Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2016

Á þetta atriði ekki að eiga við ALLA kjörna fulltrúa þjóðarinnar?????

Sem dæmi má nefna að Gunnarsstaða Móri (Steingrímur J. Sigfússon), hefur setið á Alþingi frá árinu 1983, eða í 33 ár samfellt.  Er þetta ekki of langt líka, þarf ekki að setja reglur um svona lagað? Birgitta Jónsdóttir sagði það að hún ætlaði að hætta Alþingissetu eftir þetta kjörtímabil, því tvö kjörtímabil væri "hæfilegur tími", en nú er þetta allt orðið breitt og "hæfilegur tími" er orðinn eitthvað lengri, að hennar mati.  Nú velta margir fyrir sér hversu langur "hæfilegur tími" sé og hvort hann sé misjafn eftir því hvar fólk sé statt í pólitík.  Reyndar eru 20 ár mun styttri tími en 33 ár en er í sjálfu sér svo mikill munur á hvort menn eru kosnir til setu á Alþingi eða til setu á Bessastöðum (það eru klárlega falin í því meiri völd að vera á Alþingi)?


mbl.is Forseti sitji ekki of lengi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ÞÁ ER LOKSINS KOMINN FRAM "ALVÖRU" FORSETAFRAMBJÓÐANDI

Vonandi gefst ráðrúm til að laga reglurnar um forsetakjör áður en kosið verður til embættis Forseta Íslands þegar Ólafur Ragnar hættir endanlega.  Það er með öllu óviðunnandi að einhver verði kosinn Forseti lýðveldisins með innan við 10% atkvæða á bak við sig eins og stefndi í núna en sem betur fer afstýrði Ólafur Ragnar því......


mbl.is Ólafur aftur í forsetaframboð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

SKYLDI "KLERKASTJÓRNIN" Í ÍRAN VERA MEÐ JAFN NÁKVÆMA SKRÁNINGU OG STASI?

Það er alveg með ólíkindum að þetta skuli vera raunin í nokkru ríki árið 2016........


mbl.is Njósna um samborgarana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ÆTLI ÞAÐ SÉ EKKI GAGNKVÆMT?

En líklega eru forráðamenn AC Mílan ekki svo vitlausir að vilja kaupa hann?


mbl.is Vil ekki fara aftur til Liverpool
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

SEM BETUR FER VAR HORFIÐ TIL SAMA FYRIRKOMULAGS OG VAR Í FYRRA Í TÍMATÖKUNNI

En auðvitað var það skarð fyrir skildi að Hamilton skyldi ekki ná að setja einn einasta tíma og verður þar af leiðandi að byrja keppnina á morgun af þjónustusvæðinu.  En hann nær örugglega stigasæti en sennilega nær hann ekki upp í topp fimm.  n það var allt annar bragur á tímatökunni en var í fyrstu tveimur mótunum, þrátt fyrir að það yrði að gera tvö hlé.


mbl.is Hrósar „risahring“ Rosberg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

JÆJA, ÞÁ FER FERÐAMANNAVERTÍÐIN AF STAÐ Í EYJUM .

Og ætti að geta staðið þar til um miðjan október en ætli Herjólfur ætti ekki að geta siglt í Landeyjahöfn þann tíma, ef veður og vindar verða hagstæðir??????


mbl.is Loksins siglt til Landeyja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

SKYLDI ÁSTÆÐAN VERA SÚ AÐ MENN SJÁ AÐ EVRÓPUTRÚBOÐIÐ VAR BYGGT Á SANDI?

Og það er komið í ljós að þau lönd sem hafa farið einna verst út úr efnahagshruninu voru með EVRU sem gjaldmiðil.  En á hvaða rökum byggir fólk það að Ísland hefði átt að vera með evru?  Og enn er einn og einn þrákálfur sem heldur því fram að við ættum að taka evruna upp og ganga í öskuhauga ESB, en þeir geta ekki fært nein haldbær rök fyrir þessu bulli....


mbl.is Fleiri telja krónuna henta vel
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Föstudagsgrín

Gömul bandarísk hjón eru á leið með leigubíl út á flugvöll. Á leiðinni á flugvöllinn spyr leigubílsstjórinn þeirra: „Hvert eruð þið að fara?“

Gamli maðurinn svarar: „Til Kanada.“

Konan spyr: „Hvað sagði hann?“

Maðurinn: „Hann spurði hvert við værum að fara.“

Leigubílsstjóri: „Hvar í Kanada?“

Maðurinn: „Toronto.“

Konan: „Hvað sagði hann?“

Maðurinn: „Hann spurði hvar í Kanada.“

Leigubílsstjóri: „Toronto? Þar fékk ég nú versta drátt sem ég hef fengið.“

Konan: „Hvað sagði hann?“

Maðurinn: „Hann man eftir þér frá því í gamla daga.“


ER BARA Í "SUMUM" MÁLUM SEM Á AÐ FARA AÐ ÞJÓÐARVILJA?????

Þetta er alls ekki eina soðanakönnunin, sem hefur verið gerð, sem sýnir AFGERANDI stuðning við að framtíðarstaðsetning nýs Landspítala eigi EKKI að vera við Hrinbraut.  En einhver mafía er búin að ákveða að þarna eigi slotið að rísa og þá verður það víst svo.  Sjúklingum er alveg bjóðandi uppá það að iðnaðarmenn og stórvirkar vinnuvélar verði á svæðinu og flóknar skurðaðgerðir, verða ekki fyrir neinum truflunum af loftpressum og múrbrjótum.............


mbl.is Flestir vilja spítala á Vífilsstöðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

SVIPAÐAR ´"HÓTANIR" Í GANGI Í SVÍÞJÓÐ OG Á ÍSLANDI........

Þegar fyrirtækin eru komin VEL af stað í sínum rekstri, þannig að það er nokkuð augljóst að þau eru komin yfir erfiðasta "hjallann", þá kemur fram krafa um að það verði að styðja betur við nýsköpunarfyrirtækinÞað er eitthvað í þessum málflutningi, sem passar ekki alveg.........


mbl.is Spotify hótar flutningum frá Svíþjóð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband