Færsluflokkur: Bloggar

TÍMI TIL KOMINN......................................

En það var ekki fyrr en þeir hjá Alþjóða Hvalveiðiráðinu (IWC) gerðu sér grein fyrir því að IWC hafði þróast út í það að vera "hvalverndarráð", var orðið óstarfhæft og komið langt frá sínu upphaflega markmiði, sem var að stuðla að "skynsamlegri" nýtingu hvalastofnanna, að reynt var að klóra í bakkann og gera eitthvað sem vit var í.  Ekki veitir okkur af gjaldeyristekjunum sem skapast af þessum veiðum svo ég ali nú ekki um ef Heilög Jóhanna og Steingrímur Joð ætla að láta undan kúgunum Breta og Hollendinga með Ices(L)ave, eins og allt útlit er fyrir.
mbl.is Hvalveiðibanni aflétt?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"UMHVERFIS-AYATOLLARNIR" LÁTA EKKI DEIGAN SÍGA.................................

Það eru til fleiri hundruð og fimmtíu skýrslur og rannsóknir sem sýna það að offjölgun hvala er að verða mikið vandamál á flestum hafsvæðum heims en enn er verið að "berjast" gegn hvalveiðum vegna þess að mörg svokölluð náttúruverndarsamtök "gera út" á þetta og þessi vitleysa er þeirra eina tekjulind.  Þannig að ef þessari "baráttu" yrði hætt þurfa nokkur samtök að verða sér út um nýtt lifibrauð.
mbl.is Hótun Ástrala er innistæðulaus
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"STUTTBUXNASTRÁKARNIR " VIRKJAÐIR AF LÍÚ OG TAGLHNÝTINGUM ÞEIRRA!!!!!!

Þó ekki sé ég fylgjandi hinni svokölluðu fyrningarleið (sé ekki að hún geri breytingar á núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi eða bæti það á nokkurn hátt), þá blöskrar mér svo gjörsamlega sá skotgrafahernaður og "harka" sem hefur einkennt umræðinu um þessar fyrirhuguðu "breytingar".  Sérstaklega er harkan mikil í röðum útgerðarmanna og ekki verður betur séð en að LÍÚ ætli sér að reka mikinn HRÆÐSLUÁRÓÐUR og nota ÖLL meðul til þess að reyna að koma í veg fyrir nokkrar "BREYTINGAR" á þessu handónýta fiskveiðistjórnunarkerfi okkar, sem er búið að leggja landsbyggðina í rúst og er að verða búið að "rústa" landinu.  ÞETTA ER HAGSMUNAGÆSLA SVO UM MUNAR.
mbl.is Félag gegn fyrningarleið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ER ÞAÐ EINHVER SPURNING???????

Þurfa ekki allir að una niðurstöðu Hæstaréttar, þar sem um er að ræða lokastig dómskerfisins hér á landi?????  Menn geta reynt að fá mannréttindadómstólinn í Strassborg til að taka málið upp en með dómi Hæstaréttar er málinu talið lokið á Íslandi.
mbl.is Una niðurstöðu Hæstaréttar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"HÓFLEGA DRUKKIÐ VÍN GLEÐUR MANNSINS HJARTA"!!!!!!!!

Eins og er nú gott að geta leift sér það að setjast niður með koníaksglas og láta hugann reika er það fólk alveg ótrúlega margt sem ekki getur veitt sér þennan unað vegna þess að áfengið hefur tekið stjórnina á þeirra lífi, þar sannast hið fornkveðna: "Bakkus er góður þjónn en harður húsbóndi".  Fyrir þessu fólki er áfengið SPILLIEFNI en fyrir þá sem geta umgengist það án vandræða getur það verið "gleðigjafi".  Eitt sinn sagði við mig vinur minn, sem er alkóhólisti, -"Þú átt við mög alvarlegt áfengisvandamál að stríða, þú getur átt sömu vínflöskuna í tvo til þrjá mánuði - þetta kæmi ALDREI fyrir MIG".
mbl.is Áfengi sem spilliefni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ÞARNA ER SKO ÁKVEÐIN MANNESKJA Á FERÐINNI...........

Hennar ferill er EKKI Á NOKKURN HÁTT MINNA MIKILVÆGUR EN EIGINMANNSINS og eins og hún segir þá er stutt á milli landanna og ef fólk ætlar sér að láta "fjarbúð" ganga upp þá gengur hún upp.  Hún er dæmi um sterka og ákveðna konu sem vinnur vel að markmiðum sínum og vonandi gengur henni sem allra best með sín áform í framtíðinni.
mbl.is Ásdís Rán áfram í Búlgaríu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

MIKÐ ER NÚ GOTT AÐ "RÍKISSTJÓRN FÓLKSINS" ER EKKI AÐ KEPPA Á VETRARÓLYMPÍULEIKUNUM.....

þá yrði "þjóðarstoltið" líklega fyrir áföllum.........................................
mbl.is Margir falla á lyfjaprófi fyrir vetrarólympíuleikana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

HVER ER ÁSTÆÐAN???????????

Ekki er með góðu móti hægt að segja að aðgerðir/aðgerðaleysi stjórnvalda eigi þarna þátt að máli en vissulega hefur lágt gengi hjálpað fiskvinnslunni mikið og eins og fram kemur í fréttinni, þá er ýsuaflinn aðeins svipur hjá sjón, en stærsti hluti óunnins útflutts fiskjar hefur hingað til verið ýsa.  En enn er mikið starf óunnið því mikið magn af fiski fer héðan til fullvinnslu og má þar nefna ALLAN fisk af frystitogurunum, en hann er allur unninn í neytendapakkningar af Bretum og eitthvað af Frökkum og Þjóðverjum.  Þá er ég nokkuð smeykur við þann fisk sem fellur til vegna "strandveiðanna" því á þeim tíma, sem þær standa yfir, eru sumarfríin í hámarki og hætt er við því að þá aukist útflutningur á óunnum fiski, en vonandi er þetta bara vænisýki í mér.
mbl.is Dregur úr útflutningi á óunnum fiski
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

VAR DR. HANNESI HÓLMSTEINI GISSURARSYNI EITTHVAÐ REFSAÐ AF HÁSKÓLASAMFÉLAGINU??????

Samt sem áður var hann dæmdur sekur um RITSTULD og fór það mál fyrir dómstóla.  Í þessu máli hefur ekki verið skorið þannig úr þessu óyggjandi sé.  Ég neita að trúa því að nokkur leggi í það að leggja margra ára vinnu í hættu og það í LÖGFRÆÐI með því að leggja stund á ritstuld.  En það er greinilegt að það vantar alla samræmingu í það hvernig svona mál eru meðhöndluð.
mbl.is Meistaragráða felld úr gildi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

JÁ, ER VATN Í NAUTHÓLSVÍKINNI?????????????

Alveg fram á þennan dag hef ég verið þess fullviss að þar væri sjór.  Hvenær var hætt að kalla saltvatn sjó????????
mbl.is Blessaði vatnið í Nauthólsvík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband