Færsluflokkur: Bloggar
3.3.2019 | 10:01
HVAÐA GRÍN? ÞETTA ER EKKERT FYNDIÐ - Í HÆSTA MÁTA HLÆGILEGT....
Þegar þetta er skrifað, er ljóst að þessi hörmung að þessi HÖRMUNG, verður framlag Íslands í Eurovision þetta árið. Og ég sem hélt að þjóðin hefði eitthvað lært um skopskyn Evrópubúa, þegar Silvía Nótt, var send út hérna um árið? En eitt er þó gott við þetta EUROVISION VERÐUR EKKI HALDIN HÉR Á LANDI NÆSTA ÁR........
![]() |
Grínið sigrar á Twitter |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.2.2019 | 21:33
SAT FORSÆTISRÁÐHERRA ÍSLANDS FYRIR VIÐ GERÐ ÞESSARAR BRÚÐU????
En hver sem fyrirmyndin hefur verið þá eru þessar tvær alveg ótrúlega líkar að mörgu leiti ef ekki flestu.............
![]() |
Brúða hvetur börn til skaðlegrar hegðunar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
22.2.2019 | 16:10
EKKI ÞROSKAST ÞETTA LIÐ MEÐ ALDRINUM......
Það hafa komið út margir hillumetrar af skýrslum, sem sýna framá að hvalveiðar hafa ENGIN áhrif á komu ferðamanna til landsins og meira að segja eru einhverjar þessara skýrsla, sem vilja ganga svo langt að halda því fram að hvalveiðar auki áhuga manna á að ferðast hingað til lands. En hvalaskoðunarfólk hefur haft horn í síðu hvalveiða alveg frá því að hvalaskoðun hófst og þetta lið hefur svo mikla "rörsýn" á hlutina að endurskoðun á málefnum er ekki til í þeirra huga og fyrr frýs í helvíti en að þessir aðilar geti hugsað sér að breyta neinu í þeim efnum......
![]() |
Berja hausnum við steininn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (25)
20.2.2019 | 08:41
GRÆNIR SKATTAR - GRÆN SKULDABRÉF - "ALLT ER VÆNT SEM VEL ER GRÆNT"
En hversu lengi ætla menn að láta taka sig í ra....... með þessu "græna" blaðri? Halda menn virkilega að það MINNKI eitthvað mengunin með því að settir verði á einhverjir GRÆNIR SKATTAR? Besta dæmið er náttúrulega kolefnisskatturinn, sem er lagður á bifreiðaeigendur og hvað verður eiginlega um þessa "grænu skatta"? Fara þeir bara í "hítina" sem fer óðum stækkandi og dafnar eins og púkinn á fjósbitanum. Og nú eru komin fram á sjónarhornið "Græn Skuldabréf". Auðvitað reikna menn með því að útboðið gangi betur ef þetta GRÆNA nafn er notað. ERU ENGIN TAKMÖRK FYRIR VITLEYSUNNI SEM MENN LÁTA BJÓÐA SÉR?????
![]() |
Græn skuldabréf fyrir 3,5 milljarða |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.2.2019 | 09:45
NEITUNARVALD FORSETA ÍSLANDS VAR EKKI HELDUR SKÝRT Á SÍNUM TÍMA...
En til þess að fá úr þessu skorið þarf að láta reyna á ákvæðið. Ef Ólafur Ragnar hefði ekki látið á þetta reyna á sínum tíma væru menn enn að deila um það hvort 26 grein stjórnarskrárinnar væri gild. Sama er sjálfsagt hægt að segja um þetta mál hjá Trump........
![]() |
Lagaheimild forsetans ekki skýr |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.2.2019 | 18:28
ÞETTA OG OF MIKILL FARÞEGAFJÖLDI HEFUR VERIÐ STÓRT VANDAMÁL Í "HVALASKOÐUNARBRANSANUM" FRÁ UPPHAFI
En það hefur ekki mátt minnast á þetta. Ég hef oft fylgst með ýmsum hvalaskoðunarbátum fara úr höfn og oft á tíðum hefur fólkið verið eins og síld í tunnu og ekki möguleiki að koma einum einasta manni í viðbót um borð. Báturinn er svo "svagur" með allt þetta fólk um borð, þegar öll þessi þyngsli eru kominn fyrir ofan sjólínu er nokkuð augljóst að þyngdarpunkturinn er kominn ansi ofarlega (jafnvel lengst upp í mastur). Þá er komið að alvarlegasta hlutnum; ER TIL BJÖRGUNARBÚNAÐUR FYRIR ALLA UM BORÐ EF EITTHVAÐ KEMUR UPPÁ??? Eins og segir í meðfylgjandi frétt. þá hafði báturinn leyfi fyrir 12 farþegum en var með 27. Semsagt hafa sennilega eingöngu verið 12 flotgallar um borð. Hvað hefðu þeir 15 sem voru eftir átt að gera?????? Það er full ástæða til að taka hart á þessum málum því slysin gera sjaldan boð á undan sér.................
![]() |
Fór ítrekað yfir leyfilegt farsvið sitt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.2.2019 | 16:50
HVERS VEGNA VAR EKKI FENGIN MANNESKJA, SEM EKKI HAFÐI FYRIRFRAM MYNDAÐ SÉR SKOÐUN Á MÁLINU, TIL AÐ VERA SPYRILL??
Fanney Birna, var engan veginn starfinu vaxin og stóð sig bara virkilega illa í því að "sauma að Jóni Baldvini í Silfrinu í dag. Hún spurði hann spurninga og gerði það svo ítreka, þegar hann var byrjaður að svara, að grípa fram í fyrir honum og kom þá með aðrar spurningar. Einnig gerði hún það ítrekað að slá fram efasemdum um svör hans, eins og hún hafi verið búin að ákveða það fyrirfram að svör hans væru ekki í samræmi við það sem hún var búin að ákveða að ætti að vera. Það er vonandi að RÚV fari nú að taka sér tak og haga vinnunni við dagskrárliðina í samræmi við það hlutverk sem stofnunin hefur gagnvart þjóðinni og gæti þess hlutleysis sem á að gera samkvæmt lögum......
![]() |
Heimsóknin hafi verið sviðsett |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Líta menn virkilega á þessa aðgerð til að laga þann vanda sem er uppi í húsnæðisvandanum á höfuðborgarsvæðinu? Hugsið málið aðeins betur. "Svört" útleigustarfsemi kemur til með að stóraukast, rými sem ekki eru ætluð til búsetu verða "útbúin" til útleigu og eins og fram kemur í fréttinni þá aukast nágrannaerjur og bílastæðavandi eykst, sem er þó nægur fyrir........
![]() |
Aukaíbúðir gætu ýtt undir nágrannaerjur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þessa "dýrmætu" hríslur, sem eiga að vera með þann "status", hjá einhverjum aðilum, að ef verður hreyft við þeim fari bara öll byggð á Vestfjörðum ef ekki á landinu öllu, í eyði en sjást ekki á þessari mynd. Þetta mál er alveg er alveg með ólíkindum, hvernig getur það átt sér stað að TVEIR SUMARBÚSTAÐAEIGENDUR GETI HALDIÐ HEILUM LANDSFJÓRÐUNGI Í GÍSLINGU Í ÁRATUGI? Og ekki nóg með það heldur geta þeir virkjað heilt sveitarfélag til að "vinna" fyrir sig til að tefja málið enn frekar, en sennilega eru þetta "dauðateygjurnar" við að tefja framgang þessa máls.........
![]() |
Hafi sætt ofbeldi, ofsa og yfirgangi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
19.1.2019 | 12:02
ÞETTA ERU MJÖG DÆMIGERÐ VIÐBRÖGÐ OG SÝNIR HVERSU MIKIL MÁLEFNAFÁTÆKTIN ER HJÁ ÞESSU FÓLKI....
Ég er búinn að fara nokkuð vel yfir þessa skýrslu og get ekki betur séð en að til dæmis sé gagnaöflun til mikillar fyrirmyndar og úrvinnsla þeirra einnig. Hvergi hef ég orðið var við áróður heldur er aðeins verið að vinna með staðreyndir og útfrá því sem staðreyndir segja, þá eru dregnar fram niðurstöður. Hvergi gat ég séð að fjallað væri um náttúruverndarsamtök eins og "hryðjuverkasamtök" eins og FORSÆTISRÁÐHERRA, UMHVERFISRÁÐHERRA OG FORMAÐUR SAMTAKA HVALASKOÐUNARFYRIRTÆKJA héldu fram og finnst mér að þessir aðilar eigi að biðjast afsökunar á ummælum sínum. Mín niðurstaða eftir að hafa lesið yfir skýrsluna er að hún byggi á staðreyndum og að sú gagnrýniá hana sem komið hefur fram, sé alveg úr lausu lofti gripin og sé frekar vitni um aumkunarvert rökþrot þeirra aðila sem hafa hana uppi......
![]() |
Illa rökstudd áróðursskýrsla |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)