Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2024
12.7.2024 | 19:59
BESTI LEIKURINN HJÁ "STELPUNUM OKKAR" Í LANGAN TÍMA.........
Það var alveg greinilegt frá fyrstu mínútu að þær ÆTLUÐU sér að vinna þennan leik. En fyrsta markið hefði ekki mátt koma mikið seinna, Því Þýska liðið var varið að sækja "óþægilega" hart að marki Íslands en arkið hjá Ingibjörgu Sigurðardóttir dró svolítið tennurnar úr þeim Þýsku og þær urðu ekki teljandi erfiðar það sem eftir lifði fyrri hálfleiks. En markið hjá Alexöndru Jóhannsdóttur í fyrri hluta seinni hálfleiks var algjör draumur. Fyrst var að sjálfsögðu sending Sveindísar Jane Jónsdóttur, af vinstri kantinum algjör gullsending sennilega hefur hún verið ætluð Karólínu Leu Vilhjálmsdóttur sem ekki náði boltanum en Alexandra náði honum og SMELLHITTI boltann sem SÖNG í netinu á marki Þjóðverja. AÐ SKORA SVONA MARK HLÝTUR AÐ VERA DRAUMUR HVERS AÐILA SEM SPILAR FÓTBOLTA. Þriðja markið kom eftir MISTÖK Þjóðverja í vörninni, tveir öftustu varnarmennirnir voru að spila boltanum á milli sín og í öllum tilfellum öðrum hefðu þeir komist upp með það en þær áttuðu sig ekki á því að Sveindís Jane var í næsta nágrenni og enn síður virtust þær gera sér grein fyrir því hversu "ÖSKUFLJÓT" hún er, hún komst í boltann og afgreiddi hann snyrtilega í netið hjá Þjóðverjunum og staðan orðin 3-0 og Íslenskur sigur innsiglaður.........
![]() |
Ísland á EM eftir lygilegan sigur á Þjóðverjum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Það er EKKI rétt hjá Yngva Harðarsyni að núna sé von á "UPPSVEIFLU" Í HAGKERFINU Í KJÖLFARIÐ Á ÞESSARI "KÓLNUN". Það hlýtur bara að vera að vitlaust hafi verið haft eftir honum í þessari frétt, það þarf nú engan speking til að sjá hvað er að gerast. Strax í menntaskóla er fólki kennt að hagsveiflurnar séu fjórar; UPPSVEIFLA, STÖÐNUN þar erum við stödd núna), HNIGNUN og KREPPA (það er misjafnt eftir hagfræðingum hvað þeir kalla þessar sveiflur en hugmyndin er sú sama hjá þeim öllum). Það er orðið langt síðan að ég frétti það að BÆÐI fyrirtæki og heimili væru orðin í MIKLUM vandræðum með að standa í skilum með lánin vegna HÁVAXTASTEFNUNNAR" sem er í gangi hér á landi núna. Bæði fyrirtæki og heimilin eru búin að nota það "VEÐRÝMI", sem hefur skapast vegna fasteignaverðshækkananna sem orðið hafa vegna vaxtastigsins og í nú er komið að skuldadögunum. Það eru FJÖLDAGJALDÞROT framundan hjá fyrirtækjum í landinu, afleiðingin af því verður að margir missa vinnuna, sem verður til þess að fólk getur ekki staðið við afborganir af þeim skuldum sem það er með og það missir íbúðarhúsnæðið sitt (TAKA TVÖ). Sumir vilja nú meina að þessi staða komi upp, hér á landi á 10 - 17 ára fresti og tími þessara sveifla í hagkerfinu sé alltaf að styttast. ÆTTU STJÓRNVÖLD EKKI AÐ REYNA AÐ SPORNA VIÐ ÞESSARI ÞRÓUN OG JAFNVEL AÐ KOMA Í VEG FYRIR AÐ ÞETTA GERIST??? Þó svo að þetta sé og hafi verið gangurinn í hagkerfinu þá er ekki um neitt lögmál að ræða....
![]() |
Vísbendingar um kólnun í hagkerfinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Svo fylgjumst við við bara með hvort það sé eitthvað vit í þessum "tilskipunum" þeirra og innleiðum það sem vit er í fyrir okkur. Það hefur verið nokkuð gegnumgangandi að um og undir 10% af tilskipunum frá ESB í gegnum tíðina hefur verið hægt að heimfæra upp á Íslenskar aðstæður, annað hefur bara verið tómt kjaftæði. Það virðist vera að, einhverra hluta vegna ÞORA Íslenskir ráðamenn ekki að HAFNA þessum tilskipunum ESB á einn eða neinn hátt. Besta og nýjasta dæmið er ORKUPAKKI 3 og sá gríðarlegi skaði sem hann hefur valdið okkur og NÚ STYTTIST Í ÞAÐ AÐ VIÐ FÁUM ORKUPAKKA 4 YFIR OKKUR. SKEMMST ER FRÁ ÞVÍ AÐ SEGJA AÐ ESB GERÐI TVÍHLIÐA SAMNING VIÐ KANADA, SEM ER MUN HAGSTÆÐARI FYRIR KANADA EN EES SAMNINGURINN ER FYRIR EFTA LÖNDIN (Noreg, Ísland og Licthenstein). Það verður ekki betur séð en að EES samningurinn sé handónýtur og skili ekki nokkrum sköpuðum hlut. UPPHAFLEGA, ÞEGAR EES SAMNINGNUM VAR LOGIÐ UPP Á OKKUR, VAR OKKUR TALIN TRÚ UM AÐ TOLLAR YRÐU FELLDIR NIÐUR AF SJÁVARAFURÐUM Á EES SVÆÐINU. EN SVO KOM Í LJÓS AÐ SJÁVARAFURÐIR HAFA ALDREI VERIÐ ÁN TOLLA.HVER BER ÁBYRGÐ Á ÞESSU ? ÉG MAN NÚ EKKI BETUR EN AÐ ÞÁVERANDI FORSETI LANDSINS HAFI FENGIÐ RÚMLEGA 35.000 HANDSKRIFAÐAR UNDIRSKRIFTIR, ÞESS EFNIS AÐ HAFNA ÞESSUM SAMNINGI OG LÁTA ÞJÓÐINA KJÓSA UM HANN, EN FORSETINN ÁKVAÐ AÐ VIRÐA ÞESSAR UNDIRSKRIFTIR AÐ VETTUGI. ER EKKI KOMINN TÍMI TIL AÐ SEGJA UPP EES SAMNINGNUM ÁÐUR EN HANN VELDUR OKKUR ENN MEIRI SKAÐA??????
6.7.2024 | 10:30
GLEYMDIST KANNSKI AÐ KANNA JAFNRÆÐISREGLU STJÓRNARSKRÁRINNAR???
En Stjórnarskráin er hvort eð er brotin svo oft að mönnum finnst kannski ekkert tiltökumál að bæta EINU broti við? Mig minnir að menn sverji EIÐ AÐ ÞVÍ AÐ VERJA OG VERNDA STJÓRNARSKRÁNA, ÞEGAR ÞEIR TAKA SÆTI Á ALÞINGI, EN KANNSKI LÍTA MENN SVO Á AÐ SÁ EIÐUR SÉ LÍTILS VIRÐI ÞEGAR UPP ER STAÐIÐ???????
![]() |
Rök eru fyrir breytingunni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Það er löngu kominn tími til þess að stjórnmálamenn og aðrir landsmenn fari að skoða þau mál af einhverju viti og á gagnrýninn hátt. Nú er það svo að samningurinn um EES var gerður árið 1993 og tók svo gildi árið 1994. En það virðist vera að árið 1994 hafi tíminn hér á landi bara hafa STOPPAÐ gagnvart þessum samningi en sú hefur síður en orðið raunin innan ESB. Árið 1994 hét ESB EBE og byggðist samningurinn um EES á Rómarsáttmálanum en árið 2009 var Rómarsáttmálanum kastað fyrir róða og tekinn var upp svokallaður Lissabon sáttmáli, sem fól í sér miklar breytingar á EES sáttmálanum OG ÞAÐ MEIRA AÐ SEGJA GRUNDVALLARBREYTINGAR. Í flestum aðildarríkjum ESB fóru fram umræður og "kosning" um þessar breytingar (en það er deilt um hversu lýðræðislegar þær kosningar voru því það var kosið um þær í hverju landi fyrir sig ÞAR TIL ÞÆR VORU SAMÞYKKTAR HVORT SEM ÞURFTI AÐ KJÓSA ÞRISVAR SINNUM EÐA TÍU SINNUM) en það fór ekki fram nein kynning á þessum breytingum