Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2019

NEITUNARVALD FORSETA ÍSLANDS VAR EKKI HELDUR SKÝRT Á SÍNUM TÍMA...

En til þess að fá úr þessu skorið þarf að láta reyna á ákvæðið.  Ef Ólafur Ragnar hefði ekki látið á þetta reyna á sínum tíma væru menn enn að deila um það hvort 26 grein stjórnarskrárinnar væri gild.  Sama er sjálfsagt hægt að segja um þetta mál hjá Trump........


mbl.is Lagaheimild forsetans ekki skýr
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

VAR EKKI TOLLFRJÁLS VERSLUN MEÐ SJÁVARAFURÐIR EIN AF AÐALFORSENDUM EES SAMNINGSINS Á SÍNUM TÍMA?????

Loksins núna er þetta lýðum ljóst að svo er ekki og hefur aldrei verið.  Hvað ætli sé fleira í samningnum sem ekki er vitað um en okkur hefur alltaf verið sagt að væri?  Til dæmis áttu orkan og landbúnaðarmálin aldrei að blandast í þennan samning í það minnsta var ekki svo í upphafi.  Skyldi sjávarútvegurinn svo koma næst?  MÖNNUM HLÝTUR AÐ VERA ÞAÐ LJÓST AÐ ÞAÐ ER FYRIR LÖNGU KOMINN TÍMI TIL AÐ ENDURSKOÐA "ÞETTA SKRÍMSLI, SEM GENGUR UNDIR NAFNINU EES SAMNINGURINN" OG JAFNVEL AÐ SEGJA HONUM UPP ÞVÍ HANN ER FARINN AÐ GERA FULLMIKLAR KRÖFUR UM FULLVELDISAFSAL........


mbl.is Full fríverslun ekki fengist
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

HVAÐA ÓVINSÆLU SLAGI HEFUR HÚN TEKIÐ???????

Ég man bara ekki eftir einum einasta óvinsælum slag og það sem hefði getað orðið eitthvað mál í kringum fór afskaplega hljótt, fékk enga kynningu og það litla sem er til um "Marokkó samkomulagið", svo það sé tekið sem dæmi, var ekki einu sinni haft fyrir að þýða á Íslensu allt varðandi það er á Ensku og því var laumað í gegn án þess að nokkur umræða færi fram um það. Eru fleiri svona "slagir" í deiglunni?????????


mbl.is Stolt af að þora að taka óvinsæla slagi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ÞÁ ER ALLT Í LAGI........

En ef launamunurinn hefði verið í hina áttina, þá hefði orðið að grípa til aðgerða strax og helst í gær......


mbl.is Hærri laun hjá konum en körlum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Föstudagsgrín

Lögræðingur og ljóska sitja hlið við hlið í flugvél og lögfræðingurinn stingur upp á því að þau bregði á leik á leiðinni.  Ljóskan var þreytt og vildi frekar nota tímann til að sofa en lögræðingurinn var þrjóskur og nauðaði í ljóskunni.  Hann útskýrir: - “sko ég spyr þig spurningar og ef þú veist ekki svarið, þá borgar þú mér og öfugt”.Aftur afþakkar ljóskan og reynir að sofna.En lögfræðingurinn gefst ekki upp svo hann gerir henni tilboð: “Allt í lagi, í hvert skipti sem þú veist ekki svarið borgar þú mér 500 krónur en ef ég veit ekki svarið greiði ég þér 50.000 krónur”.  Ljóskunni líst vel á samninginn og samþykkir að taka þátt í leiknum.Lögfræðingurinn spyr: “Hvað er langt frá jörðinni til tunglsins?”  Ljóskan þegir, teygir sig svo í budduna sína tekur úr henni 500 kall og réttir lögfræðingnum.  Nú er komið að ljóskunni, sem spyr:“Hvað fer upp á fjall með þrjá fætur en kemur niður með fjóra?”Lögfræðingurinn horfði á hana alveg kjaftstopp.  Hann tekur upp fartölvuna og fer að leita á Netinu, meilar á vin sinn en allt kemur fyrir ekki.  Eftir klukkutíma eða svo játar hann sig sigraðan og borgar henni 50.000 kall.  Ljóskan tók peninginn, stakk honum í budduna sína og fór að sofa.Lögfræðingurinn er nú ekki alveg sáttur við þessi málalok og hnippir í ljóskuna og krefst svars við þessari spurningu.  Ljóskan snýr sér að honum, teygir sig svo í budduna sína og réttir honum 500 krónur.


ÞETTA OG OF MIKILL FARÞEGAFJÖLDI HEFUR VERIÐ STÓRT VANDAMÁL Í "HVALASKOÐUNARBRANSANUM" FRÁ UPPHAFI

En það hefur ekki mátt minnast á þetta.  Ég hef oft fylgst með ýmsum hvalaskoðunarbátum fara úr höfn og oft á tíðum hefur fólkið verið eins og síld í tunnu og ekki möguleiki að koma einum einasta manni í viðbót um borð.  Báturinn er svo "svagur" með allt þetta fólk um borð, þegar öll þessi þyngsli eru kominn fyrir ofan sjólínu er nokkuð augljóst að þyngdarpunkturinn er kominn ansi ofarlega (jafnvel lengst upp í mastur).  Þá er komið að alvarlegasta hlutnum; ER TIL BJÖRGUNARBÚNAÐUR FYRIR ALLA UM BORÐ EF EITTHVAÐ KEMUR UPPÁ???  Eins og segir í meðfylgjandi frétt. þá hafði báturinn leyfi fyrir 12 farþegum en var með 27.  Semsagt hafa sennilega eingöngu verið 12 flotgallar um borð.  Hvað hefðu þeir 15 sem voru eftir átt að gera??????  Það er full ástæða til að taka hart á þessum málum því slysin gera sjaldan boð á undan sér.................


mbl.is Fór ítrekað yfir leyfilegt farsvið sitt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

MERKILEGT HVAÐ ÞETTA "ÖFGA VINSTRA LIÐ" FÆR Í GEGN MEÐ HÁVAÐA OG LÁTUM

Og um leið er það svo skyni skroppið að það skaðar sjálft sig mest í látunum.  Þegar þingið kom saman eftir síðustu Alþingiskosningar, var stjórnarandstöðunni "úthlutað" formennsku í þremur fastanefndum þingsins.  Nú hefur þessu "Öfga Vinstra Liði" tekist að glutra formennsku í einni af þessum nefndum til stjórnarflokkanna og þegar þetta er einu sinni komið þá getur þetta lið verið alveg visst um að það verða ekki neinar breytingar þar fyrr en eftir næst Alþingiskosningar.  Og nú verður stjórnarandstaðan að bíta í það súra epli að hafa formennsku í tveimur fastanefndum þingsins.  TIL HAMINGJU MEÐ UPPHLAUPIÐ OG ÁRANGURINN........


mbl.is Bergþór lætur af formennsku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

SUMIR SEGJA AÐ ESB SÉ FORDYRI HELVÍTIS..........

En forkólfar ESB ákveða ekki, þrátt fyrir vilja til þess, hvar menn lenda eftir jarðlífið.  Þrátt fyrir að yfirstjórn ESB vilji teygja anga sína um allt og stjórna ríkjum allt í kringum sig........


mbl.is „Sérstakur staður í helvíti“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ÞAÐ ÞARF NÚ EKKI NEINA SPEKINGA TIL AÐ SJÁ AÐ ÞETTA VAR Í ÞAÐ MINNSTA "MJÖG LOÐIÐ" OG ÞARFNAST ALMENNILEGRAR RANNSÓKNAR...

Það eru það margar spurningar sem vakna þarna og þarfnast svara til dæmis það eitt að enginn sími hefur getu til upptöku í rúma fjóra tíma.  Svo er annað sem kemur þessu máli kannski ekki mikið við en ætli Bára á Hleri sé eitthvað skyld Gróu á Leiti??????


mbl.is Segja upptökurnar skipulagða aðgerð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

HÚN TÓK SJÁLF ÞÁTT Í AÐ FELLA TILLÖGU UM ÞJÓÐARATKVÆÐAGREIÐSLU Á SÍNUM TÍMA...

Er hún ekki með þessu að segja að hún geri bara það sem henni er sagt að gera?  Jóhanna Sigurðardóttir sagði henni hvað ætti að gera í þessu tilfelli, en hver segir henni hvað að gera í dag????????


mbl.is Hefðu átt að halda þjóðaratkvæði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband