Færsluflokkur: Fjölmiðlar

UM BYRTINGU SKOPMYNDA

Ekki er langt síðan "Rétttrúnaðarliðið" fór hamförum hér á blogginu og öðrum miðlum á netinu vegna þess sem voru að þeirra mati "óviðeigandi" skopmynd sem var á síðum Morgunblaðsins og fékk ritstjóri Morgunblaðsins það óþvegið og kannski var það ekki að ástæðulausu.  En í Fréttablaðinu í dag er ansi "ósmekkleg" skopmynd á blaðsíðu 20 og verður fróðlegt að fylgjast með viðbrögðum vinstra Rétttrúnaðarliðsins við henni..... wink


SVALBARÐI Í ÞISTILFIRÐI????????

Nei nú verða þeir Morgunblaðsmenn að fara að endurskoða eitthvað hjá sér landafræðikunnáttuna, í það minnsta staðhætti og nöfn innanlands.  Mér vitanlega er ENGINN SVALBARÐI til í Þistilfirði heldur heitir bærinn SVALBARÐ og er Svalbarðsá kennd við bæinn ef bærinn héti Svalbarði héti áin líklega Svalbarðaá, en svo er víst ekki.


mbl.is Alsæll í sérhannaðri lopapeysu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

VIÐ HVÍTÁRSÍÐU???????

Sveitin öll heitir Hvítársíða.  Í Hvítársíðu eru nokkuð margir bæir og þetta slys hlýtur að hafa átt sér stað VIÐ einhvern þeirra og varð Í Hvítársíðu.  Væri ekki ráð að menn kynntu sér aðeins staðhætti áður en er fjallað um mál?


mbl.is Alvarlegt slys í Borgarfirði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ÞÁ GETUR VERIÐ AÐ MAÐUR KAUPI DV AFTUR

Þegar þeir DV menn eru búnir að losa sig við mesta "skítdreyfarann" og sorpblaðamanninn í sínum röðum...........


mbl.is Jóhanni Haukssyni sagt upp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

TIL HVERS AÐ GERA KÖNNUN ÞEGAR NIÐURSTAÐAN ER ÞEKKT?????

En ég segi bara eins og Gunnarsstaða Móri eftir að þjóðin hafnaði fyrsta Ice(L)avesamningnum: "Ég er bara hissa yfir hversu margir eru ánægðir"........


mbl.is Örfáir ánægðir með ástandið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ER GUNNAR BRAGI SVEINSDÓTTIR????????

Sennilega er þarna um að ræða fljótfærnisvillu hjá blaðamanninum.  En er ekki betra að þeir lesi fréttirnar áður en þær fara í loftið????


mbl.is Margrét hættir sem aðstoðarmaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ER RÚV EKKI MEÐ SÉRSTAKA ÍÞRÓTTARÁS????????

Ég veit ekki betur - en hvernig stendur þá á því að þessi rás er ekki notuð???  Það er fullt af fólki sem hefur ekki nokkurn áhuga á þessu íþróttabrölti og það er náttúrulega fyrir neðan allar hellur að fréttatímum skuli seinkað vegna þess að það eru einhverjir íþróttaleikir í gangi.  Handboltaleikurinn áðan, var bæði sýndur á aðalrás RÚV áðan og einnig á sportrásinni, ekkert var einfaldara en að hætta að senda leikinn út á aðalrásinni, þegar kom að fréttum og halda leiknum bara áfram á sportrásinni.  Sama má segja um framhaldið, þegar hefðbundin dagskrá hefst á aðalrás RÚV er eðlilegast að ekki verði sent þar út frá íþróttaviðburðum til þess verði sportrásin nýtt.  Það er oft búið að skrifa um þetta og alltaf hefur því verið borið við að ekki sé sérstök íþróttarás - nú er hún komin en þá kemur hún bara inn sem HREINN VIÐBÓTARKOSTNAÐUR FYRIR RÚV


mbl.is Óskabyrjun hjá Katarbúum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

MENN EIGA NÚ EKKI AÐ VERÐA HISSA Á ÞESSARI NIÐURSTÖÐU.......

Fólk er bara einfaldlega búið að missa vonina um að þessi dagskrárliður eigi eftir að ná nokkru "flugi".  Áramótaskaupið hefur verið afspyrnu lélegt undanfarin ár, en svo keyrði alveg um þverbak með það síðasta. Ætli það yrði nokkuð mikið um mótmæli ef þessi dagskrárliður myndi falla niður, þar myndu sparast milli 20 og 30 milljónir.


mbl.is Færri horfa á skaupið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

GAMAN AÐ SVONA FRÉTTUM - EKKI BARA FRÉTTIR AF HRYÐJUVERKUM MÚSLIMA.......

Var að renna yfir norsku blöðin á netinu og rakst þá á þessa frétt: SJÁ HÉR að sjá svona innskot er alltaf skemmtileg tilbreyting.


RÚV AÐ SINNA SÍNU LÖGBOÐNA HLUTVERKI?????????

Það var helst þegar Laddi og Edda Björgvins "endurunnu" atriði úr skaupinu frá 1984, sem manni var ljóst hversu illa tókst til með áramótaskaupið í ár.  Því það atriði var einn af fáu ljósu punktum skaupsins þetta árið.  Mikið óskaplega sá ég nú eftir útvarpsgjaldinu þetta árið...............


mbl.is Árið endursagt án gríns
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband