Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2018

Föstudagsgrín

Kona í loftbelg villist af leið.
Hún lækkaði flugið og sá mann einn á jörðu niðri. Hún lækkaði sig enn meira kallaði á manninn. "Afsakið, en getur þú hjálpað mér? Ég átti stefnumót við vinkonu mína fyrir klukkutíma, en ég veit ekki hvar ég er stödd!"
Maðurinn svaraði: Þú ert í rauðum loftbelg í ca 30 feta hæð yfir jörðu á 64º 09´ 117” norðlægrar breiddargráðu og 21º 57´ 144” vestlægrar lengdargráðu.
 "Þú hlýtur að vera tæknimaður." sagði konan.
 "Já það er ég," svaraði maðurinn, " en hvernig vissir þú það?
 Thja," sagði konan, " allt sem þú hefur sagt, er tæknilega rétt, en ég hef ekki hugmynd um það hvernig ég á að nota upplýsingarnar. Staðreyndin er, að ég veit ekki enn hvar ég er og það eina sem ég hef fengið út úr okkar samtali er að mér hefur seinkað enn meira."
 Maðurinn á jörðinni svaraði um hæl: " Þú hlýtur að vera Samfylkingarkona."
 "Það er ég," svaraði konan, "en hvernig vissir þú það?"
 "Það er svo sem einfalt. Þú veist ekki hvar þú ert stödd, né hvert þú stefnir. Þú kemst ferðar þinnar á loftinu einu. þú ert búin að gefa loforð, sem þú ert ekki fær um að efna, og þú ætlast til þess að fólk fyrir neðan þig leysi þitt vandamál. Staðreyndin er, að þú ert í sömu sporum og þú varst áður en að þú hittir mig en allt í einu er það mér að kenna.

 


ER ÞÁ "RÉTTLÆTINU" FULLNÆGT EÐA VERÐUR FARIÐ LENGRA MEÐ MÁLIÐ???

Er þetta #metoo mál ekki aðeins komið framúr sér?  Verða mörkin sett á að mál séu 40 ára því heyrst hefur af 30 ára gömlum málum, sem virka eins og þau séu síðan í gær, kannski fyrradag en alls ekki eldri en það??????


mbl.is Uppsögnin tengd #metoo-byltingunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"RÉTTTRÚNAÐURINN" Í SINNI FÁRÁNLEGUSTU MYND.....

Kannski var áletrunin á peysunni ekki viðeigandi en hefðu viðbrögðin orðið önnur ef hvítur strákur hefði verið í henni???????


mbl.is Umdeilda peysan tekin úr sölu á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

EKKI SPURNING UM HVORT VERÐUR TAP HELDUR HVERSU MIKIÐ

Spurningin, sem sveitastjórnamenn á höfuðborgarsvæðinu ættu að spyrja sig að er sú, hvort þeir hafi það mikla TRÚ ÁÐ ÞESSU VERKEFNI AÐ ÞEIR MYNDU SETJA SÍNA EIGIN FJÁRMUNI Í ÞESSA FJÁRFESTINGU????????  og það sama á við um hraðlest milli Reykjavíkur og Leifsstöðvar.


mbl.is Kostar heimili 1-2 milljónir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ÁKVEÐUR ÞESSI NEFND ÞÁ HVAÐ ER LIST OG HVAÐ EKKI??????

Annars eru þessi "listamannalaun" algjör tímaskekkja EF MENN GETA EKKI LIFAÐ AF SINNI "LIST" EIGA ÞEIR BARA AÐ FARA AÐ VINNA ALMENNA VINNU OG "RÍKIÐ" (VIÐ) EIGUM EKKERT AÐ HALDA ÞEIM UPPI.  Svo er alveg merkilegt þegar "listamaður" á listamannalaunum upp á tæp 400.000 krónur getur gefið upp á sig laun upp á 140.000 krónur og það fréttist ekki út að neitt sé gert í málinu.  ERU ÞETTA EKKI SKATTSVIK?????


mbl.is 369 fá listamannalaun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

LENGI GETUR VONT VERSNAÐ.......

Aðeins einu sinni tókst mér með harmkvælum að glotta út í annað.  Ég sé bara mest eftir því að hafa hætt að horfa á ágætis bíómynd, fyrir þennan ófögnuð, sem skaupið var......


mbl.is Íslendingar tísta um skaupið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband