Færsluflokkur: Fjölmiðlar

EKKI ER HÆGT AÐ SEGJA AÐ ÉG HAFI ORÐIÐ NEITT UPPVEÐRAÐUR.....

Þegar ég las fyrirsögnina við þessa frétt: "MARGNOTA MATUR".  Mér datt nú reyndar annað í hug en að það væri að nota réttinn bæði sem forrétt og svo meðlæti með kjöti eða fiski.  Væri ekki athugandi að hafa fyrirsagnir fréttanna þannig að ekki væri svo gott að misskilja þær????
mbl.is Margnota matur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

VILLANDI FYRIRSÖGN...............................

Fyrst þegar ég las fyrirsögnina "MARKAÐUR FYRIR HANDLEGGI" datt mér í hug að það væri ágætis markaður þarna úti fyrir handleggi.  En svo sá ég þegar ég las greinina, að SVÖLURNAR ,sem er félag fyrrverandi og núverandi flugfreyja og flugþjóna, ætla að halda markað um helgina til styrktar Guðmundi Felix Grétarssyni, sem missti báðar hendur í vinnuslysi.  Þessi félagsskapur hefur látið mikið gott af sér leiða í gegnum tíðina og látið mjög margt gott af sér leiða.  Þá er það algjört lágmark að þeir sem fjalla um þessi mál í fjölmiðlum og ég tala nú ekki um þeir sem skrifa um þetta fréttir reyni að vanda það sem þeir gera................
mbl.is Markaður fyrir handleggi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ERU ENGIN TAKMÖRK FYRIR "DRULLUNNI" SEM ER HÆGT AÐ "MOKA" YFIR LANDSMENN......

Og nota til þess "ríkisrekinn" fjölmiðil??????? Dagskrá sjónvarpsins (RÚV) í gærkvöldi kórónaði allt og allt sem hefur verið lélegt þar til í gærkvöldi, verður alveg hátíð hjá dagskránni þá.  Að taka besta útsendingartíma vikunnar undir kóperingu af Amerískri afþreyingu er eitthvað það lægsta sem hægt er að leggjast og það heilan klukkutíma og tíu mínútur lýsir svolítið hversu veruleikafyrtir stjórnendur RÚV eru.  Sem betur fer hef ég aðgang að erlendum sjónvarpsstöðvum og gat skipt yfir á þær....................

ÞAÐ ER LÁMARKSKRAFA TIL BLAÐAMANNA AÐ FYRIRSAGNIR FRÉTTA SÉU RÉTTAR...

Með tilliti til Íslenskra málfræðireglna.  Það er nú ekki skrítið að málvitund barnanna sé eitthvað brengluð þegar fullorðið fólk skrifar svona vitleysu eins og er þarna: "MEIÐSLI EINAR INGA MIKIÐ ÁFALL".


mbl.is Meiðsli Einars Inga mikið áfall
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

FRIÐARVERÐLAUN NÓBELS VERÐA EKKI VEITT Í DAG.....................

Heldur verður tilkynnt um það hver hlýtur þau þetta árið, þau verða svo AFHENT 10 desember, eins og er venja og hefur verið gert undanfarin ár.  Er ekki rétt að hafa fréttirnar réttar fyrst er verið að segja þær á annað borð????????????????
mbl.is Friðarverðlaun veitt í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það hefur náttúrulega skipt sköpum að taugin var sett í BENZ-vörubíl..............

Það er sjálfsagt alveg á hreinu að einhver önnur tegund af vörubíl hefði EKKI ráðið við þetta verkefni.  Margar furðulegar fréttir hefur maður lesið í gegnum tíðina, en þessi er nú með þeim eftirminnilegri...


mbl.is Flutningaskip strandaði á Þórshöfn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

AÐ GERA APPELSÍNU ÚR VÍNBERI..................................................

Eftir að hafa lesið fyrirsögn fréttarinnar, hélt ég að Framsóknarkonur vildu áframhaldandi innlimunarviðræður við ESB. En svo las ég fréttina og þar kom fram að þær vildu viðræður við ESB um áframhaldandi gott samstarf.  Á þessu tvennu  er náttúrulega mikill munur og ættu fjölmiðlar að sjá sóma sinn í því að vanda aðeins fréttaflutning sinn.  Eitt það fyrsta sem verðandi blaðamenn læra er að fyrirsögn á að vera lýsandi fyrir þá frétt sem hún stendur fyrir, svo var EKKI í þessu tilfelli enda eru Evrópuvaktarmenn ekki búnir að blogga um fréttina.


mbl.is Framsóknarkonur vilja viðræður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

HVERNIG VÆRI NÚ AÐ HAFA FRÉTTIRNAR RÉTTAR???????????

Ef ekki er u til fjármunir til þess að veita fréttamönnum lágmarksþekkingu, væri ekki úr vegi að lesa yfir fréttirnar frá þeim, áður en þær eru birtar.  EBITDA og framlegð eru EKKI það sama, menn með lágmarksþekkingu ættu að vita þetta.
mbl.is Rekstur Árvakurs á réttri leið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ER HÚN ÞÁ ORÐIN LÉTTLYND NÚNA????????????????

Eða er þessi frétt bara frekar klaufalega orðuð????????????
mbl.is Kirsten Dunst barðist við þunglyndi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ER YFIRLEITT EITTHVAÐ LÍTIÐ Á MILLI "EYRNANNA" Á ÍÞRÓTTAFRÉTTAMÖNNUM EÐA ERU ÞEIR BARA KÆRULAUSIR OG HUGSA EKKERT??????

Mér finnst í það minnsta alltaf svolítið skrítið að lesa íþróttafréttir frá Bandaríkjunum, Kanada og Suður Ameríku ríkjunum en þar segja þeir að leikirnir fari fram á næturnar.  Það er ekki rétt, þarna er leikið er leikið UM HÁBJARTAN DAG (yfirleitt seinni part dags) en vegna tímamunar þá er NÓTT HJÁ OKKUR ÞEGAR ÞEIR LEIKA.  Þetta er hvimleitt og ber ekki mikinn vott um metnað í starfi, ég veit að þetta fer í taugarnar á fleirum en mér og vonast ég til að þetta verði lagað í nánustu framtíð.
mbl.is Sjötti sigur Philadelphia í röð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband