Bloggfærslur mánaðarins, október 2021
5.10.2021 | 15:31
OG EKKI HELDUR FARIN AÐ SKOÐA ÚRSLIT KOSNINGANNA NÁNAR....
Með öðrum orðum: ÞAÐ ER EKKI FARIÐ AÐ RÆÐA NEITT SEM ER ÁGREININGUR UM. Þannig að það er algjör óvissa um hvort verður af þessu ríkisstjórnarsamstarfi, enda höfnuðu kjósendur því að VG tæki þátt í þessu ríkisstjórnarsamstarfi.....
Ekki enn farin að ræða ráðherrastóla | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
5.10.2021 | 05:57
FORSÆTISRÁÐHERRA ÍSLANDS OG MUNCHAUSEN GREIFI...............
Það var alveg skelfilegt að hlusta á bullið og kjaftavaðalinn í Forsætisráherra landsins i "Kastljósinu" í gærkvöldi, þar sem hún opinberaði fávisku sína ALGJÖRLEGA og má jafnvel efast um það hvort þessi manneskja sé "HÆF" til þess að vera í forsvari fyrir ríkisstjórn landsins og það sama má segja um Forseta lýðveldisins. Við skulum byrja á því að ítreka það að hvert kjörtímabil er FJÖGUR ÁR og að hverju kjörtímabili loknu fara fram kosningar til Alþingis og þar eru kosnir 63 þingmenn, sem eiga að sitja þar NÆSTU FJÖGUR ÁRIN (næsta kjörtímabil) OG ÞAR MEÐ LÝKUR SÍÐASTA KJÖRTÍMABILI OG ÞAR MEÐ BER SÍÐUSTU RÍKISSTJÓRN AÐ BIÐJAST LAUSNAR OG FORSETI Á AÐ FELA EINSTAKA FLOKKSFORMÖNNUM AÐ MYNDA NÝJA RÍKISSTJÓRN. Var það ekki Munchausen greifi, sem reið út í kviksyndi og að eigin sögn reif hann sig og hestinn upp úr kviksyndinu með því að TOGA Í HÁRIÐ Á SÉR og dró þannig sig og hestinn úr kviksyndinu. SAMA MÁ SEGJA AÐ KATA LITLA HAFI GERT Í KASTLJÓSINU Í GÆRKVÖLDI. Vissulega er hægt að halda því fram að ríkisstjórnin hafi haldið velli í kosningunum laugardaginn 25 september en þegar nánar er farið yfir úrslit kosninganna kemur ýmislegt í ljós, sem flækir niðurstöðuna nokkuð mikið. Ef við notum hugtök úr fótboltanum þá er niðurstaðan þessi: Sjálfstæðisflokkurinn hélt naumlega þingmannafjölda sínum en tapaði örlitlu fylgi og má því segja að Sjálfstæðisflokkurinn hafi fengið að sjá GULA SPJALDIÐ. Framsóknarflokkurinn varð svo SIGURVEGARI kosninganna BÆTTI VIÐ SIG heilum fimm þingmönnum og bætti hressilega við fylgi sitt. En þá er komið að VG, flokkurinn SKÍTTAPAÐI fjórðungi af fylgi sínu og heilum þremur þingmönnum og er með góðu móti hægt að segja að kjósendum hafi sent VG og Kötu litlu RAUÐA SPJALDIÐ. ÞVÍ ER HÆGT AÐ SEGJA AÐ FRAMSÓKN OG SJÁLFSTÆÐISFLOKKUR HAFI FENGIÐ HEIMILD TIL AÐ MYNDA RÍKISSTJÓRN ÁSAMT FLOKKI FÓLKSINS, SEM VARÐ ANNAR SIGURVEGARI KOSNINGANNA Á EFTIR FRAMSÓKN. ÞETTA SEGIR OKKUR AÐ BÆÐI FORSETI LÝÐVELDISINS OG FORSÆTISRÁÐHERRA ÆTTU AÐ SKOÐA ÚRSLIT KOSNINGANNA AÐEINS NÁNAR OG AÐ FARA EFTIR STJÓRNARSKRÁ LANDSINS.....
Vill áfram gegna embætti forsætisráðherra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
4.10.2021 | 11:43
SKIPTIR AFSKAPLEGA LITLU MÁLI HVAR HANN ER................
Það eina sem breytist er að það vantar þá "VEISLUSTJÓRA" á Bessastaði meðan hann er í smitgátt........
Forsetinn í smitgát næstu daga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
2.10.2021 | 18:04
ÞETTA VAR ALVÖRU LEIKUR - EINS OG BIKARLEIKIR EIGA AÐ VERA..........
Fyrstu mínútur fyrri hálfleiks voru alveg skelfilegar en þar komust Framarar í 6:0, en smám saman unnu Valsarar sig inn í leikinn og þegar gengið var til hálfleiks var staðan 12:12. Síðan byrjaði seinni hálfleikur illa hjá Völsurum og Framarar náðu þriggja marka forskoti en Valsarar komu sér inn í leikinn og eftir það skiptust liðin á að hafa forustuna og það var ekki fyrr en rúmlega átta mínútur voru eftir leiks, sem Valsarar tóku forystu og sigldu sigrinum í höfn. Það verður ekki tekið af Frömurum að þeir spiluðu mjög vel og Valsarar þurftu að hafa vel fyrir sigrinum en Valsarar sýndu það og sönnuðu í dag að þeir eru bestir og með Björgvin Pál í banastuði í markinu (ég held að hann hafi varið 14 skot allavega var hann með 46% markvörslu í leiknum) og með svona vörslu tapast ekki leikur........
Valur er Íslands-og bikarmeistari 2021 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
2.10.2021 | 06:57
BREIÐABLIKSKONUR UNNU EN FARA ÞRÓTTARAR EKKI HEIM MEÐ BIKARINN??
Ef allt fer sem horfir þá verður þetta þannig í pólitíkinni - VG tapaði nokkuð stórt í kosningunum en þeir fara heim með "BIKARINN" ........
Ótrúlega ánægð með það sem ég hef náð að afreka á þessu tímabili | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
1.10.2021 | 10:51
TIL HVERS ERUM VIÐ EIGINLEGA AÐ KJÓSA????????
Ef ekkert er farið eftir því sem fram kemur í kosningum. Sem dæmi um þetta má nefna að það kom nokkuð skýrt fram í kosningunum að landsmenn HÖFNUÐU því að VG kæmi að ríkisstjórn landsins. Ég á frekar erfitt með að skilja það að sá flokkur sem MESTU TAPAR í kosningunum skuli fá Forsætisráðuneytið, þetta er alveg það sama og ef tvö fótboltalið spila til úrslita um bikar, AÐ LIÐIÐ SEM TAPAÐI LEIKNUM FENGI BIKARINN MEÐ SÉR HEIM, ÞAÐ SAMA GERIST VERÐI KATA LITLA FORSÆTISRÁÐHERRA. Það var mikið talað um það að VG tapaði ÞREMUR mönnum, en svo koma ein hverjir "spekingar" fram og segja að í rauninni hafi VG bara TAPAÐ EINUM MANNI. Hvernig í ósköpunum getur nokkur maður komist að svona vitlausri niðurstöðu? JÚ ÞESSIR SPEKINGAR" SEGJA AÐ VG HAFI TAPAÐ TVEIMUR MÖNNUM (RÓSU OG ANDRÉSI INGA) Á KJÖRTÍMABILINU. EN MÁLIÐ ER AÐ VG FÉKK ÞREMUR MÖNNUM MEIRA Í SÍÐUSTU KOSNINGUM TIL ALÞINGIS HELDUR EN NÚNA OG ÞAÐ ER ÞAÐ SEM TELUR........
Ný ríkisstjórn að teiknast upp | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |