Færsluflokkur: Evrópumál
25.8.2025 | 15:57
ATHUGASEMDIR VIÐ SKRIF ÁGÚSTAR ÓLAFS ÁGÚSTSSONAR.....
Ágúst Ólafur Ágústsson skrifaði þann 15. ágúst 2025 áhugaverða grein, sem er endurtekning á hjáróma málflutningi INNLIMUNARSINNA varðandi inngöngu Íslands í ESB. Hann setur þarna fram 12 atriði sem hann telur að skipti höfuðmáli í umræðunni um ESB aðild en í rauninni telur hann sum atriðin upp oftar en einu sinni, þannig að þegar upp er staðið eru þessir punktar hans mun færri þegar upp er staðið og það sem meira er, hann kemur EKKI MEÐ NEINN RÖKSTUÐNING fyrir NEINU sem hann heldur fram.
Nú þurfa allir Íslendingar að huga að stóru máli. Aðrar Evrópuþjóðir hafa flestar gert það sama. Þetta mál snertir aðild Íslands að Evrópusambandinu. Förum yfir 12 atriði sem skipta okkur Íslendinga máli:
- Vextir eru þrisvar sinnum lægri hjá ESB en á Íslandi. Vextir eru í raun ekkert annað en verð á peningum þannig að peningar á Íslandi eru með dýrustu peningum Evrópu. Svar: Enn einu sinni koma INNLIMUNARSINNAR fram með þessa vitleysu. Hið rétta er að það á að heita svo að hvert aðildarríki ESB hefur efnahagslegt sjálfstæði og á að hafa fullkomið efnahagslegt sjálfstæði. Það er fullkomlega rangt að VEXTIR séu þeir sömu allstaðar í ESB löndunum til dæmis er allt annað vaxtastig í Ungverjalandi en í Hollandi og svo framvegis. Þar af leiðandi má alveg gera því skóna AÐ VEXTIR Á ÍSLANDI MYNDU EKKERT BREYTAST VIÐ AÐILD AÐ ESB.
- Verðlag á Íslandi er það hæsta í Evrópu. Laun á Íslandi eru há í alþjóðasamanburði en samt eru að minnsta kosti 5 aðildarríki ESB sem hafa svipað há laun og Ísland en hafa þó ekki þetta háa verðlag. Um helmingur evruríkja hefur svipað lágt atvinnuleysi og Ísland.
Svar: Það er alveg rétt að verðlag á Íslandi er mjög hátt og ég veit ekki annað en að LAUN á Íslandi séu þau LANGHÆSTU í Evrópu og ég gat ekki fundið eitt einasta ríki innan ESB sem er með HÆRRI laun. Það er alveg á hreinu að ef við ætlum að fá Evrópsk verð, þurfum við að vera með Evrópsk laun. Hvaða fimm ríki innan ESB ætli það séu, sem eru með svipuð laun og Ísland??? Mér tókst ekki að finna þau.
- Verðbólga er venjulega 2-3 hærri á Íslandi en í Evrópu. Afleiðingin er m.a. hin séríslenska verðtrygging sem er þungur klafi á nær öllum íslenskum heimilum.
Svar: Þarna endurtekur hann að mestu rangfærslur sem hann byggir fyrsta punktinn á, verðbólgan er mjög misjöfn milli aðildarríkja ESB til dæmis er verðbólga í Ungverjalandi rúm 10% á meðan veðbólga í Hollandi er innan við 3%. Verðbólga á Íslandi er um 4%, þannig að segja að verðbólga sé 2-3 sinnum HÆRRI á Íslandi en í Evrópu er bara einfaldlega RÖNG.
- Flest stærri fyrirtækja landsins, eða um 230 talsins, og þar á meðal eru sjávarútvegsrisarnir, hafa yfirgefið krónuna sem gjaldmiðil og nota nú þegar evru eða dollar. Almenningur og minni fyrirtæki sitja hins vegar uppi með krónuna með miklum tilkostnaði.
Svar: Þessi punktur kemur reyndar aðildarviðræðum við ESB EKKERT VIÐ en fyrst hann kemur inn á þetta, þá skilst mér að notkun evru sé bundin þeim skilyrðum að viðkomandi ríki þyrfti að vera með aðild að ESB til að GETA NOTAÐ EVRU. Ég veit ekki til að Ísland sé aðili að ESB og því er um ÓLÖGLEGAN gjörning að ræða.
- Samkvæmt reglum ESB fá eingöngu þjóðir með nýlega veiðireynslu að veiða fisk í lögsögu aðildarríkja. Eingöngu Íslendingar hafa veiðireynslu í íslenskri lögsögu og því sætu íslensk skip áfram ein að íslenskum miðum eftir aðild. Aðildarríki ráða sömuleiðis sjálf hvernig þau útdeila kvótanum sínum. ESB aðild er því engin ógn við sjávarútveginn. Sjávarútvegsfyrirtækin munu þó berjast af alefli gegn aðild en það eru sömu aðilarnir og börðust gegn veiðileyfagjaldi þar sem þjóðin átti að fá hlut í arði sameiginlegra auðlinda sinna. Og þetta eru einmitt sömu fyrirtækin sem hafa sjálf yfirgefið krónuna og tekið upp erlenda gjaldmiðla.
Svar: Annað hvort er um að ræða þekkingarskort hjá Ágústi í þessum málaflokki eða þá að hann fer þarna með vísvitandi blekkingar. Ég kýs að álíta sem svo að þarna sé um þekkingarskort að ræða. Og hefst þá fræðslan ALLAR auðlyndir, sem eru utan 12 sjómílna lögsögu viðkomandi ríkis ERU SAMEIGINLEG EIGN VIÐKOMANDI RÍKIS OG ESB. Þetta þýðir að ef Ísland gengur í ESB, þá er það ESB sem STJÓRNAR fiskveiðum í Íslenskri landhelgi utan 12 sjómílna landhelgi. Það hefur verið vinsælt hjá INNLIMUNARSINNUM að vitna til þess að Malta hafi haldið ÖLLUM sínum fiskveiðiréttindum. Ástæðan er einföld: LANDHELGI MÖLTU NÆR HVERGI ÚTFYRIR 12 SJÓMÍLUR.
- Aðild Íslands að ESB hefur engin áhrif á eignarhald og nýtingu orkuauðlinda. Þar sem Ísland hefur engan sæstreng til orkuflutnings, mun nýting á orkuauðlindum okkar ekki breytast við aðild. Það er okkur í sjálfsvald sett, hvort við viljum breyta því með lagningu sæstrengs. Það er alveg skýrt að það er engin skylda að leggja sæstreng við aðild.
Svar: Þarna fullyrði ég að Ágúst fari vísvitandi með rangt mál. Með bókun 35 vildi ESB ná til sín Löggjafarvaldinu, Framkvæmdavaldinu og Dómsvaldinu, en ef Ísland gerist aðili að ESB, þá er valdið komið til ESB og þá er það ekki lengur á valdi Alþingis að ákveða hvort sæstrengur verði lagður eða ekki.
- Evrópuþingmenn raða sér í þingflokka eftir stjórnmálaskoðunum en ekki eftir þjóðernum. Íslenskir Evrópuþingmenn yrðu því í hópi stærri þingflokka sinna skoðanasystkina. Flestar ákvarðanir verða eftir sem áður teknar á Alþingi Íslendinga.
Svar: Ef flestar ákvarðanir yrðu teknar af Alþingi Íslendinga, hver væri þá tilgangurinn með ESB aðild????
- Með aðild yrðu öll viðskipti og netinnkaup Íslendinga án tolla og annarra gjalda milli Evrópuríkja. Vörusendingar færu óhindraðar yfir landamæri eins og um innanlandsviðskipti væri að ræða.
Svar: Það er kannski rétt að benda Ágústi á það að utanríkisviðskipti okkar eru víðar en við Evrópu, reyndar eru viðskipti okkar við ESB innan við 40% af heildarviðskiptunum. INNLIMUNARSINNAR hafa viljað halda því fram að útflutningur okkar til ESB ríkja sé rúmlega 70%. Þetta er ekki rétt því ALLT álið (sem er rúmlega 30% af útflutningi landsins), er flutt til Rotterdam og síðan umskipað þar og flutt til Kína en INNLIMUNARSINNAR telja að það stoppi í Rotterdam. Og svo má geta þess að Innflutningur er að miklum minnihluta frá ESB löndunum. Hvað með tolla í öðrum löndum???
- Framkvæmdastjórar ESB hafa staðfest að vegna EES-samningsins hafa Íslendingar nú þegar tekið um 75% af meginlöggjöf ESB, án þess að hafa nokkur áhrif á hana. Með aðild sæti Ísland við borðið og það skiptir máli. Reynsla smáríkja í ESB er góð.
Svar: Ekki ber nú öllum saman um þessar tölur. Hvaða smáríki eru það sem hafa góða reynslu af viðskiptum við ESB?????
- Þegar talið berst að stærð og meintu bákni Evrópusambandsins er mikilvægt að hafa í huga að ef ESB væri stofnun á Íslandi væri hún með svipaðan starfsmannafjölda og Skógræktin.
Svar: Hvernig í ósköpunum er þetta fengið út???????
- Aðild tryggir betur öryggishagsmuni Íslendinga, þrátt fyrir NATO-aðild okkar. Alþjóðastjórnmál eru nú í mikilli óvissu og við, sem fámenn þjóð, eigum að þjappa okkur betur saman með nágranna- og vinaþjóðum okkar.
Svar: Ég get ekki með nokkru móti séð hvernig ESB aðild getur tryggt öryggishagsmuni landsins??? ESB er ekki einu sinni m eð her á sinni könnu. Evrópa hefur aldrei getað komið sér saman um nokkurn skapaðan hlut og ríkin innan Evrópu hafa átt í stríði hvert við annað og dettur virkilega einhverjum í hug að þessir sömu aðila geti komið sér saman um stofnun hers?? Jú við erum aðilar að NATO en við erum LÍKA MEÐ VARNARSAMNING við Bandaríkin eru ekki Bandaríkin nágranna- og vinaþjóð okkar????
- Danmörk, Írland, Frakkland, Svíþjóð, Holland, Belgía, Spánn og Lúxemborg eru allt fullvalda ríki með eigin fjárlög, eigin skattastefnu og sín eigin innlendu deilumál þrátt fyrir að vera aðilar að ESB.
Svar: Þarna er hann kominn í mótsögn við sjálfan sig eins og ég bendi á í svari við fullyrðingu í punkti 1.
Aðild með evru tryggir lægri vexti, minni verðbólgu, lægra verðlag og afnám verðtryggingar. Slíkt væri svo sannarlega til mikilla hagsbóta fyrir þorra landsmanna og fyrirtækja þeirra.
Svar: Enn vísa ég til svars míns við punkti 1. og enn einu sinni vantar ALLAN rökstuðning fyrir þeim fullyrðingum sem hann skellir fram.
8.8.2025 | 11:18
"ÞAÐ ER EKKI EIN BÁRAN STÖK Í 12 VINDSTIGUM"..............
Það er með ólíkindum að svona "KJAFTÆÐI og BULL" skuli koma frá Forsætisráðherra okkar Íslendinga og að hún skuli "REYNA" að RÉTTLÆTA þessar aðgerðir ESB, SEM ERU KLÁRT BROT Á EES SAMNINGNUM. Er þá ekki nokkuð klárt að Ísland þarf að draga ESB fyrir eftirlitsdómstól EFTA????? Þetta er það alvarlegt brot af hendi ESB að það er spurning hvort EES samningurinn sé í RAUNINNI GILDUR LENGUR. En það virðist vera að ESB hafi "heimild" til að brjóta EES samninginn en ef eitthvað af þessu þremur EFTA ríkjum verður á að fara ekki alveg eftir samningnum upp á punkt og kommu, þá kærir ESB umsvifalaust. NÚ ER KOMINN TÍMI TIL AÐ SEGJA EES SAMNINGNUM UPP OG ÞAÐ STRAX........
![]() |
Kristrún segir ákvörðun ESB ekki vera léttvæga |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2.8.2025 | 20:54
SANNLEIKURINN UM ESB - TIL HVERS EIGUM VIÐ AÐ GERAST MEÐLIMIR???
Nú þegar hættan á því að INNLIMUNARFLOKKARNIR (Viðreisn og Samfylkingin) komist í þá aðstöðu að geta jafnvel troðið Íslandi í ESB og það á grundvelli þeirra lyga sem þessir flokkar hafa haft uppi um ESB og kosti þess að vera í þeim félagsskap (reyndar skal því haldið til haga að Samfylkingin hefur dregið mjög mikið úr þessum lygum og áróðri síðustu mánuði en Viðreisnarfólk hefur BÆTT stórlega í upp á síðkastið). Nú hefur þessi HÆTTA RAUNGERST og því miður fyrir landsmenn virðast 2/3 hlutar "SKESSANNA" ekki sjá neitt mikilvægara en að koma landinu inn í ESB (þrátt fyrir að mörg brýn mál bíði hér úrlausnar). Hér á eftir ætla ég að fara lauslega yfir þau mál og RANGFÆRSLUR sem þetta lið fer helst með:
VERÐTRYGGING: INNLIMUNARSINNAR hafa verið ötulir við að halda því fram að ef við værum í ESB mundum við LOSNA við verðtryggingu, því hún væri ÓLÖGLEG í ESB og því BÖNNUÐ. Ég hef því eytt miklum tíma í að leit á heimasíðum ESB og Seðlabanka Evrópu (ECB) og ekki fundið minnst á verðtryggingu á einum einasta stað á hvorugri heimasíðunni. Þarna er fyrsta lygi þeirra afhjúpuð og ekki sú síðasta. Og svo hefur það nokkuð oft komið fram að ef verðtryggingin yrði tekin af þá yrðu LÍFEYRISSJÓÐIRNIR GJALDÞROTA og ekki hef ég séð NEINA LAUSN á þessu máli hjá INNLIMUNARSINNUM. Frekar en öðrum málum.
VEXTIR OG STÝRIVEXTIR: INNLIMUNARSINNAR tala mikið um það að ef við göngum í ESB, verði hér EVRÓPSKIR VEXTIR en hvað eru Evrópskir vextir? Jú Seðlabanki Evrópu (ECB) reiknar reglulega út MEÐALVAXTASTIG ALLRA ESB landanna og einnig MEÐALSTÝRIVAXTASTIGIÐ og það eru þessir EVRÓPUVEXTIR sem er verið að tala um. Það gefur auga leið að það geta ekki verið sömu vextir í Ungverjalandi, sem er með 11% verðbólgu og svo aftur í Hollandi þar sem er víst verðhjöðnun (mér tókst nú ekki að finna út nákvæmar tölur yfir hversu mikil hún er). Síðast þegar ég skoðaði voru MEÐALSTÝRIVEXTIR Í EVRÓPU 3,5%, sem eru víst Evrópuvextir hjá INNLIMUNARSINNUM en þeir gleyma einum mikilvægum hlut STÝRIVEXTIR ERU EKKI ALMENNIR VEXTIR. Þeir hika ekki við að blanda saman stýrivöxtum og almennum vöxtum ef þeir halda að það geti stutt við málstaðinn (það viðist vera mjög einfalt að bæta við lygina, þegar menn á annað borð eru byrjaðir að ljúga).
VERÐBÓLGA: Það sama er hæg að segja um verbólguna, Seðlabanki Evrópu (ECB) reiknar út MEÐALTALSVERBÓLGUNA Í ÖLLUM ESB löndunum og það er VERÐBÓLGAN sem INNLIMUNARSINNAR segja að sé í Evrópu. Verðbólgan í Evrópu er víst (að þeirra sögn) 3,1% og þá vísa ég bara til ástandsins í Ungverjalandi annars vegar og hins vegar í Hollandi. Eitt skulum við hafa í huga það er sagt að enn hafi hvert og eitt ríki innan ESB efnahagslegt sjálfstæði en það eru miklar blikur á lofti í þeim efnum og eitt af því sem ætti að hringja viðvörunarbjöllum er það að Evrópski Seðlabankinn (ECB) skuli framkvæma þessa útreikninga.
EVRA: Ein helsta TÖFRALAUSN INNLIMUNARSINNA á efnahagsvanda okkar Íslendinga en einhverra hluta vegna gleyma þeir alltaf að tala um þau SKILYRÐI sem lönd þurfa að uppfylla til þess að FÁ að taka upp evru sem gjaldmiðil (kannski það sé ástæðan fyrir því að aðeins 19 af 27 ríkjum sambandsins eru með evru sem gjaldmiðil sinn?).
En væri ekki ráð að skoða aðeins hver skilyrðin fyrir upptöku evru eru?
- FYRSTA SKILYRÐIÐ ER AÐILD AÐ ESB.
- GENGIÐ ÞARF AÐ HAFA VERIÐ STÖÐUGT Í ÞRJÚ ÁR.
- VEXTIR Á LANDINU ÞURFA AÐ HAFA VERIÐ UNDIR 4,5% Í ÞRJÚ ÁR.
- VERÐBÓLGA ÞARF AÐ VERA UNDIR 4,5% Í MINNST ÞRJÚ ÁR.
AÐ ÞESSUM SKILYRÐUM UPPFYLLTUM ER BARA EKKI NOKKUR ÁSTÆÐA TIL ÞESS AÐ TAKA UPP EVRU, HVORKI Á ÍSLANDI EÐA NOREGI. Svo er önnur spurning sem hlýtur að koma upp hjá mönnum; HALDA INNLIMUNARSINNAR AÐ EVRAN VERÐI ÁN KOSTNAÐAR EF HÚN YRÐI TEKIN UPP, EN KANNSKI VILJA INNLIMUNARSINNAR MEINA AÐ VIÐ ÞYRFTUM EKKERT AÐ BORGA FYRIR HANA? Þannig að fyrst þyrftum við að sjá til hvernig aðlögunarviðræðurnar við ESB myndu leiða okkur, sem sennilega tækju ekki minna en þrjú til fimm ár (sumir segja að lágmarki 10 ár) síðan þyrfti að bíða eftir því hvort við fengjum að taka upp evru og þar bættust við nokkur ár (að lágmarki fjögur til fimm ár) og að þeim tíma liðnum væri ávinningurinn enginn ÞVÍ VIÐ VÆRUM HVORT SEM ER BÚIN AÐ UPPFYLLA ÖLL EFNAHAGSLEG SKILYRÐI.
FJÁRHAGSLEGIR ANNMARKAR: Þar sennilega komið að stærsta vandanum við ESB aðild. Mér hefur gengið erfiðlega að komast að því hvað aðild okkar að EES samningnum kostar okkur á hverju ári (en vonandi getur einhver upplýst mig um það) EN ÉG GET LOFAÐ ÞVÍ AÐ ÞAÐ SEM VIÐ GREIÐUM FYRR AÐILD AÐ EES ER BARA BARNASKÍTUR HJÁ ÞVÍ SEM FULL AÐILD AÐ ESB OG EVRAN MYNDU KOSTA OKKUR og svo skilst mér að Ríkissjóður standi ekkert of vel.
VONANDI SKOÐA KJÓSENDUR MÁLIÐ VEL ÁÐUR EN ÞEIR GREIÐA ESB FLOKKUNUM VIÐREISN OG SAMFYLKINGU ATKVÆÐI SITT OG ÞEIR VERÐA AÐ GERA SÉR GREIN FYRIR ÞVÍ AÐ EF ÞESSIR FLOKKAR KOMAST AÐ ÞÁ VERÐUR ÍSLAND EKKI LENGUR FRJÁLST OG FULLVALDA RÍKI.......
31.7.2025 | 14:56
UNDIRGEFNI "JÓHÖNNUSTJÓRNARINNAR" ER BARA BARNASKÍTUR MIÐAÐ VIÐ ÞAÐ SEM ER Í GANGI NÚNA.......
Það væri kannski ekki úr vegi að fjalla lítillega um STJÓRNARSKRÁRBROTIN og BLEKKINGARNAR varðandi það að ESB aðildarumsóknin var send inn í júní 2009 miðað við það sem er í gangi í dag.
Að mínu áliti standast lögin um þingssköp Alþingis númer 55/1991 þar sem þingsályktunartillögur ber fyrst á góma við stjórnarskrárbreytingar árið 2001, EKKI stjórnarskrána. Það var svo ekki fyrr en árið 2020, sem skrifstofa Alþingis gaf út leiðbeiningar um HVERNIG vinna skyldi þingsályktunartillögur, fram að þeim tíma höfðu þær víst verið nokkuð skrautlegar margar hverjar. Fyrst þegar var verið að verja það að bera skyldi fram mál sem þingsályktunartillögur, var því borið við að þar yrði aðeins um SMÁMÁL að ræða sem væru það lítilvæg að ekki tæki því að fara með þau til forsetans til undirskriftar. Fyrstu árin eftir árið 2001, eftir að þessu ákvæði var laumað inn héldu menn sig við að smærri" málin voru afgreidd með þingsályktunartillögum, en í júní 2009 urðu ákveðin tímamót í þessum efnum; ÞÁ VAR SAMÞYKKT ÞINGSÁLYKTUNARTILLAGA UM AÐILDARUMSÓKN ÍSLANDS AÐ ESB (Þingsályktunartillaga 1/137 frá júní 2009). Og ekki er hægt að segja að þarna sé um eitthvað SMÁMÁL að ræða, en samkvæmt mínum athugunum gerist það þarna að þingsályktunartillögum fjölgar alveg gífurlega. En svo við förum aftur að ESB umsóknin í júní 2009 þá er þarna ekki um neitt SMÁMÁL að ræða. Eftir óstaðfestum heimildum sem ég hef undir höndum, þá var þarna um að ræða ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur og Steingríms Jóhanns Sigfússonar og þar var Utanríkisráðherra Össur Skarphéðinsson. Þegar umsóknin kom til tals, strandaði alltaf á því að Jóhanna og flokksmenn hennar höfðu þá staðföstu trú að þáverandi forseti lýðveldisins myndi ALDREI skrifa undir þessa umsókn, sem þýddi að þá yrði þjóðaratkvæðagreiðsla og það væri alveg einsýnt að þar yrði umsóknin FELLD og þar með yrði umsóknin dauð. Þá datt einhverjum snillingi í hug (sagt er að sá snillingur hafi verið Össur Skarphéðinsson) að leggja aðildarumsóknina að ESB, fram sem þingsályktunartillögu því þá þyrfti ekki að hafa ÁHYGGJUR AF FORSETANUM. Hvort gjörningurinn væri brot á lögum væri seinni tíma vandamál. Eftir þetta fóru mörg STÆRRI mál í gegnum þingið sem þingsályktunartillögur. Það er er það vel merkjanlegt hvað þingsályktunartillögum hefur fjölgað mikið síðan 2009 og þröskuldurinn á stærð málanna hefur hækkað. Ég fór lauslega yfir þingsályktunartillögurnar sem hafa farið í gegn síðan 2009 þá kom í ljós að á 300 þingsályktunartillögur hafa farið í gegn sem varða BREYTINGAR á viðaukum EES samningsins og ég sem hélt að ekki væri hægt að breyta gerðum samningi jafnvel þó aðeins sé um að ræða viðauka. Ég er ansi hræddur um að margt athugavert kæmi í ljós ef allar þessar þingsályktunartillögur yrðu skoðaðar. EES samningurinn er að verða landi og þjóð ansi kostnaðarsamur og farinn að "höggva" mikið í sjálfstæði þjóðarinnar og ekki síst fyrir atbeina ráðamanna þjóðarinnar, þess vegna get ég ekki betur séð en að það fyrir löngu orðið tímabært að segja honum upp. Standast flestar þessar þingsályktunartillögur stjórnarskrána? Á EKKI FORSETI ÞINGSINS EKKI AÐ SJÁ TIL ÞESS AÐ STJÓRNARSKRÁIN SÉ VIRT OG ER HANN AÐ SINNA STARFI SÍNU?
Nú þegar er þessi pistill orðinn of langur hjá mér og kannski er EKKI þörf á því að telja upp ÖLL þau STJÓRNARSKRÁRBROT og önnur lagabrot, sem núverandi Forsætisráðherra og Utanríkisráðherra hafa framið frá því að þær tóku við stjórnartaumunum hér á landi. Framganga þeirra tveggja við að koma landinu inn í ESB á sér enga hliðstæðu í sögunni og þá slær framganga Utanríkisráherra ÖLLU VIÐ og meira að segja er hún nú þegar með EINA LANDRÁÐAKÆRU á bakinu og það kæmi mér ekki á óvart að ÖNNUR bættist við. En LANDRÁÐAKAFLI Almennu hegningarlaganna er með þeim STÓRA GALLA að ráðherra ákveður um framgang mála (kæran sem slík fer sinn gang og hlýtur sína afgreiðslu en RÁÐHERRA tekur ákvörðun um hvort skuli ÁKÆRA í málinu) og það verður að teljast MJÖG ólíklegt að DÓMSMÁLARÁÐHERRA sem er meðflokksmaður Utanríkisráðherra og á henni þar að auki að þakka ráherrastólinn að þakka fari að taka þátt í að "draga" hana fyrir dóm. Ég sé ekki neina aðra leið út úr þessum ógöngum sem við erum í en ð Inga Sæland slíti þessu stjórnarsamstarfi enda verður ekki séð að Flokkur fólksins hafi fengið eitt einasta af sínum málum í gegn í þessu stjórnarsamstarfi, hingað til. Að mínum dómi væri þetta EINA fær leiðin fyrir Ingu Sæland til að koma í veg fyrir að Flokkur Fólksins HVERFI af Alþingi Íslendinga í næstu kosningum.......
![]() |
Farið að minna á undirgefni Jóhönnustjórnarinnar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
29.7.2025 | 07:24
HAFÐI UTANRÍKISRÁÐHERRA HEIMILD TIL AÐ UNDIRRITA ÞETTA SKJAL???
Var búið að ræða málið á Alþingi og í Utanríkismálnefnd, eins og lög gera ráð fyrir, eða var Utanríkisráðherra bara AÐ BÆTA VIÐ LANDRÁÐIN OG FESTA Í SESSI ÞAU LÖGBROT SEM HÚN (OG FLEIRI) HÖFÐU ÁÐUR FRAMIÐ OG KOMIST UPP MEÐ OG ÞÁ SÉRSTAKLEGA RÁÐHERRA VIÐREISNAR OG SAMFYLKINGAR (ráðherrar Flokks Fólksins hafa haft vit á því að halda sig RÉTTU MEGIN VIÐ LÖGIN)?? Er ekki kominn tími til að SKESSURNAR og fleiri verði látin bera ábyrgð á lögbrotum sínum og VANVIRÐINGU Á ALÞINGI OG FASTANEFNDIR ÞINGSINS og er ekki kominn tími til að ALMENNIR ÞINGMENN HRISTI AF SÉR "SLENIÐ" OG FARI AÐ STANDA Í LAPPIRNAR GAGNVART ÞESSU HÁTTERNI RÁÐHERRANNA??? HÉR VANTAR SÁRLEGA "VIRKAN" OG ÓHÁÐAN STJÓRNLAGADÓMSTÓL.........
![]() |
Skuldbundin að fylgja stefnu ESB |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 07:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
24.7.2025 | 08:57
HVERSU OFT ÞARF AÐ SEGJA ÞETTA SVO INNLIMUNARSINNAR SKILJI????
Talandi um að fólk geti ekki lesið sér til gagns eð jafnvel að men séu svo "tregir" að þeir hafi hvorki vilja eða getu til að koma þessu inn í hausinn á sér.......
![]() |
Ekkert um að semja |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 18:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
23.7.2025 | 08:16
HEFUR EES SAMNINGURINN SKILAÐ ÞJÓÐINNI EINHVERJUM ÁBATA?????
Nú er virkileg þörf á því að gera aðeins skil á því hvers konar breytingar hafa orðið á eðli og starfsemi ESB frá því að EES samningurinn tók gildi og það þarfnast útskýringa við HVERNIG STENDUR Á ÞVÍ AÐ EES SAMNINGURINN HEFUR EKKI TEKIÐ NEINUM BREYTINGUM Á ÖLLUM TÍMANUM OG ÞÁ ER ÉG AÐ TALA UM BREYTINGAR Á SAMNINGNUM FRÁ ÖLLUM SAMNINGSAÐILUNUM?
Þegar EES samningurinn var undirritaður var um að ræða VIÐSKIPTASAMNING, sem átti að tryggja EFTA ríkjunum aðgang að sameiginlegum markaði Evrópu. Okkur Íslendingum var SELDUR þessi samningur á þeim forsendum að SJÁVARÚTVEGSVÖRUR YRÐU TOLLFRJÁLSAR en svo kemur í ljós að sjávarútvegsvörur hafa ALDREI verið tollfrjálsar. BER ENGINN ÁBYRGÐ Á ÞESSUM BLEKKINGUM???? Eins og ég sagði áðan þá var að um viðskiptasamning hafi verið um að ræða en þegar var verið að vina að EES samningnum var þegar verið að vinna að breytingum á ESB, með hinum svokallaða Maastricht samningi sem var gerður árið 1992 en öðlaðist ekki gildi fyrr en mörgum árum síðar vegna þess að ríki ESB voru ekki sátt við hann en eftir að samningurinn hafði verið þvingaður í gegn var reglum ESB breytt í þá átt að samninga ESB þurfti ekki lengur að samþykkja EINRÓMA heldur ÞURFTI AÐEINS MEIRIHLUTASAMÞYKKI. En ekki var gerð nein breyting á EES samningnum. En stærsta breytingin á ESB varð árið 2009 með hinu svokallaða Lissabon samkomulagi, ekki hafði þáverandi Utanríkisráðherra Íslands, sem var á þessum tíma Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrir því að upplýsa landsmenn um þessa miklu breytingu á ESB, sem fór meira í þá áttina að verða pólitískt samband með mun meiri heimildir til framkvæmdastjórnar ESB til miðstýringar innan ESB landanna OG ÞÁ INNAN EES RÍKJANNA. Getur ekki verið að BÓKUN 35 sé ein af afleiðingum Lissabon sáttmálans, því þessi bókun var ekki inni í upphaflega EES samningnum NEMA ÞAÐ HAFI FARIST FYRIR AÐ BIRTA HANA??????
VERÐI EKKI GRIPIÐ TILRÁÐSTAFANA STRAX OG EINA RÁÐSTÖFUNIN SEM ER FÆR ER AÐ SEGJA EES SAMNINGNUM UPP, GLATAST SJÁLFSTÆÐI LANDSINS OG LANDSMENN VERÐA LEIGULIÐAR ESB.................
17.7.2025 | 10:50
NÚ ÞARF BARA AÐ PASSA AÐ ÞAÐ VERÐI EKKI EINN EINASTI PENNI Í NÁGRENNI VIÐ "SKESSURNAR" Á MEÐAN Á ÞESSARI HEIMSÓKN STENDUR.....
Ég held að það sé nokkuð ljóst að helsta umræðuefnið á þessum fundum "SKESSANNA" með URSULU GERTRUD (GILITRUTT) VON DER LEYEN, er "væntanleg" AÐILD ÍSLANDS AÐ ESB. Svo er annað mál EF ÞESSI MANNESKJA HEFUR KOMIST Í NÁGRENNI VIÐ "SKESSURNAR" HEFUR ÞAÐ HAFT Í FÖR MEÐ SÉR TUGMILLJARÐA KRÓNA KOSTNAÐ FYRIR LAND OG ÞJÓÐ OG ÞVÍ ER ÞAÐ NOKKUÐ MIKILVÆGT AÐ "SKESSURNAR" NÁI EKKI AÐ SKRIFA UNDI NEITT SEM SKULDBINDUR LAND OG ÞJÓÐ Á NOKKURN HÁTT. mEST ER ÉG HRÆDDUR UM AÐ URSULA GERTUD (GILITRUTT) VON DER LEYEN VÉLI ÞÆR TIL AÐ TAKA ÞÁTT Í MÓTMÆLUM VEGNA 30% TOLLA BANDARÍKJANNA Á ESB. En gera menn sér grein fyrir hvað aðild að ESB þýðir í raun????
![]() |
Von der Leyen mætt og á leið að skoða gosið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
13.7.2025 | 14:40
OG ÞARNA VILJA "SKESSURNAR" KOMA ÍSLANDI INN......
Eins og Jón Baldvin Hannibalsson sagði svo eftirminnilega: "HVAÐA HEILVITA MAÐUR HLEYPUR INN Í BRENNANDI HÚS"??? En þetta vilja "SESSURNAR" gera og þar af leiðandi hlýtur maður að efst um andlegt heilbrygði þeirra?????????
![]() |
Evrópa dregst sífellt afturúr Bandaríkjunum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 16:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
7.7.2025 | 12:04
EES SAMNINGURINN ER AÐ VERÐA BÚINN AÐ ÉTA SJÁLFSTÆÐI LANDSINS UPP - Á EKKERT AÐ BREGÐAST VIÐ Á NOKKURN HÁTT????
Fyrir það fyrsta þá HEIMILAR STJÓRNARSKRÁ ÍSLANDS EKKERT VALDAFRAMSAL. Þó svo að einhverjir lögfræðingar á vegum INNLIMUNARSINNA segi að valdaframsal sé HEIMILT ef það er AFMARKAÐ OG INNAN VISSRA MARKA. Ég verð að segja eins og er AÐ ÉG HEF ENGA HUGMYND UM HVAÐ ÞETTA ÞÝÐIR OG ALDREI HEFUR VERIÐ SAGT HVER TAKMÖRKIN ERU. Þegar EES samningurinn var gerður, voru ESB ríkin 12 en EFTA ríkin voru 7 og þannig var nokkurn vegin samið á jafnréttisgrundvelli, en síðan hafa þrjú EFTA ríki gengið inn í ESB og nokkur austur Evrópuríki líka og eitt Evrópuríki gengið út úr ESB (það gekk nú ekki andskotalaust að komast út og munaði litlu að textabrot The EAGLES rættist YOU CAN CHECK OUT ANY TIME YOU LIKE BUT YOU CAN NEVER LEAVE.. ) ÞANNIG AÐ NÚ ERU ESB RÍKIN ORÐIN 27 EN EFTA RÍKIN ERU ORÐIN ÞRJÚ. Í átt til þessara hlutfalla hefur EES samningurinn verið að breytast í gegnum tíðina EFTA ríkjunum í óhag og svo árið 2009 keyrði alveg um þverbak, þegar svokallaður LISSABON sáttmáli tók gildi, en þáverandi Utanríkisráðherra Íslands var ekki að hafa fyrir því að láta Íslendinga vita af þessari MIKLU breytingu. Frá því að EES samningurinn tók gildi þann 1. Janúar 1994 hefur ekki farið fram NEIN HEILDRÆN ENDURSKOÐUN Á HONUM AF ÍSLANDS HÁLFU EN AFTUR Á MÓTI HAFA KOMIÐ MARGAR LAGATILSKIPANIR FRÁ ESB UM BREYTINGAR Á SAMNINGNUM OG ERU ÞÆR SÉRSTAKLEGA VEIGAMIKLAR SEM HAFA KOMIÐ EFTIR 2009 (eftir að Lissabon sáttmálinn tók gildi) þetta er þess valdandi að EES samningurinn er orðinn eins og illa skipulagt BÚTASAUMSTEPPI og er bara orðið landinu STÓRSKAÐLEGUR. Og nú á að bíta hausinn af skömminni með því að þvinga í gegn BÓKUN 35, SEM ER EKKERT ANNAÐ EN TVÍVERKNAÐUR ÞVÍ AÐ 3 .GREIN EES SAMNINGSINS INNIHELDUR STJÓRNARSKRÁRBROTIÐ, SEM TRYGGIR FORGANG ESB LAGA OG REGLUGERÐA Í EES SAMNINGNUM. HVER ER ÞÁ TILGANGURINN MEÐ BÓKUN 35???????