Færsluflokkur: Bloggar
13.7.2024 | 10:21
EIGUM VIÐ ÞÁ VON Á ENN STÆRRA GOSI NÆST OG VITA MENN NOKKUÐ HVAR ÞAÐ KEMUR UPP????????
Svona með nokkurri vissu og eru menn eitthvað farnir að undirbúa sig??? Verður heitavatnslögin áfram óvarin og hvernig er með rafmagnið og Reykjanesbrautina og margt fleira????? Sem betur fer er hásumar núna og húsin verða ekki jafnköld og í vetur, þegar heitvatnslögnin fór síðast undir hraun, en það er að mörgu að huga en það er VÍST OF SEINT AÐ FARA Á KLÓSETTIÐ ÞEGAR BÚIÐ ER AÐ DRULLA Í BUXURNAR..........
Landris helst áfram stöðugt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.6.2024 | 09:57
GOTT AÐ ÞETTA MÁL LEYSTIST AÐ LOKUM MEÐ NOKKUÐ FARSÆLUM HÆTTI.........
En á þeim langa tíma sem þetta "mál" hefur staðið yfir, er gjörsamlega búið að eyðileggja líf mannsins og ég bara hreinlega neita að trúa því að hann verði bara dæmdur til fangelsisvistar í þann tíma sem hann hefur verið frelsissviptur til dagsins í dag og þar með sé nú bara málið úr sögunni. Maðurinn hefur misst heilsuna og ég held að ENGINN viti hvaða áhrif þetta mál hefur haft á hann SÁLRÆNT en því miður held ég að maðurinn sé bara "ÓNÝTUR" eftir þessa áralöngu meðferð sem hann hefur hlotið..........
SÞ fagna lausn Assange | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.6.2024 | 02:31
PIPARÚÐA ER SÍÐUR EN SVO BEITT ÁN ÁSTÆÐU........
Kunningi minn var staddur þarna á Austurvelli, á þeim tíma sem var hvað heitast í kolunum og satt best að segja var hann bara hissa á þeirri þolinmæði sem lögreglan hafði fyrir þessu liði og þeim "dólgshætti" sem það sýndi af sér, áður en farið var út í aðgerðir. Hann sagðist ekki hafa séð neitt "FRIÐSAMLEGT"í hátterni þessa liðs og eins og áður sagði þá var hann hissa á þeirri þolinmæði sem lögreglan sýndi þessu liði. KANNSKI ER ÞETTA LIÐ KOMIÐ MEÐ EINHVERJA NÝJA SKILGREININGU Á ÞVÍ HVAÐ SÉU "FRIÐSAMLEG MÓTMÆLI"??????
Lögreglan beitti piparúða á mótmælendur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
5.6.2024 | 06:55
HVAÐ HEFUR EIGINLLEGA ORÐIÐ UM HLÝNUNINA AF MANNAVÖLDUM????
Vissulega eiga sér stað MIKLAR veðurfarbreytingar sér stað á jörðinni. Jöklar bráðna á BÁÐUM skautum jarðar (Norður- og Suðurskauti jarðar) en þessir "loftslaghlýnunartrúðar" tengja þessar veðurfarsbreytingar EKKERT við FÆRSLU segulpólanna. Þegar ég stundaði nám við Stýrimannaskólann í Reykjavík (1980-1981), var Norðurskaut SEGULPÓLSINS um það bil 5° í vestur og var búinn að vera þar svo árhundruðum skipti og var sveiflan aldrei meiri en 3-5° (sem þýðir að segulskekkjan var 5 gráður í mínus frá reiknuðum pól, sem er Norðurpóllinn). Ég er ekki alveg með nákvæma tölu um stöðu segulpólsins í dag en síðast þegar ég athugaði var hann í suðaustur af reiknaða Norðurpólnum (sem þýðir að hann er í um það bil 3-5 gráðum í plús, frá reiknuðum pól). Síðast þegar ég athugaði þá voru farnir að myndast jöklar, þar sem segulpóllinn er staddur og Grænlandsjökull bráðnar hratt og svo hlýnar mikið þar sem segulpóllinn var staddur áður en kólnar aftur á móti mikið þar sem segulpóllinn er staddur núna og í kringum þá staði þar sem hann er staddur þá stundina. Vísindamenn sem hafa fylgst með þessu flakki segulpólsins telja það að hann komi til með að enda í Indlandshafi, sem þýðir að stór hluti Asíu verður óbyggilegur vegna kulda og hvað ætla "loftslagstrúðarnir" þá að gera þegar flóttamannavandinn hefst og þeir verða búnir að eyða alveg gígantígskum fjárhæðum í að moka ofan í skurði og greiða stórfé til einhverra "loftslagsgúrúa" í formi sjóða sem svo hverfa í einhver "loftslagsský" út í heimi????????
Snjór og túnin kalin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
17.5.2024 | 07:27
TIL HAMINGJU MEÐ DAGINN NORÐMENN, HEIMA OG AÐ HEIMAN.........
Ég hef orðið þess heiðurs aðnjótandi, að vera staddur út í Noregi á 17 maí, nánar tiltekið í Kristiansand í suður Noregi. Það mikil hátíðarstemming og allir voru uppáklæddir og allir sem gátu skörtuðu þjóðbúningum eða "bunad" eins og fatnaðurinn hét á máli Norðmanna. Allt var mjög hátíðlegt skrúðgöngur og öll hátíðarhöld sem hægt var að hugsa sér og greinilegt að þetta var mjög stór dagur í huga ALLRA Norðmanna. Það var mikill munur að vera í Noregi á 17 maí eða á Íslandi 17 júní. Í Noregi finnur maður og sér hversu stór og mikill þessi dagur er hjá Norðmönnum en á Íslandi liggur við að þetta sé bara næstum eins og hver annar dagur, kannski er það vegna þess að Norðmenn hafa misst sjálfstæði sitt og vita hvers virði það er????????
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
25.4.2024 | 06:01
GLEÐILEGT SUMAR........
Veðrið eins og það er núna gefur góð fyrirheit og ekki ástæða til annars en að vera bjartsýnn á framhaldið.....
Lokanir í miðbænum á sumardaginn fyrsta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
6.4.2024 | 13:04
WOKE-VINNUBRÖGÐ OG RÍKJANDI LÖGUM SÝNDUR FINGURINN........
Enda ekki við öðru að búast þar sem Helga Vala kemur að málum, svosem ekki við því að búast að hún sýni RÍKJANDI LÖGUM eða nokkru öðru VIRÐINGU svo óforskömmuð sem hún er........
Lögregla hefur hætt rannsókn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
4.4.2024 | 09:47
VERÐUR TEKIÐ Á "ÖLLUM" LÖGBROTUNUM Í ÞESSU MÁLI??????
Þær vildu ekki viðurkenna að þær hefðu greitt "lausnargjald" til Hamas til þess að fá þess Palestínumenn frá Gaza OG ÞANNIG GERST SEKAR UM AÐ BRJÓTA LÖG UM FJÁRMÖGNUN HRYÐJUVERASTARFSEMI OG AÐ LEGGJA STUND Á PENINGAÞVÆTTI, fyrir utan að brjóta lög um fjársafnanir. Það verður fróðlegt að vita hvernig þær útskýra ráðstöfun þessara 30 MILLJÓNA, sem þær söfnuðu á ólöglegan hátt á mjög stuttum tíma.....
Forystukonur fjársöfnunar kærðar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
26.3.2024 | 09:15
ÞETTA SAGÐI KATRÍN LÍKA UM KJÖR ALDRAÐRA OG ÖRYRKJA ÁRIÐ 2017..........
Og þeir bíða enn. Svo er stríð á GAZA og ég geri ekki lítið úr þeirri neyð sem þar er en það breytir því ekki að ÞAÐ VIRÐIST VERA KATRÍNU "TAMT" AÐ NOTAST VIÐ SVONA GILDISHLAÐIN ORÐATILTÆKI. Ekki virtist vera mikið á bakvið þessi orð hennar árið 2017. ÞVÍ ÆTTU ÞESSI ORÐ HENNAR AÐ VERA EITTHVAÐ MARKTÆKARI NÚNA ÁRIÐ 2024???????????
Katrín segir að ekki sé hægt að bíða lengur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
20.3.2024 | 10:33
VORU SÍMAR EINHVERN TÍMA LEYFÐIR I LEIGUBÍLAPRÓFUM????????
Ég veit ekkli til þess að SVINDL Í PRÓFUM, af nokkru einasta tagi, hafi verið "LEYFT" í gegnum tíðina.....
Símar bannaðir í leigubílaprófum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)