Föstudagsgrín

Ungt par sat í stofunni heima hjá stúlkunni, seint að kvöldi og voru að drekka rauðvín og borða osta sem sagt bara huggulegt kvöld við kertaljós og ekki skemmdi snarkið í arninum fyrir.  Þegar komið var vel framyfir miðnætti varð ungi maðurinn að sinna kalli náttúrunnar og spurði því stúlkuna hvar klósettið væri.  Stúlkan sagði honum það en sagði jafnframt að klósettið væri við hliðina á svefnherbergi foreldra hennar og því væri “betra”, svo þau vöknuðu ekki, að hann “notaði” bara eldhúsvaskinn.  Eins og flestir karlmenn þá gerði hann það sem konan sagði, en eftir smástund var kallað úr eldhúsinu: “Áttu ekki klósettpappír”??????????????


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Ungur piltur frá Hofsósi, sem þótti allmikið upp á kvenhöndina, kom inn á Barinn á Sauðárkróki og sá þar stúlku, sem honum leizt vel á. Hann gengur til hennar og segir: Mér finnst ég hafa séð þig einhvers staðar áður. Það getur svo sem vel verið, sagði stúrlkan, því að alla mína ævi hef ég verið einhvers staðar. 

Maður nokkur var spurður að því, hvort hann hefði nokkurn tíma lent í bílslysi. Ja, svaraði hann. Ég kynntist konunni minni í bílskúr.

Sigurður skáld hitti kunningja sinn á götu og sagði: Hvað heldurðu, að hafi komið fyrir mig? Þegar ég kom heim í gærkvöld, var litli strákurinn minn að enda við að rífa í tætlur handritið að ljóðasafni mínu. Hvað er þetta, svaraði kunningi hans: Er hann orðinn læs?.

Faðir Gústa sagði við hann: Skelfing ertu heimskur, Gústi. Ekki var ég nærri því eins heimskur á þínum aldri. Jæja, svaraði Gústi. Hvað varstu orðinn gamall þá?.

Þá er það K N: Margan svanna ég mætan sá

mér sem ann að vonum,

yndi fann ég oftast hjá 

annarra manna konum.

Úr brefi til Gutta. Ertu að kveða út í bláinn,

ertu búinn að gleyma Káinn,

sem enn er til í alheimsríki

og yrkir svo þeim heimsku líki?

Óhapp. Þegar ég fór að fást við ljóð,

fór nú verr en skyldi:

Bláfátækri bauð ég þjóð

bók, sem enginn vildi.

Betrun. Að hætta svalli og hórujagi

hjá mér köllun finn,

genginn allur er úr lagi

á mér böllurinn.

Og að lokum er það "Gráa svæðið":

Fátæktin á lífsins leið

lystisemdir bannar.

Þó hef ég fengið reið og reið,

rétt eins og hver annar. 

Símon Dalaskáld orti þessa ástavísu til konu sinnar:

Margrét fríða meður kinn

mig ófríðan spennir,

upp fyrir skríður Símon sinn,

sem að ríður henni.

----

Þér við lendar, ljúfa frú,

læt ég endast nótt án trega.

All-vel kenndur er ég nú,

og mér stendur bærilega.

---

Heyrist braka í húsinu,

ég held, að þakið sé að detta.

Bóndinn er að skaka á bústýru,

bágt er að vakna og hlusta á þetta. 

Sigurður I B Guðmundsson, 15.1.2021 kl. 05:22

2 Smámynd: Sigurður Kristján Hjaltested

Þessi var snilld Jóhann...laughinglaughinglaughinglaughing

Sigurður Kristján Hjaltested, 15.1.2021 kl. 09:21

3 Smámynd: Jóhann Elíasson

Þakka ykkur kærlega fyrir innlitið báðum tveimur.  Ég er hræddur um að "rómóstemmingin" hafi eitthvað dottið niður...wink

Jóhann Elíasson, 15.1.2021 kl. 12:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband