Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2025
6.1.2025 | 13:40
STRANDVEIÐAR.......
Ég get tekið undir hvert orð sem þarna kemur fram. Svo er eitt mál, sem hefur verið alveg ótrúleg andstaða við á Alþingi og þá sérstaklega hjá fyrrverandi stjórnarflokkum (reyndar hjá stærstum hluta Alþingismanna, hvernig í ósköpunum sem getur staðið á því), EN ÞAÐ ER AÐ GEFA HANDFÆRAVEIÐAR ALVEG FRJÁLSAR. Þá koma ráðamenn og taglhnýtingar SFS og segja: af hverjum á þá að TAKA þann kvóta? Svarið er ÞAÐ ÞARF EKKI AÐ TAKA ÞANN KVÓTA AF NEINUM. Ég hef áður talað um það að stofnstærðarmælingarnar hjá HAFRÓ eru ekki nein MERKILEG VÍSINDI og engin einasta ástæða til að fara að veiðiráðgjöf þeirrar stofnunar upp á kíló (Ég nenni ekki að fara yfir þessar aðferðir hjá HAFRÓ við að stofnstærðarmælingarnar, því ég er svo oft búinn að tala um þetta). Veiðigeta þeirra sem stunda handfæraveiðar er mjög sennilega ekki meiri en um það bil 40.000 tonn á ári án þess að nokkrar takmarkanir séu settar þar á (takmarkanir þarf reyndar að setja á fjölda báta stærð þeirra og annað). En veðráttan og fleira setur á takmarkanir. Svo þarf að taka af margar takmarkanir sem hafa verið settar á vegna strandveiða til dæmis þetta er þessi "forsjárfasismi" sem er í gangi í strandveiðunum alger PLÁGA og stórskaðar þessa atvinnugrein. Að þeir megi ekki veiða nema eitthvað ákveðið magn í hverri veiðiferð er alveg FÁRÁNLEGT, suma daga veiðist vel og svo er ekkert að fá aðra daga, þannig er það bara. Þá er eitt mál, ÞAÐ AÐ AÐEINS MEGI VERA EINN MAÐUR Á ÞESSUM STRANDVEIÐIBÁTUM ÆTTI HREINLEGA AÐ BANNA, ef eitthvað kemur uppá þar sem einungis er einn maður á bát getur sá maður ENGA BJÖRG SÉR VEITT, ÞETTA ER EINFALDLEGA ÖRYGGISATRIÐI.
Með ráðstöfun af þessu tagi væri komið í veg fyrir að kvóti safnist til örfárra aðila, endurnýjun innan greinarinnar ætti að vera möguleg og einnig að byggð myndi lítið sem ekkert raskast en gæti styrkst aftur. Með því að nota þessa aðferð við veiðistjórnunina væri komið í veg fyrir svokallað kvótabrask og fiskvinnslan í landi gæti sérhæft vinnslu sína.
Það hefur mikið verið rætt um það að útgerðin gæti ekki greitt fyrir veiðiheimildirnar, þetta er náttúrulega bull og ekkert annað. Ég veit ekki um neina atvinnugrein, sem ekki þarf að greiða fyrir hráefnið í lokaframleiðslu sína. Að sjálfsögðu á útgerðin að greiða eitthvað fyrir hráefnið og ekki væri óeðlilegt að 15 - 20% af lönduðum afla færi í svokallað veiðigjald hvort sem um er að ræða afla af togurum, línskipum, netabátum handfærabátum eða öðrum veiðum og kæmi þá í ljós hvaða veiðar væri hagkvæmast að stunda.....
Þetta er svo mikil bull umræða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Enda var hún að "vinna" þar innan dyra á sínum tíma og mér skilst að þar hafi mér skilst að það hafi verið eitt af fyrstu launuðu störfum hennar og miðað við störf hennar seinna meir, er ekki að sjá að mikilvægi RÚV hafi neitt minnkað í hennar augum í gegnum tíðina. Og ekki virðist hún hafa orðið neitt víðsýnni með tímanum. Og það er mun fleira sem væri full ástæða til að skoða: Hvernig væri til dæmis að skoða þennan EINHLIÐA fréttaflutning af átökunum á Gaza? Sem dæmi er hægt að nefna að það var MIKIÐ mál að Palestínumenn VORU DREPNIR (það er bara þannig að í stríðsátökum FALLA menn en eru ekki DREPNIR) þegar fjórir gíslar voru frelsaðir úr höndum Hamas. En það er EKKERT fjallað um það að þessir vesalingar í HAMAS FELA SIG í "ormagöngum" undir Sjúkrahúsum og flóttamannabúðum. Þetta verður til þess að mannfall almennra borgara á Gaza verður mun meira fyrir vikið. Það er talið að milli 90-95% almennra borgara sem FALLA á Gaza séu KONUR og BÖRN EN HVAR HALDA KARLMENNIRNIR SIG? Jú þeir eru öruggir í "ormagöngunum", svo þegar árásin er yfirstaðin þá skríða mennirnir upp úr "ormagöngunum" og og eru grátandi og kveinandi yfir því að konan og börnin hafi fallið (verið drepin) í árás Ísraelsmanna. EKKI ER VERIÐ AÐ FJALLA UM ÞAÐ Á RÚV OG FLEIRI MIÐLUM AÐ HAMAS HAFI KALLAÐ ÞESSI ÁTÖK YFIR ÍBÚA GAZA OG STUÐLI AÐ ÞESSI ÁTÖK BREIÐIST YFIR Á VESTURBAKKANN OG TIL FLEIRI SVÆÐA Í MIÐAUSTURLÖNDUN. ÞARF EKKI AÐ FARA AÐ SKOÐA FJÖLMIÐLAFLÓRUNA HÉR Á LANDI OG HVAÐA FRÉTTUM ER VERIÐ AÐ "MATA" ALMENNING Á, KANNSKI ÆTTI FÓLK AÐ FARA AÐ VELTA FYRIR SÉR HVERJIR ÞAÐ ERU SEM "MATREIÐA FRÉTTIRNAR" FRÁ GAZA OFAN Í VESTURLANDABÚA. ÞAÐ ER FULL ÁSTÆÐA TIL Ð FÓLK GERI SÉR GREIN FYRIR ÞVÍ AÐ ÞAÐ ERU ALLTAF FLEIRI EN EIN HLIÐ Á ÖLLUM MÁLUM.....
Þessum hryllingi verður að linna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
4.1.2025 | 17:38
HÚN GETUR EKKI VERIÐ ELSTA MANNESKJA HEIMS EF HÚN ER LÁTIN.....
Ég held að blaðmenn og fréttamenn yfirleitt verði eitthvað að fara að endurmeta MÁLFARSNOTKUN SÍNA........
Elsta manneskja heims látin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
4.1.2025 | 13:09
EN VERÐUR EITTHVAÐ GERT MEÐ ÞESSAR TILLÖGUR?????????
Það er alveg vitað mál að það er mikil "PÓLITÍSK" andstaða við ALLAR breytingar við það sem einu sinni er búið að koma á og bara það segir að megnið af tillögunum "VERÐI ANDVANA FÆDDAR" og allt þetta verkefni falli um sjálft sig. Og hefur ekkert í för með sér nema AUKINN kostnað fyrir ríkissjóð......
Sannfærð um að gullmolar leynist í tillögunum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.1.2025 | 13:48
SVONA FRÉTTIR GEFA LÍFINU GILDI..........
Og sannfærir mann um að eitthvað gott sé eftir í heiminum.....
Átti draumadag á Anfield | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
1.1.2025 | 19:48
NÚ ER "MÆLIRINN" MIKIÐ MEIRA EN FULLUR..........
Hvernig stendur eiginlega á því að þessum fávita er ekki vísað beinustu leið úr landi, þess í stað er hann bara færður til yfirheyrslu og bara klappað á bakið á honum og að hann megi þetta nú eiginlega ekki og verði að lofa því að gera þetta ekki aftur. Ég er ansi hræddur um að það yrði ekki tekið á okkur með einverjum "silkihönskum ef við höguðum okkur svona fyrir utan mosku í íslömsku ríki..................
Hrinti og hrækti á fólk við Hallgrímskirkju | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)