Bloggfærslur mánaðarins, september 2024

MEÐ ÖÐRUM ORÐUM: "VIÐREISN Á SÉR EKKI VIÐREISNAR VON".........

Mér varð það á að hlusta aðeins á formann Viðreisnar áðan  og eins og venjulega byrjaði hún "sönginn" um hvað Íslenska króna væri ómöguleg og það ætti að taka upp annan gjaldmiðil og þá helst EVRU.  Það er alveg merkilegt hvað manneskjan kemst upp með miklar rangfærslur án þess að  gera nokkra grein fyrir því sem hún segir.  Getur verið að viðmælendur séu svo illa að sér í efnahagsmálum og viti það að vegna þess hversu mælsk hún er og óforskömmuð að hún hikar ekki við að "hagræða sannleikanum" og vita að það hefur ekki nokkra þýðingu að vera að andmæla henni á nokkurn hátt.  Og svo kom röksemdafærslan (frekar ætti að tala um STAÐREYNDAVILLUR) alveg á færibandi:

  • Fyrst talaði hún um vaxtastigið í Evrópu og Íslandi þar hófst vitleysan fyrir alvöru.  Hún talaði um að það væru 3,5% vextir i Evrópu, það sér það  hver heilvita maður að land sem er með 15% verðbólgu getur ekki verið með 3,5%vexti og ég átta mig bara ekki á því hvaðan hún fær þessa vaxtatölu því meðaltalsverðbólgan innan ESB landanna er nálægt 5%.
  • Hún sagði að Íslenska ríkið væri að greiða 178 MILLJARÐA í vexti á ári (þetta er alveg rétt hjá henni) en svo kemur bullið EF VIÐ VÆRUM MEÐ EVRU YRÐI VAXTAKOSTNAÐURINN 67 MILLJARÐAR.  Hvernig þessi tala er fengin er alveg með ólíkindum, hún segir að 9,25% geri að greiðslan verði 178 MILLJARÐAR m 3,5% geri 67 MILLJARÐA.  Að bera svona vitleysu fyrir fólk sem er með örlítið meira en ekki neitt í kollinum er móðgun við hugsandi fólk.
  • Svo ætlaði ég að "hnykkja" á því eina ferðina enn að til þess TAKA UPP EVRUNA VERÐUM VIÐ AÐ VERA AÐILAR AÐ ESB.  Síðan þegar við eru orðin aðilar að ESB (sem ég vona að verði aldrei), þá þarf að SÆKJA UM að fá að taka upp EVRUNA, sem ekki er sjálfgefið að við uppfyllum ÖLL þau skilyrði sem sett eru hvað þá aðild varðir. Þegar öll þessi skilyrði væru uppfyllt og allt gengi upp þá er algert lágmark að myndu líða 15 - 20 ár og ég er ekki viss um að hvorki ESB né EVRAN verði til staðar að þeim tíma liðnum.
  • Svo er annað sem þessi ágæta manneskja þarf að hafa í huga, EN GJALDMIÐILL ER BARA GJALDMIÐILL OG ER EKKI MEРSJÁLFSTÆÐA HUGSUN HELDUR STJÓRNAST GENGI HANS AF AÐGERÐUM STJÓRNVALDA Í EFNAHAGSMÁLUM

En svo mætti hún endurskoða orðræðu sína um gjaldeyrismál aðeins og huga að staðreyndum.....

 


mbl.is Upptaka evru markar hnignunina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

HVERS VEGNA SÝNDI HANN ÞÁ EKKI SMÁ MANNDÓM OG LÉT EKKI VAÐA SVONA YFIR SIG EINS OG RAUNIN VAR?????

Hann "reddar" ekki fylgi flokksins með því að viðurkenna að hann hafi látið KÚGA sig og þegar svona kemur upp þá hlýtur formannsferill hans í Framsóknarflokknum að vera undir því að það getur ekki verið að það sé mjög traustvekjandi að formaður stjórnmálaflokks láti "SVÍNBEYGJA SIG" og það sama má segja um Bjarna Benediktsson........


mbl.is Segist ósáttur við ákvörðun Svandísar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

REYKVÍKINGAR MEGA BARA ÞAKKA FYRIR AÐ HANN FERÐAÐIST EKKI MEIRA.....

Þessi maður er alveg ótrúlega mikill hrokagikkur og ég er alls ekki frá því að hann skori hátt sem "NARSISTI" og SIÐBINDINGI.  Og svo eru virkilega einhverjir sem halda að þessi maður eigi eitthvað erindi á Alþingi Íslendinga.....


mbl.is Ferðirnar hefðu getað verið fleiri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ÞETTA ÆTTI NÚ EKKI AÐ KOMA NEINUM Á ÓVART.........

Það  hefði nú komið meira á óvart ef skuldirnar hefðu LÆKKAÐ miðað við hvernig efnahagstjórnuninni er háttað.  Síðast þegar dýralæknir var fjármálaráðherra hér á landi varð BANKAHRUN, hvað ætli gerist núna?  En mér varð nú hugsað til þess hvort þessi forstöðumaður lánamála ríkisins haldi virkilega að allir landsmenn séu hálfvitar eða greindarskertir að mestu leiti, að maðurinn skuli réttlæta þessa aukningu skulda MEÐ ÞVÍ AÐ HAGVÖXTUR HAFI VERIÐ MIKILL SÍÐUSTU ÁRIN.  Maðurinn hlýtur að ger sér grein fyrir því að það er ekki hægt að gera ráð fyrir endalausri aukningu hagvaxtar og auka bara lántökur út á "væntanlegan hagvöxt".  Í hvað ætli allir þessir peningar fari????????


mbl.is Skuldir ríkissjóðs aftur á uppleið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ÉG TRÚI ÞVÍ NÚ EKKI AÐ HÚN FARI AÐ LEGGJA ÞAÐ Í VANA SINN AÐ BRJÓTA LÖGIN VIKULEGA.....

En annars fer nú hver ráðherrann að verða síðastur til að brjóta lögin ef Svandís Svavarsdóttir ætlar að gera alvöru úr því að "SPRENGJA" ríkisstjórnina eftir landsfund VG......


mbl.is „Ég mun ekki skipta mér af þeirra störfum“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

STAÐFESTING Á ÞVÍ AÐ RÁHERRAR VG TELJA SIG HAFNA YFIR LÖG OG RÉTT....

Og það sem er verra almenningur virðistekki hafa nein úrræði til að  koma lögum yfir þetta lið. Þetta staðfestir fréttin sem er bloggað um.....


mbl.is „Gert í andstöðu við forystumenn samstarfsflokkanna“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

VERÐUR ÞETTA EKKI EITT AF ÞVÍ SEM FER Á "AFREKASKRÁ" VG OG VERÐUR TEKIÐ FYRIR Á LANDSFUNDI????

Þarna geta menn séð svo ekki fer á milli mála hversu dýrkeypt það hefur verið fyrir þjóðina að hafa veitt VG brautargengi til að taka þátt í stjórn landsins.  VONANDI VERÐUR ÞETTA TIL ÞESS AÐ FÓLK HUGSI SIG UM TVISVAR EF EKKI OFTAR ÁÐUR EN ÞAÐ VEITIR EINHVERJUM AF ÞESSUM "BAKBORÐSSLAGÍÐFLOKKUM" (VG, Samfylkingu, Viðreisn, Sósíalistaflokknum og Pírötum) ATKVÆÐI SITT Í NÆSTU  KOSNINGUM OG ÞAÐ ÞARF AРGEFA SJÁLFSTÆÐISFLOKKI OG FRAMSÓKNARFLOKKI FRÍ FRÁ PÓLITÍKINNI Í MINNSTA KOSTI EITT KJÖRTÍMABIL.......


mbl.is Milljarða tekjutap af tveggja ára töf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ÞESSI TILLAGA KEMUR BARA EINFALDLEGA OF SEINT FRAM OG GETUR ENGU BJARGAÐ VARÐANDI FYLGI FLOKKSINS........

Forysta VG verður bara að horfast í augu við það að þeir hafa sjálfir, með aðgerðum sínum, komið flokknum á þann stað sem hann er og verða bara að kyngja því.  Sérstaklega hafa aðgerðir "fraukanna" fyrrverandi og núverandi Matvælaráðherra orðrið flokknum dýrkeyptar svo ekki sé talað um fyrrverandi Forsæisráðherra og ekki verður sagt að Félagsmálaráðherra sé saklaus af döpru gengi flokksins.  Það er alveg kristaltært að flokknum verður refsað í næstu Alþingiskosningum og það svo hressilega að hann "DETTUR" af þingi í það minnsta næstu fjögur árin og alveg undir aðgerðum forystunnar komið hvort flokkurinn á afturkvæmt á Alþingi Íslendinga.......


mbl.is Drög að ályktun: VG sprengi ríkisstjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ER ÞAÐ EFTIRSÓKNARVERT AÐ VERA "SKÁSTUR" AF SLÆMU??????

Það kemur hvergi fram hvernig þessi "könnun" var unnin en mín tilfinning er sú að Guðrún Hafsteinsdóttir njóti þess að hún hefur verið styst í starfi af ráðherrum ríkisstjórnarinnar og þar af þekki landsmenn fremur  lítið til hennar og "starfa" hennar, sem eru jú mun minni en ættu að vera OG ÞÁ ER EINFALT AÐ SEGJA AÐ HÚN SÉ EINNA SKÁST AF ÞESSU LIÐI SEM FER MEÐ STJÓRN LANDSINS......


mbl.is Guðrún vinsælasti ráðherrann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

EF ÞETTA RAUNGERIST ÞÁ VERÐUR "BROTTFÖR" BJARNA BEN ÚR PÓLITÍKINNI FREMUR "AUMLEG"....

Og ekki verða "eftirmælin" neitt til að stæra sig af.  En sennilega missir hann ekki svefn fyrir vikið því hann hefur ekkert verið að vinna að hagsmunum flokksins og þá enn síður fyrir þjóðina og hagsmuni lands og þjóðar heldur eingöngu fyrir hagsmuni þröngrar "eiginhagsmunaklíku" og fyrir eigin hagsmuni.  En ætli hann að ljúka ferlinum með því að láta Svandísi Svavarsdóttur "setja á sig þumalskrúfu" og kanna hversu langt hún getur komist með hann þá verð ég að segja að hann kemst ekki mikið lengra í vesaldómnum....


mbl.is Svandís Svavarsdóttir mun pína Sjálfstæðisflokkinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband