ÞAÐ EKKI NOKKUÐ LJÓST?
Hann er bara alls ekki nógu og góður, það sýndi hann svo um munaði í síðasta leik....
Skilur ekki af hverju hann er hunsaður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
22.3.2016 | 08:43
ÞAÐ MÁ EKKERT "SKYGGJA" Á ÞETTA SJÁLFHVERFA LIÐ Á RÚV.
Svo ekki sé nú talað um þetta Kastljóss-lið. Það kemur fram í viðkomandi frétt að RÚV var búið að skipuleggja þennan viðburð alveg eftir sínu höfði, höfðu reyndar boðið Kára, sem sérfræðingi, hann vildi meina að þá kæmi hann ekki á "réttum" forsendum og því afþakkaði hann boð um þátttöku. Kannski var þetta allt saman bara gert svona því þau vissu að Kári myndi ekki samþykkja þetta fyrirkomulag?
RÚV með drottningarstæla | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
21.3.2016 | 16:08
HVAÐA ANNARLEGIR HAGSMUNIR ÆTLI LIGGI AÐ BAKI ÁRÁSUM "VINSTRI HJARÐARINNAR" Á FORSÆTISRÁÐHERRA????
Það hefur margsinnis verið sýnt fram á að ekkert ólöglegt átti sér stað og allt við þetta félag virðist vera á "beinu brautinni" en samt sem áður lætur "Vinstri Hjörðin" eins og óður hani í mannaskít. Þau bera því við að forsætisráðherra verði sjálfur að koma fram og skýra mál sitt. Það er bara svo einfalt að þetta er ekki hans mál og því hefur hann ekkert að útskýra. Þó svo að Vilhjálmur Bjarnason komi í sjónvarp og segi að vegna hjónabandsins sé hann sameigandi, en þingmaðurinn virðist nú ekki vera betur að sér í lögum en það að hann virðist ekki hafa heyrt talað um SÉREIGN en það hefur komið fram að viðkomandi félag var SÉREIGN konu forsætisráðherra og kom honum ÞVÍ EKKERT VIÐ og því mæli ég með því að viðkomandi þingmaður taki kúrs í lögfræði 101......
Skattalegt hagræði úr sögunni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
19.3.2016 | 14:33
MISHEPPNAÐASTA REGLUBREYTING EVER..............
Forsvarsmenn Formúlu 1 ætluðu sér að gera tímatökuna meira spennandi fyrir áhorfendur og aðdáendur formúlunnar og breyttu því fyrirkomulaginu. En breytingin hafði þveröfug áhrif, miðað við það sem hún átti að gera. Ég hef ALDREI orðið vitni að því fyrr en núna að lið, sem var að keppa um ráspólinn, væri búið að parkera bílunum og hættir þegar 3 mínútur voru eftir af síðasta hluta tímatökunnar. Það var alveg sama hvar maður tók niður í tímatökunni, hún var allan tímann alveg hundleiðinleg, það var helst í FYRSTA hlutanum, sem var einhver action, en ég dauðsá bara eftir að hafi rifið mig á fætur til að horfa á þessa hörmung. Vonandi verður þessu breytt aftur fyrir næstu keppni, því ef þetta verður svona áfram gæti þetta alveg gengið frá formúlunni.
Handónýtt og misheppnað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
18.3.2016 | 10:43
ALLIR ÞESSIR FORSETAFRAMBJÓÐENDUR VERÐA AÐ FARA AÐ TAKA NÚMER Í RÖÐINA.
Ég er alls ekki að gagnrýna þennan mann neeitt sérstaklega, enda þekki ég engin deili á honum. En ég get nú ekki orða bundist, mér finnst allir mögulegir og ómögulegir menn/konur, vera að tilkinna forsetaframboð. Að einhverju leiti finnst mér að með þessu sé verið að gjaldfella forsetaembættið og það sem það stendur fyrir. Það er engu líkara en að fólk haldi að það geti bara hver sem er gegnt þessu embætti.
Bæring býður sig á Bessastaði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
18.3.2016 | 01:54
Föstudagsgrín
Það voru einu sinni kanína og björn á gangi í skógi einum. Á gangi þeirra rekast þau á lampa. Þau ákveða að nudda hann og það kemur út andi ( náttúrulega ) og segir: Ég er búinn að vera innikróaður hér inni og í verðlaun ætla ég að gefa ykkur þrjár óskir. Björninn fékk að byrja og segir: Ég óska þess að ég væri bara eini karlkyns björninn í skóginum ". Andinn varð að ósk hans. Kanínan: Jáh, mig langar í mótorhjóla hjálm. Andinn gerði það Björninn. Ég óska þess að vera ein karlkyns björninn í landinu. Andinn smellti fingrunum og það varð svo. Kanínan: Jáh, mig hefur alltaf langað í mótorhjól. Andinn gerði það og kanínan með hjálminn á hausnum var allt í einu komin á rosaflott mótorhjól. Birnur fara að flykkjast að birninum, verður hann mjög spenntur og segir: Ég óska þessa að ég væri eini karlkyns björninn í HEIMINUM. Andinn gerði það. Kanínan setti hjólið í fyrsta gír og segir: "Ég óska þess að björninn væri HOMMI"! ... og keyrði á ofsahraða í burtu.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.3.2016 | 12:33
DJÖFLAST EINS OG ÓÐIR HANAR Í MANNASKÍT........
Eins og flest sem kemur frá "Vinstri Hjörðinni" er reynt á ámátlegan hátt að blása málin út og gera "Úlfalda úr Mýflugu" oftast er árangurinn aumkunarverður þannig að trúverðugleiki upphafsmannanna er alltaf á niðurleið, spurning hversu neðarlega hann getur farið..........
Vilja að boðað verði til kosninga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |