Færsluflokkur: Trúmál og siðferði

Á þetta að vera hluti af "mótvægisaðgerðunum"??

Ekki ríður nú kjaftæðið og vitleysan við einteyming.  Þó svo að þessi tilraun gangi upp (sem ég stórefast um) hvað á þá að gera við "meðaflann" (hvort verður meðafli?)?.  Kemur þetta ekki til með að stuðla að auknu "brottkasti"? sem samkvæmt HAFRÓ er næsta óþekkt í dag Smile .
mbl.is Hafró og HB-Grandi reyna að aðskilja fiskitegundir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Var Hannes Hólmsteinn á lyfjum????

....þegar hann lét þau ummæli falla, "að efnahagsleg velsæld Íslendinga sé kvótakerfinu að þakka, einkavæðingu og öflugu lífeyrissjóðakerfi".  Þessi ummæli lét hann falla á ráðstefnu "um uppsprettu auðæfa í smáríkjum"  Hann kom ekki með neina marktæka útskýringu á þessum ummælum sínum og finnst mér það nokkuð miður að menn geti kastað fram fullyrðingum og "skoðunum" án nokkurs rökstuðnings.  "Ja hátt glymur í tómri tunnu".

Nýtt fiskveiðiár - Til hamingju!!!!!

Þó svo að menn horfi fram á mikinn tekjumissi verður að hafa í sig og á og reyna að gera það besta úr aðstæðum.  Ég óska eigendum til hamingju og velfarnaðar í framtíðinni.
mbl.is Nýr bátur afhentur á Akureyri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband