Færsluflokkur: Bloggar

FJÁRMÁLARÁÐERRA ÍSLANDS SLAPP..................................

.....Vegna þess að hann er úlfur í sauðagæru og Svíarnir voru ekki búnir að sjá í gegnum hann..
mbl.is Allir úlfar í sænskum dýragarði aflífaðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

EITTHVAÐ HLAUT AÐ GERAST AÐ LOKUM - GOTT AÐ EKKI VARÐ MANNTJÓN..............

Mest er ég hissa á að ekki hafi orðið stórslys fyrr.  Ég hef verið að horfa á "Animal Planet" undanfarið, en þar er Sea Sheppard með sérstakan tíma í dagskránni og þar sýna þeir "baráttuaðferðir" sínar og þvílík "dramatísering" það er engu líkara en maður sé að horfa á ameríska hasarmynd.  Það gefur náttúrulega auga leið að þegar verið er að fara að trufla veiðar þá eru allar siglingareglur þverbrotnar, þær eru settar til þess að vernda sjófarendur þannig að mönnum gefist tækifæri til að bregðast við óvæntum atvikum í tæka tíð.  Í yfirlýsingu frá Sea Shepherd segir, að japanska skipið hafi siglt vísvitandi á Ady Gil (nafnið á bátnum). Við áreksturinn brotnaði stór hluti af hraðbátnum og hann er nú að sökkva. Ekki gef ég nú mikið fyrir þessa yfirlýsingu og það sem kemur frá þessum samtökum tek ég með miklum fyrirvara.
mbl.is Árekstur á hrefnumiðunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

MÆTTI VERA MEIRA UM SVONA MYNDIR.........

Nægt er myndefnið og það myndi bara "lífga" upp á hversdagsleikann fyrir okkur og þörf áminning um það hve landið okkar er fallegt.
mbl.is Morgunroði yfir Fáskrúðsfirði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

SÁ SEM ÞETTA GERÐI ER MIKIÐ VEIKUR OG ÞARF HJÁLP NÚ ÞEGAR.........

því ekki trúi ég að nokkur heilbrigður einstaklingur geri svona lagað.
mbl.is Krýsuvíkurkirkja brann í nótt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

JÓLAKVEÐJUR

Óska öllum bloggvinum, ættingjum og vinum heima og erlendis gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári. 

NOSTALGÍA...............................

Ég var staddur í verslun um daginn, sem ekki er í frásögur færandi, nema ég stoppa fyrir framan einhvern tilboðsrekka og meðal þess sem er á tilboði eru KÓKOSBOLLUR.  Ég hugsaði nú með mér að það væri ekki svo galið að kaupa kókosbollur, það væru örugglega 20 ár síðan ég hefði fengið mér kókosbollur.  Ég skellti pakkningu með fjórum kókosbollum í kerruna, lauk svo verslunarferðinni af og borgaði við kassann.  Þegar heim var komið gekk ég frá og með helgisvip settist ég svo niður og ætlaði mér að borða MINNST eina kókosbollu og dreymandi á svip tók ég fyrsta bitann.....en þegar ég renndi þessum bita upp í mig rifjaðist það upp fyrir mér af hverju ég hafði ekki smakkað kókosbollur í 20 ár.  Ég reikna með að þær þrjár sem eftir eru endi í ruslinu eins og afgangurinn af þessari einu, sem ég byrjaði á.

ER EKKI MUN HAGKVÆMARA OG ÖRUGGARA AÐ FLYTJA ÍBÚANA ANNAÐ????????

Alveg er þetta dæmigert fyrir "bútasauminn" og stefnuleysið í byggðamálum landsins.  Brimið við suðurströndina lætur ekki einhverja "vesæla" sjóvarnargarða stoppa sig, þeir tefja bara framgang mála en stoppa ekkert.  Hver verður þá ávinningurinn af þessum peningaaustri?  Ofan á þetta eru menn farnir að reikna með því að Katla fari að minna á sig og jafnvel gosi í Mýrdalsjökli.  Nei miðað við aðstæður þá er mun betra að flytja alla af staðnum.


mbl.is Fjárveiting til sjóvarna við Vík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

RÖKÞROTA BLOGGARAR!!!!!!!

Oft hefur mér blöskrað svör/svarleysi bloggara sem flestir hverjir hengja sig og skoðanir sínar við LANDRÁÐAFYLKINGUNA og af einhverjum ókunnum ástæðum er þeim fyrirmunað að hugsa sjálfstætt og hafa sjálfstæðar skoðanir.  Það sem einkennir þessa bloggara fyrst og fremst er það að þeir svara ekki nema þeim spurningum sem þeir velja sjálfir úr annað sem þeir hafa engin svör við eða er málstað þeirra eða Landráðafylkingunni "óþægilegt" láta þeir ósvarað og einnig ef einhver segir eitthvað óþægilegt bera þeir því við að viðkomandi sé "málefnalegur".  Ef menn geta ekki tekið gagnrýni á "flokkinn sinn" eða sig eiga þeir ekkert að vera að blogga.  Ekki ætla ég að nefna neina alveg sérstaklega en einn stendur nú alveg uppúr og eru upphafsstafir hans J I C.

VAR GERT RÁÐ FYRIR ÞESSUM "KOSTNAÐI" VEGNA SKATTAHÆKKANANNA?????

Ég er ansi hræddur um að Heilög Jóhanna og Steingrímur Joð hafi ekki verið búin að reikna skattahækkanadæmið og auknar álögur á fyrirtæki og almenning til enda.
mbl.is Uppsagnir vegna skattahækkana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

VILL HANN FÁ SAMÚÐ - EÐA HVAÐ ER EIGINLEGA MÁLIÐ?

Það er bara þannig að það kemur maður í manns stað og ég get ekki séð að það sé mikil eftirsjón að þessum manni, alþjóð hefur fengið að fylgjast með ótrúlega lítilfjörlegum málflutningi hans á alþingi og ekki get ég ímyndað mér að hann hafi neitt verið meira afgerandi eða neitt áreiðanlegri í fyrri störfum sínum.  Það er bara þannig að kirkjugarðarnir eru fullir af fólki sem hélt að það væri ómissandi en af einhverjum orsökum heldur lífið áfram.
mbl.is Segir sig frá trúnaðarstörfum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband