Bloggfærslur mánaðarins, maí 2016
9.5.2016 | 07:43
ÞAÐ VERÐUR AÐ SETJA TÍMAMÖRK Á SETU ALÞINGISMANNA
En það hentar ekki "Vinstri Hjörðinni" að tala neitt um það heldur á að tala um tímamörk í forsetaembættið. Er nokkuð samræmi í málflutningnum hjá þessu liði? Þarna er einhver mesti kjaftaskur þjóðarinnar búinn að vera á þingi í 33 ár og ekkert fararsnið á honum. Hvað höfum við eiginlega gert af okkur til að verðskulda þetta?
Steingrímur áfram | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
8.5.2016 | 11:23
OG ENN AUKAST MÖGULEIKAR ÓLAFS RAGNARS........
Það gefur náttúrulega auga leið að eftir því sem atkvæðin dreifast víðar og frambjóðendum fjölgar, þá aukast möguleikar sitjandi forseta.
Davíð býður sig fram til forseta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
7.5.2016 | 12:13
"HEART OF GOLD" GEFUR GULLIÐ OG MIKIÐ AF SÉR..........
Þegar ég las þetta fyrirgaf ég KR fyrir að hafa unnuð Haukana í oddaleiknum. Pavel er greinilega gull af manni og meiriháttar fyrirmynd. Það er annað hægt en að bera mikla virðingu fyrir svona manni.
Pavel gefur alltaf gullin sín | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.5.2016 | 13:49
HVAÐ ER EIGINLEGA MÁLIÐ???????
Það er engu líkara en að manneskjan hafi framið einhvern stórkostlegan glæp, vegna þess að hún tilheyrir ríkri fjölskyldu. Er það kannski þannig að enginn eigi að eiga neitt og þá geti bara allir verið sáttir? Þetta lið sem er að reyna að gera eignir hennar eitthvað tortryggilegar er bara bent á það að hún hefur ekki tekið eina einustu krónu út úr Íslenska hagkerfinu og þessar hvimleiðu árásir fjölmiðlanna í hennar garð og til að koma höggi á forsetann, eru þeim sem þær stunda til minnkunar og menn eru að færa forsetakosningabaráttuna á lágt og ógeðfellt plan með þessum tilburðum sínum.
Hvað hefur Dorrit sagt? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
5.5.2016 | 15:40
OG HVAÐ MEÐ ÞAÐ?????
Nornaveiðarnar hjá "Vinstri Hjörðinni" og fjölmiðlunum eru komnar langt út í öfgar og verða bara skrautlegri eftir því sem tímar líða.
Foreldrar Bjarna áttu aflandsfélag | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
5.5.2016 | 08:17
Á EKKI AÐ FARA AÐ GERA NEITT Í ÞESSUM MÁLUM???????
Á meðan ekkert er aðhafst í þessu, verður vandinn áfram til staðar og eykst bara. Svo er það bara svo einfalt að þeir hælisleitendur, sem þetta reyna, hafa ekki nokkurn áhuga á að vera´á landinu og því á bara að senda þá til upprunalandsins með það sama. Einfaldast væri bara að leifa þessum mönnum að komast um borð í skipin. Svo þegar þau væru komin út af Garðskaga, þá á bara að setja þessa kálfa í björgunarbát, slaka bátnum í sjóinn og láta hirða þá upp eftir tvo - þrjá tíma síðan að senda þá beinustu leið þangað sem þeir komu frá upphaflega. Það verður fljótt að spyrjast út, í samfélagi hælisleitnda, að þessi leið til Ameríku sé ekki fær.
Hælisleitendur handteknir í Sundahöfn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
3.5.2016 | 12:38
ÞAÐ VISSU ALLIR NEMA GUNNARSSTAÐA MÓRI HVERS KONAR SUKK HAFÐI VERIÐ Í GANGI Í SPARISJÓÐNUM Í KEFLAVÍK
Það er rannsóknarefni, út af fyrir sig, hvernig hann gat komist hjá að vita þetta.............
Vildu ekki tapa meiri peningum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2.5.2016 | 21:34
FÓLK ER LOKSINS AÐ SJÁ AÐ PÍRATAR STANDA EKKI FYRIR NEITT..
En það tók langan tíma. Vonandi tekur það ekki jafn langan tíma hjá fólki að rifja upp hörmungar Vinstri stjórnarinnar og að átta sig á hversu vel núverandi stjórnarflokkar hafa staðið sig við stjórn landsins.
Fylgi Pírata dalar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
1.5.2016 | 21:19
ÞARNA FÓR ÖFGA MÓTMÆLALIÐIÐ YFIR STRIKIÐ.
Það getur ekki verið að nokkrum hugsandi manni finnist svona lagað í lagi, þá er nákvæmlega sama hvar menn standa í pólitík, það er algjört lágmark að menn virði friðhelgi einkalífsins. Þeir sem standa fyrir svona löguðu virðast ekki gera sér grein fyrir því að þarna er um að ræða maka og börn, sem ekkert hafa komið nálægt meintum sökum, sökum sem hafa ekki einu sinni verið sannreyndar. Mikil er skömm þeirra sem að þessari aðför standa.
Mótmælt við heimili Bjarna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
1.5.2016 | 17:26
HAUKARNIR SÝNDU ÞAÐ BARA SVART Á HVÍTU HVERJIR STANDA UPPÚR
En það verður ekki tekið af ÍBV að þeir spiluðu alveg frábærlega í þessari keppni og þeir voru vissulega óheppnir að dragast á móti Haukum í undanúrslitum, því vissulega hefði verið gaman ef Haukar og ÍBV hefðu spilað til úrslita það hefði verið nánast endurtekning á úrslitakeppninni 2014 að öllu leiti, nema sigurinn hefði lent Haukamegin.....
Haukar í úrslit eftir háspennuleik | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)