Bloggfærslur mánaðarins, júní 2016
18.6.2016 | 15:32
ÆFINGARNAR ERU EITT EN TÍMATAKAN OG KEPPNIN ERU ALLT ANNAR KAFLI
Hamilton "átti" æfingarnar eins og þær lögðu sig. En í tímatökunni gekk ekkert upp hjá honum. Það virtist vera allt í lagi hjá honum í fyrsta og öðrum hluta (að mestu leiti) en í þriðja og mikilvægasta hlutanum komu mistökin á færibandi og hann endaði í 10 sæti sem kom öllum á óvart. Það er alveg möguleika að taka framúr á þessari braut en það er frekar erfitt, svo uppröðunin á ráslínu er MJÖG mikilvæg í þessari keppni, ekki alveg eins mikilvæg og í Mónakó en mjög nálægt því. Það kemur mikið á óvart hversu þröng þessi braut er, það má kannski segja að hún sé blanda af hægum, þröngum og erfiðum beygjum sem eru í Mónakó og svo hröðum köflum og frekar þröngum á Monza-brautinni. Þetta kemur svolítið á óvart vegna þess að brautin er alveg ný og það hefur aldrei verið keppt í Bakú áður. En það verður fróðlegt að fylgjast með kappakstrinum, GÓÐA SKEMMTUN.
Rosberg á ráspól | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
15.6.2016 | 17:10
ER SVO BIRKIR BJARNASON NORSKUR EFTIR ALLT SAMAN?
En þetta kom svo sem ekkert á óvart. Norðmenn hafa reynt allt sem þeir hafa getað til að eigna sér Leif Eiríksson og landafundina miklu, þeir hafa lagt sig í líma við að "stela" Íslendingasögunum, sem dæmi get ég nefnt að þegar ég bjó þarna las ég Íslendingasögurnar til dæmis var þar hvergi minnst á Ísland þar og Bergþórshvoll og Hlíðarendi hefðu alveg eins getað verið bæir á vesturströnd Noregs. Og nú er Birkir Bjarnason orðinn Norðmaður vegna þess að hann flutti til Noregs 11 ára gamall og spilaði fótbolta með Viking í Stavanger, SJÁ HÉR.
Dagurinn sem aldrei gleymist | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
15.6.2016 | 16:04
ISAVIA TELUR FYRIRTÆKIÐ EKKRT ÞURFA AÐ FARA AÐ LÖGUM
Þeir hafa hingað til komist upp með að gera bara það sem þeim sýnist og ætla sér bara að halda því áfram. Þeir telja að lögin séu bara fyrir AÐRA til að fara eftir.
Isavia á að afhenda Kaffitári gögnin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.6.2016 | 23:03
"BAD LOSER" - ÞVÍ Í RAUNINNI ÞÝDDI ÞETTA TAP FYRIR PORTÚGALI
Hann var nú bara "kallgreyið" eitthvað pirraður og náði sér aldrei á strik í leiknum. Kannski hann hefði átt að reyna að spila betur og ekki vera að leggja svona mikið upp úr að láta reyna á leikhæfileikana og "röfla" minna í dómurunum. Og ekki hefði sakað fyrir hann að gagnrýna eigin frammistöðu í stað þess að vera að spá í leik mótherjanna.
Smáþjóð sem mun aldrei vinna neitt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
14.6.2016 | 08:03
OG ÞETTA HEFUR AUÐVITAÐ "EKKERT MEÐ ÍSLAM AÐ GERA"?
Hversu lengi ætlar "Góða Fólkið","Rétttrúnaðarlið" og þessir einfeldningar yfirleitt að ganga um með ÖLL skynfæri harðlokuð og horfa framhjá þessari vá, sem steðjar að Vestrænni menningu, vegna múslimaplágunnar. Þetta ætlar greinilega að horfa á það aðgerðarlaust að Vesturlöndum verði kastað 1.400 ár aftur í tímann. Það verður náttúrulega mikill sparnaður í fataútgjöldum því það verður ekki neitt til sem heitir tíska, allar konur klæðast "búrkum" og karlarnir verða í kuflum Gillette og aðrir rakvéla- og rakáhaldaframleiðendur fara á hausinn því karlar hætta að raka sig, lýðræði tilheyrir sögunni menntun verður eitthvað fjarlægt hugtak því allar bækur verða brenndar, sem ekki fallalveg að Íslam og kenningum Múhameðs.
Já það eru "bjartir" tímar framundan:
Myrti lögreglumann og konu hans | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
13.6.2016 | 01:18
HVAÐ ÞARF EIGINLEGA AÐ GERAST SVO "GÓÐA FÓLKIÐ" (EINFELDNINGARNIR) OPNI AUGUN FYRIR ÞVÍ SEM ER AÐ GERAST RÉTT FYRIR FRAMAN NEFIÐ Á ÞEIM?
Nei þetta lið er svo upptekið af því að standa undir nafni ("Góða Fólkið") að það HARÐLOKAR augunum, kastar burtu allri skynsemi og kallar þá sem vara við hættunni þröngsýna rasista, nasista og fasista. Yfirleitt er þarna um að ræða lið sem aldrei komið útfyrir landsteinana, hefur búið alla sína tíð í nokkuð öruggu umhverfi, er á vinstri kanti stjórnmálanna - með öðrum orðum fólk sem hefur ekki hugmynd um hvað er raunverulega í gangi en lifir í einhverjum ímynduðum gerviheimi. Það er með öðrum orðum alveg með eindæmum að gallharðir femínistar skuli verja múslima og gjörðir þeirra - Vita þær ekkert um réttindi kvenna í arabalöndunum? Samkynhneigðir verja múslima, eins og þeim sé borgað fyrir það -Vita þeir ekki að samkynhneigð er dauðasök í arabalöndunum? Það er erfitt að skilja þessa EINFELDNINGA, ég er alls ekki viss um að þeir geri sér grein fyrir því að þeir eru að grafa undan vestrænni menningu og hleypa að 1.400 ára gamalli villimennsku inn í staðinn.
Myndbandið hér að neðan hafa þessir EINFELDNINGAR gott af að horfa á og ættu að spyrja sig að því hvort þetta sé þróunin sem þeir vilji stuðla að:
Ítrekað skoðaður af alríkislögreglu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
11.6.2016 | 21:02
ÞETTA ER AÐ VERÐA ÞRÓUNIN Í MÖRGUM LÖNDUM EVRÓPU..
En "Góða Fólkið" og "Rétttrúnaðarliðið" á Íslandi HARÐLOKAR augunum fyrir þessari staðreynd og einhverra hluta vegna heldur þetta auðtrúa saklausa fólk að þessi þróun eigi ekki við Ísland. Fyrir rúmum 20 árum var ég búsettur í Noregi, þá var múslimavæðingin rétt að byrja og meðan ég var þarna varð ég vitni að miklum breytingum. En svo las ég bók Hege Storhaug ÞJÓÐAPLÁGAN ÍSLAM í þýðingu Magnúsar Þórs Hafsteinssonar og ég verð að segja að mér bara dauðbrá, ÉG VERÐ BARA AÐ VIÐURKENNA AÐ MÉR HAFÐI EKKI DOTTIÐ Í HUG AÐ ÁSTANDIÐ GÆTI VERIÐ SVONA ALVARLEGT.
Vill "Rétttrúnaðarliðið" virkilega fá þetta til íslands?
Í haldi grunuð um hjúskaparbrot | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
11.6.2016 | 16:38
VAR LEIKUR PANAMA OG ARGENTÍNU SPILAÐUR AÐ NÓTTU TIL?
Panamamenn hljóta að hafa verið svona svakalega syfjaðir og kannski búnir að taka svefntöflur. Alveg er þetta stórfurðuleg árátta hjá íþróttafréttamönnum að miða alltaf við tímann á Íslandi, þegar þeir fjalla um íþróttaviðburði erlendis. Það vita það allir sem vilja að leikir eru EKKI á nóttunni - heldur á besta tíma sólahringsins. Vonandi láta íþróttafréttamenn af þessum leiðinda ósið sínum og fara bara að segja rétt frá.
Messi skoraði þrennu af bekknum í nótt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
11.6.2016 | 04:04
"NÚ RÍÐUR Á AÐ LÁTA EKKI STANDA Á SÉR"
Eins og Ólafur heitinn Kristjánsson skólastjóri í Flensborg sagði, á sal þegar hann var að skerpa á nemendum fyrir prófin eitt sinn. Það má ekki láta sérhagsmuni einhverra örfárra ráða ferð þegar flugöryggi landsmanna er í húfi. Ef það er hugsað útí málið þá má segja að það sé með ólíkindum að ekki hafi verið gripið inn í þessa atburðarás mikið fyrr, því það var fyrir löngu fyrirséð í hvað stefndi. Vonandi leysist þetta mál farsællega, fyrir landsmenn og bara vonandi að ekki sé of seint farið af stað í þetta skiptið.
Frumvarp um flugvöllinn í haust | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ýmsir eru greinilega orðnir þreyttir á að greiða fyrir þennan "munað" og "lúxus", sem er að raka sig og má þar nefna landsliðsfyrirliðann í knattspyrnu Aron Einar Gunnarsson, línumenn Íslenska handknattleikslandsliðsins þá Kára Kristján Kristjánsson og Vigni Svavarsson. Það voru felldir niður tollar og aðflutningsgjöld af túrtöppum og dömubindum en það var EKKI gert með vörur og áhöld til raksturs. Á ekki að vera jafnrétti í báðar áttir?
Skorað á konur að hætta að blæða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)