innan EFTA landanna. Þessi breyting hafði í för með sér mun meiri MIÐSTÝRINGU FRÁ BRÜSSEL OG SAMNINGURINN NÁÐI TIL MUN FLEIRI ÞÁTTA EN ÁRIÐ 1993 ÞEGAR HANN VAR SAMÞYKKTUR. Nú liggur fyrir Alþingi Íslendinga að Utanríkisráðherra ætlar að KEYRA Í GEGN frumvarp, BÓKUN 35, SEM FELUR ÞAÐ Í SÉR AÐ ÍSLENSK LÖG VÍKI FYRIR LÖGUM ESB ÞAR SEM ÞAU SKARAST. ÞETTA SÝNIR FRAM Á NAUÐSYN ÞESS AÐ EES SAMNINGNUM VERÐI SAGT UPP HIÐ SNARASTA OG Í ÞAÐ MINNSTA ENDURSKOÐAÐUR. SVO ER ÞAÐ ALVEG FORKASTANLEGT AÐ SJÁLFSTÆÐI LANDSINS SKULI STAFA MEST HÆTTA AF RÁÐHERRUM OG ÞINGMÖNNUM LANDSINS. OG SVO ER LÍKA KOMINN TÍMI Á AÐ SEGJA SCHENGEN SAMNINGNUM UPP, SEM ÍSLENDINGAR HEFÐU ALDREI ÁTT AÐ SAMÞYKKJA ENDA HAFA ALDREI KOMIÐ FRAM NEIN GILD RÖK FYRIR ÞVÍ AÐ HÆGT VÆRI AÐ RÉTTLÆTA TILVIST HANS HÉR Á LANDI (Enda hafi þessi samningur verið hjartans mál eins manns, en á þeim tíma var þessi maður Utanríkisráðherra landsins) og þá vaknar spurningin; HAFÐI HANN SJÁLFUR EINHVERJA HAGSMUNI AF ÞVÍ AÐ ÞESSI SAMNINGUR YRÐI TEKINN UPP??????????
3.7.2024 | 09:38
VÆRI EKKI RÁÐ AÐ SENDA ÍSLENSKA RÁÐAMENN TIL FÆREYJA TIL AÐ LÆRA HVERNIG Á AÐ REKA " LÍTIL" ÞJÓÐFÉLÖG???
Og hvernig menn eiga að taka ábyrgð á aðgerðum sínum eða aðgerðarleysi og mörgu fleiru. Eitthvað besta og mest fræðandi útvarpsefni hér er á landi, er á Útvarpi Sögu og í sérstöku uppáhaldi hjá mér eru þættir þar sem rætt er við Jens Guð og alveg sérstaklega flott er þegar hann talar um Færeyjar og um samfélagið þar. Eins og Jens lýsir samfélaginu í Færeyjum, þá er alveg ljóst að við Íslendingargetum lært MJÖG MIKIÐ af þeim en HROKINN er svo mikill í okkur að mönnum hér á landi finnst það alveg fráleitt. Þetta hefur orðið til þess að ég hef farið að hugsa málið. ÞAÐ ER ALLTAF VERIÐ AÐ RÉTTLÆTA SPILLINGUNA OG ÓRÁÐSÍUNA HÉR Á LANDI MEÐ ÞVÍ AÐ VEGNA FÁMENNIS HÉR Á LANDI SÉU HLUTIRNIR EINS OG ÞEIR ERU. En bíðum nú aðeins við FÆREYINGAR VOR Í FYRRA (2023) RÚMLEGA 54.000 OG Í KRINGUM SÍÐUSTU ÁRAMÓT "DUTTU" ÞEIR Í 55.000, EÐA UM ÞAÐ BIL ÁTTA SINNUM FÆRRI EN ÍSLENDINGAR OG GENGUR BARA MJÖG VEL AÐ REKA SITT LITLA ÞJÓÐFÉLAG. Getur verið að þegar er komið yfir einhver viss mörk í þjóðfélagsstærðinni, FARI AÐ HALLA UNDAN FÆTI Í SIÐFERÐINU? Til að mynda þá var nokkurn veginn í lagi hér í þjóðfélaginu í kring um árið 1990 en upp úr aldamótum 2000 fór að halla verulega undan fæti og síðustu árin hefur ALLT VERIÐ Í FÁRI HÉR Á LANDI. HÉR má hlusta á síðasta viðtal við Jens Guð á Útvarpi Sögu...
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
1.7.2024 | 08:40
ALVARLEGT EF RÉTT ER..........
En það má segja að það kemur ekkert á óvart, hvað varðar vinnubrögð VG ráðherra í þessu tiltekna máli. ÞAÐ ER BARA KOMIÐ SVO MIKIÐ AF VAFSÖMUM UPPLÝSINGUM VARÐANDI ÞAÐ HVERNIG AÐ ÞESSU MÁLI HEFUR VERIÐ STAÐIÐ UNDANFARIN ÁR, AF HÁLFU VG RÁÐHERRANNA, AÐ ÞAÐ VIRÐIST EKKERT KOMA ANNAÐ TIL GREINA EN ÍTARLEG RANNSÓKN.......
![]() |
Ráðuneytið skammti mismunandi gögn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |