Bloggfærslur mánaðarins, september 2024
5.9.2024 | 03:59
VELTUSKATTUR ER ÞAÐ BJARGVÆTTUR OKKAR Í EFNAHAGSMSÁLUM????
Um miðjan sjötta áratuginn var nokkuð mikil vakning hjá Íslenskum stjórnvöldum þess efnis að ganga í ESB (þá EBE). Þáttur í þessu var að Ísland varð, að kröfu ESB að taka upp virðisaukaskatt (en það átti að vera samræmt í öllum ESB-ríkjunum). Hver sem ástæðan var þá létu stjórnvöld fara fram úttekt á fýsileika þess að tekinn yrði upp virðisaukaskattur á Íslandi. Úttektina gerði Jón Sigurðsson, sem síðar varð Efnahagsráðherra á vegum Alþýðuflokksins og enn síðar Seðlabankastjóri, skilaði hann svo þessari skýrslu af sér árið 1971. Þrátt fyrir að margar skýrslur væru unnar og mörg álit skrifuð um virðisaukaskatt, þá var hann ekki innleiddur hér á landi fyrr en árið 1990 (reyndar átti að taka upp virðisaukaskatt með lögum árið 1989, en einhverra hluta vegna var því frestað til 1 janúar 1990) Nú hefur virðisaukaskattskerfið verið við lýði í 34 ár og komin reynsla á að það er MEINGALLAÐ, MJÖG DÝRT Í REKSTRI, AFSKAPLEGA FLÓKIÐ og UNDANÞÁGUR Í ÞVÍ ERU MJÖG MARGAR. Þarna er eingöngu tæpt á helstu ágöllum á virðisaukaskattskerfinu að taka fyrir alla gala og kosti virðisaukaskattskerfisins, væri efni í heila bók auk þess að æra óstöðugan. En nú eru landsmenn búnir að búa við virðisaukaskattkerfið í rúmlega 34 ár og því er með góðu móti hægt að segja að komin sé allnokkur reynsla af því . Sem dæmi má nefna að þeir sem mest höfðu sig í frami gagnavart því að virðisaukaskattkerfið yrði tekið upp fullyrtu að söluskattskerfið, sem þá var í gildi og var tekið upp árið 1960, VÆRI ORÐIÐ GAMALT OG ÚR SÉR GENGIÐ þessi orð voru látin falla árið 1984. En er þá ekki kominn tími til að endurskoða virðisaukaskattkerfið sem er búið að ver við lýði síðan 1990? En hvað ætti þá að koma í stað virðisaukaskattskerfisins? Svarið er einfalt, það er VELTUSKATTUR, þar sem öll fyrirtæki landsins greiddu ákveðna prósentu af veltu fyrirtækisins og væri ENGIN undaþága veitt á því. Þessi prósenta yrði 6,00% og af því leiddi að tekjuauki ríkisins yrðu, miðað við gögn sem ég hef undir höndum milli 60 80 milljarðar ári. Ástæða þess að ég valdi þessa prósentutölu var sú að ríkissjóður er algjörlega tómur og þarf á auknum tekjum að halda, en ef tekjur ríkisins ættu að verða óbreyttar frá því sem þær eru í dag ætti veltuskattsprósentan að vera rétt rúmlega 4,50%. Á þessu sést hversu gífurlega miklu munar um hvert prósentustig.
VIRÐISAUKASKATTUR VELTUSKATTUR ÚRBÆTUR
Virðisaukaskattur skiptist í útskatt og innskatt. Útskattur er sá skattur sem er greiddur af tekjum sem viðkomandi greiðir af þeim tekjum sem hann hefur af starfsemi sinni. En innskattur er það sem viðkomandi fær endurgreitt af hráefniskaupum og öðrum kostnaði sem fellur til vegna starfseminnar. Hér á landi er virðisaukaskatturinn í tveimur þrepum annars vegar 24% og hins vegar 11%, það fer eftir starfsemi viðkomandi fyrirtækis í hvoru virðisaukaskattsþrepinu fyrirtækið lendir. Það fyrirtæki sem er með allar sínar tekjur í 11% þrepinu en hráefniskostnaði og annan rekstrarkostnað í 24% þrepinu, lendir undantekningalaust í því að innskatturinn verður hærri en útskatturinn, það er að segja að fyrirtækið fær endurgreiddan virðisaukaskatt og þá skiptir engu máli hvort hagnaður er af rekstrinum eða ekki. Og svo greiða fyrirtæki sem selja framleiðslu sína erlendis ekki virðisaukaskatt en þau fá greiddan innskatt af hráefniskostnaði sínum og öðrum rekstrarkostnaði, til dæmis fékk stóriðjan í landinu endurgreiddan VSK 56,573 milljarða á virði ársins 2011, á núvirði, reiknað í byrjun febrúar 2023, 105,732 milljarðar. Veltuskattur er, eins og nafnið gefur til kynna, skattur sem er lagður á sem hlutfall af veltu (verð x magn). Einungis er sá skattur í einu þrepi og engar undanþágur eru, þetta gerir það að verkum að eftirlit er fremur einfalt og þar af leiðandi er minni hætta á að kerfið verði misnotað. Eins og áður hefur komið fram, þá er munurinn á að reka þessi tvö kerfi alveg gríðarlegur og kannski vegna þess má reikna með að gífurleg andstaða verði við að leggja virðisaukakerfið niður og taka upp veltuskatt, því það er nokkuð ljóst að starfsmönnum við eftirlit myndi fækka nokkuð mikið, svo er það mjög viðkvæmt vegna þess að VSK er eitt af skilyrðunum fyrir ESB aðild og eitt af grunnskilyrðum fyrir EES samningnum. En sjái stjórnvöld að ekki sé grundvöllur fyrir því að leggja VSK niður og taka upp veltuskatt, þá verður að gera breytingu virðisaukaskattlögunum og setja í LÖG að ekkert fyrirtæki eða einstaklingur fái meira greitt úr virðisaskskattkerfinu enn hann hafi greitt i það. Það gefur auga leið að þegar skattþrepin í virðisaukaskattinum eru þrjú eins og er hér á landi (0% skatturinn er líka þrep, þá er 11% þrep og síðast er 24% þrep). Það er ekki bara stóriðjan sem fær endurgreiddan VSK (þótt vissulega fái hún mest), útgerðin fær nokkuð mikið, ferðaþjónustan er mjög stórtæk og svo er bókaútgáfa með nokkuð mikið. Það er nokkuð augljóst að fyrirtæki sem eru með sínar tekjur í 11% og kostnaðinn í 24%, fær verulega endurgreidd úr VSK kerfinu og ég tala nú ekki um þá sem hafa tekjur sínar í 0%. EN TIL ÞESS AÐ FÁ SVIPAÐAR TEKJUR OG TEKJUAUKA ÚT ÚR VSK KERFINU OG AÐ VERA MEÐ VELTUSKATT ÞYRFTI AÐ VERA MEÐ EITT VIRÐISAUKASKATTSÞREP AÐ UPPHÆÐ 11%. EN YRÐI VSK ENN OFANÁ YRÐI AÐ FÆKKA UNDANÞÁGUM Í VSK KERFINU VERULEGA MIKIÐ OG ÞAR MEÐ AÐ EINFALDA ÞAÐ MIKIÐ.
ÞEGAR KOMIÐ ER Í LJÓS AÐ SAMNINGURINN UM EES ER FARINN AÐ VALDA LANDINU VERULEGUM FJÁRHAGSLEGUM SKAÐA AUK ALLS ANNAR SKAÐA SEM HANN ER FARINN AÐ VALDA ÞÁ ER TÍMI TIL ALVARLEGRAR ENDURSKOÐUNAR OG JAFNVEL AÐ SEGJA SAMNINGNUM UPP. AF ÞESSU TILEFNI ER RÉTT AÐ RIFJA ÞAÐ UPP AÐ KANADA GERÐI TVÍHLIÐA SAMNING VIÐ ESB, SEM VAR MUN HAGKVÆMARI FYRIR ÞÁ EN EES SAMNINGURINN ER OKKUR OG Í OFANÁLAG ÞURFA KANADAMENN EKKI AÐ TAKA UPP NEINAR ESB REGLUGERÐIR. EN YRÐI ÞETTA NIÐURSTAÐAN ÞÝÐIR ÞAÐ UPPSÖGN EES SAMNINGSINS ÞVÍ FORSENDAN FYRIR ÞVÍ AÐ ÍSLENDINGAR TÓKU UPP VIRÐISAUKASKATT Á SÍNUM TÍMA VAR AÐ UM VAR AÐ RÆÐA AÐ ÖLL AÐILDARRÍKI OG ÞAR AF LEIÐANDI UMSÓKNARRÍKI ESB SKYLDU HAFA TEKIÐ UPP SAMRÆMT VIRÐISAUKASKATTSKERFI....
3.9.2024 | 20:46
EF ÞAÐ ERU VIRKILEGA EINHVERJIR SEM HALDA AÐ HÚN GETI "BJARGAÐ" SJÁLFSTÆÐISFLOKKNUM ÞÁ VAÐA ÞEIR Í VILLU OG SVIMA..
Hún virðis ekki einu sinni geta sinnt starfi sínu sem Dómsmálaráðherra skammlaust - hvað þá að hún geti verið formaður flokksins....
![]() |
Ekki að heyra þetta í fyrsta sinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
3.9.2024 | 06:42
KEMUR ÞAÐ EINHVERJUM Á ÓVART????????
Ég man ekki eftir nokkrum sköpuðum hlut sem þessi maður hefur "GERT" af viti í ráðherratíð sinni, hann hefur jú verið nokkuð duglegur að skrifa undir hinar ýmsu "viljayfirlýsingar" og er það allt saman varðveitt í skjalageymslum hinna ýmsu fjölmiðla. Hann er jú nokkuð vel máli farinn og virðist ganga ágætlega við að sannfæra fólk um að honum sé fúlasta alvara og meiningin sé góð, en það er víst einkenni þeirra sem eru "SIÐBLINDIR". Ég "datt" niður á það að hlusta á viðtal við hann á Útvarpi Sögu SJÁ HÉR, um daginn og fannst mér þetta viðtal nokkuð lýsandi fyrir hann..........
![]() |
Grunnskólarnir byrjaðir en ekkert bólar á aðgerðum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2.9.2024 | 10:56
AUÐVITAÐ EKKI - HÚN ER HLUTI AF VANDANUM OG Á AÐ LÁTA SIG HVERFA HVAÐ SEM BJARNI GERIR...
Bara það að hún skyldi ekki standa í lappirnar í "HVALAMÁLINU" svokallaða í fyrra og þar með að kæra sig kollótta um hagsmuni síns kjördæmis, ætti að vera næg ástæða til þess að hún láti sig hverfa af vettvangi stjórnmálanna....
![]() |
Fer ekki fram gegn Bjarna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)