Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2021
9.4.2021 | 03:08
Föstudagsgrín
Jón verkfræðingur deyr og fer auðvitað upp til himna eins og allir verkfræðingar. Þegar þangað kemur leitar Pétur í nafnalistanum og segir svo: "Því miður Jón minn, þú ert ekki ekki á listanum. Þú verður að fara niður". --"En en, ég er verkfræðingur..." "Já sorrí, en þú ert ekki á listanum !". Þannig að Jón er sendur niður til helvítis. Mánuði síðar er Guð að fara yfir nafnalistana og sér að þau mistök hafa átt sér stað að Jón verkfræðingur hafi óvart verið sendur til helvítis. Hann bjallar í Satan og biður hann um að skila nú Jóni. Satan segir strax, "Ekki séns, þú færð Jón sko ekki aftur, þín mistök." Guð er ekki sáttur og segir, "Láttu ekki svona, Jón er verkfræðingur, hann á heima á himnum með hinum og þú veist það". Þá var Satan mikið niðri fyrir og sagði "Sko, áður en Jón kom var ógeðslega heitt hérna, það var hraunstraumur hér um allt og brennisteinsfnykur og viðbjóður. Jón breytti þessu öllu. Núna erum við komin með loftræstingu, brýr, vegakerfi, flóðvarnagarða og ég veit ekki hvað og hvað, allt hannað af honum. Þetta er orðið helvíti næs hérna hjá okkur. Það er ekki séns að þú fáir hann".
"Sko Satan, þú lætur mig fá hann aftur, eða ég fer í mál við þig!"
"-Já er það, og hvar þykist þú ætla að fá lögfræðinga..."
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
7.4.2021 | 09:05
VEKUR "SAMHERJAMÁLIÐ" ALLS STAÐAR ATHYGLI NEMA Á ÍSLANDI????????
Í gær var ég að horfa á í Færeyska sjónvarpinu, mikla og vandaða umfjöllun um "Samherjamálið", þar kom meðal annars fram hvað væri búið að gera í þessu máli í Namibíu og í framhaldinu væri skatturinn í Færeyjum farinn af stað með rannsókn á Færeyska útgerðarfélaginu Framherja (Samstarfsfélaga Samherja í Færeyjum) og jafnframt lýstu þáttastjórnendur yfir furðu sinni á því hversu lítið virtist vera að gerast í þessu máli á Íslandi. Getur verið að einhver hér á landi afi togað í einhverja "spotta" til að hægja á eða stoppa rannsókn á þessu máli????????????
6.4.2021 | 10:40
ÞAÐ Á BARA AÐ VERA AFMARKAÐ "ÁHORFENDASVÆÐI" Á GOSSVÆÐINU......
Og eingöngu að hleypa vísindamönnum inn á svæðið, enda eru þeir einu mennirnir sem eiga þangað erindi. Það hefur sýnt sig að það geta opnast sprungur hvar sem er og eingöngu "heppni" að ekki varð manntjón þegar ný sprunga opnaðist........
Öll áætlanagerð út um gluggann | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 7.4.2021 kl. 06:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
5.4.2021 | 13:52
ÞAÐ ER EKKI NEINN STAÐUR Á ÞESSU SVÆÐI ÖRUGGUR.........
Það er bara öruggast að horfa á beina útsendingu frá gosstöðvunum á RÚV 2 heima í stofu og fá sér gos og hraun með.........
Sprungan gerði ekki boð á undan sér | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
3.4.2021 | 11:04
VONANDI FERÐAST ÍSLENDINGAR INNANLANDS NÆSTA SUMAR EINS OG Í FYRRA..
En það er hæpið að erlendir ferðamenn láti nokkuð sjá sig svo nokkru nemi. Það er engu líkara en menn haldi að ástandið, vegna veirunnar verði þokkalegt hér á landi fyllist allt hér af ferðamönnum. En til þess að einhverjir vilji ferðast hingað þarf ástandið líka vera gott í þeirra heimalandi til að þeir fari eitthvað að ferðast. Annars kom þetta gos eins og einhver himnasending og gæti orðið til þess að ferðamenn yrðu fleiri en ella.....
Fólk í ferðaþjónustu klárt í bátana | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
1.4.2021 | 09:17
EF MENN FARA Í "HUNGURVERKFALL" ERU ÞÁ EKKI AFLEIÐINGARNAR Á ÞEIRRA EIGIN ÁBYRGÐ???
Er ekki bannað samkvæmt mannréttindasáttmála Sameinuðu þjóðanna að neyða næringu í menn? Og er ekki tilgangurinn með hungurverkfalli að vekja athygli? Það er alveg furðulegt hvað Vestrænir fjölmiðlar hafa hampað þessum manni og sagt hann vera einhvern forystumann stjórnarandstöðunnar í Rússlandi þegar hann nýtur einungis um TVEGGJA PRÓSENTA fylgis, enda er hann HÆGRI maður en stjórnarandstaðan er að mestu leiti VINSTRA megin i Rússlandi.......
Navalní í hungurverkfalli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)