Færsluflokkur: Dægurmál

Föstudagsgrín

Kona í loftbelg villist af leið.
Hún lækkaði flugið og sá mann einn á jörðu niðri. Hún lækkaði sig enn meira kallaði á manninn. "Afsakið, en getur þú hjálpað mér? Ég átti stefnumót við vinkonu mína fyrir klukkutíma, en ég veit ekki hvar ég er stödd!"
Maðurinn svaraði: Þú ert í rauðum loftbelg í ca 30 feta hæð yfir jörðu á 64º 09´ 117” norðlægrar breiddargráðu og 21º 57´ 144” vestlægrar lengdargráðu.
 "Þú hlýtur að vera tæknimaður." sagði konan.
 "Já það er ég," svaraði maðurinn, " en hvernig vissir þú það?
 Thja," sagði konan, " allt sem þú hefur sagt, er tæknilega rétt, en ég hef ekki hugmynd um það hvernig ég á að nota upplýsingarnar. Staðreyndin er, að ég veit ekki enn hvar ég er og það eina sem ég hef fengið út úr okkar samtali er að mér hefur seinkað enn meira."
 Maðurinn á jörðinni svaraði um hæl: " Þú hlýtur að vera samfylkingarkona."
 "Það er ég," svaraði konan, "en hvernig vissir þú það?"
 "Það er svosem einfalt. Þú veist ekki hvar þú ert stödd, né hvert þú stefnir. Þú kemst ferðar þinnar á loftinu einu. þú ert búin að gefa loforð, sem þú ert ekki fær um að efna, og þú ætlast til þess að fólk fyrir neðan þig leysi þitt vandamál. Staðreyndin er, að þú ert í sömu sporum og þú varst áður en að þú hittir mig en allt í einu er það mér að kenna.


Föstudagsgrín

Tvær konur sátu á biðstofu. Önnur mjög heittrúuð og snéri sér að hinni og spurði: “Hefur þú fundið Jesú?”. Konan snéri sér að þeirri heittrúuðu og sagði á móti; “…..Ég vissi ekki að hann væri týndur!”


Föstudagsgrín

Jóna litla var ekki besti nemandinn í sunnudagaskólanum.  Vanalega sofnaði hún, og einu sinni sem oftar þegar hún er sofandi spyr kennarinn hana spurningar:  „Segðu mér Jóna, hver skapaði heiminn?“  Þegar hún svarar ekki tekur drengur sem var fyrir aftan hana pinna og stingur í hana.  Hún hrópar uppyfir sig: „Guð minn góður“.  Kennarinn er ánægður og Jóna sofnar aftur.
Nokkru síðar spyr kennarinn hana aftur: „Hver er bjargvættur okkar“.  Þegar hún svaraði ekki stakk strákurinn hana aftur með pinnanum.  „Jesús Kristur “ öskraði þá Jóna.  „Mjög gott“, segir kennarinn og Jóna sofnar enn eina ferðina.
Undir lok tímas spyr kennarinn Jónu þriðju spurningarinnar:“Hvað sagði Eva við Adam, þegar hún átti 23 barnið með honum?“  Þar sem Jóna steinsvaf stakk strákurinn aftur pinnanum í hana.  Nú var Jónu nóg boðið sem áttaði sig ekki á spurningunni og hrópaði á strákinn: „Ef þú stingur þessum helvítis drasli aftur í mig, þá brýt ég það í tvo hluta og sting því upp í rassinn á þér.“

Kennarinn féll í yfirlið!


Föstudagsgrín

Þrír skurðlæknar eru í kaffipásu og fara að bera sama hvaða starfstétt sé best að skera upp.

Fyrsti segir að endurskoðendur séu bestir, því allt inn í þeim sé þeir séu svo skipulagðir og líffærin séu öll í nákvæmri röð hjá þeim.

Næsti segir að það séu rafvirkjarnir sem séu bestir, að öll líffærin séu  merkt með litakóðum.

Þá segir sá síðasti, að þetta sé bara alls ekki rétt hjá þeim. Það séu verkfræðingar sem séu bestir. Þeir kippi sér alls ekki upp við þótt allt passi ekki saman, þeir séu hvort sem er vanir því!


Föstudagsgrín

Maður fór á nektarströnd og var á göngu þar,hann kemur auga á fallega konu, labbar að henni og bendir á klofið á henni og spyr hvað þetta sé? Hún horfir á hann og segir:”Þetta er þvottavél.” Það glaðnar yfir manninum sem horfir niður á milli fóta sér og segir við hana:”Eigum við þá ekki bara að fara að þvo þvott.” Þau gera það. Daginn eftir sér maðurinn konuna aftur og labbar að henni og spyr hana hvort hann megi þvo aftur?Þá segir konan:”Þennan litla þvott sem þú ert með getur þú þvegið í höndunum.”


Föstudagsgrín

Prestur, lögfræðingur og verkfræðingur voru samferða til himna og hitta fyrir Lykla-Pétur.  Lykla-Pétur segir þeim að þeir verði að svara einni spurningu til þess að komast inn. Fyrst spyr hann prestinn.

- Hvað hét stóra skipið sem sigldi á ísjaka og sökk í jómfrúar siglingu sinni?

Presturinn þarf ekki að hugsa sig um og svarar Títanic og honum er boðið inn.  Lykla-Pétur snýr sér þá að verkfræðingnum.

- Hversu margir dóu?

Verkfræðingurinn þarf aðeins að hugsa sig um og segir svo 1228. Lykla-Pétur hleypir honum svo inn og snýr sér að lögfræðingnum:

-Hvað hétu þeir? 


Föstudagsgrín

  • “Pabbi, hvað er glasabarn”?

  • “Það er barn, sem hefur orðið til í fylleríi”………………


Föstudagsgrín

Skoti nokkur sat og las í bók. Öðru hvoru slökkti hann ljósið í stutta stund og kveikti það svo aftur. Kunningi hans undraðist þetta og spurði hann hvað honum gengi til.- Ég er að spara rafmagnið. Það er engin ástæða til að hafa kveikt á ljósinu þegar ég fletti síðunum.


Föstudagsgrín

Starfsmannastjórinn
þurfti að ráða í eina stöðu og eftir að hafa farið yfir umsóknirnar stóðu eftir
fjórir umsækjendur sem allir voru jafn hæfir. Hann ákvað að boða alla á sinn
fund og spyrja einnar spurningar. Svörin myndu ákvarða hver fengi vinnuna.

Dagurinn rennur
upp og allir fjórir umsækjendurnir eru saman komnir í fundarherbergi
fyrirtækisins og starfsmannastjórinn spyr: "Hvað er það hraðasta sem þið
vitið um?"

Sá fyrsti
svarar: "Hugsun. Mannshugurinn virkar ótrúlega hratt og maður getur fengið
ótrúlegustu hugmyndir á nokkrum sekúndum."

"Mjög
gott!" segir starfsmannastjórinn. "Og þú?" spyr hann umsækjanda
númer tvö.

"Hmm...
látum okkur sjá. Blikk augans. Það kemur og fer án þess að þú þurfir að hugsa
um það."

"Frábært!"
segir starfsmannastjórinn. "Augnablik er einmitt mjög oft notað sem
mælikvarði á eitthvað sem gerist mjög hratt."

Hann snýr sér
svo að þeim þriðja sem er tilbúinn með svar:

"Það hlýtur
að vera hraði ljóssins," segir hann, "til dæmis, þegar ég er að fara
út í bílskúr, þá nota ég kveikjarann sem er við útidyrnar og áður en ég get
blikkað augunum, þá er ljósið komið á úti í bílskúr. Hraði ljóssins er það
hraðasta sem ég þekki."

Starfsmannastjórinn
var yfir sig hrifinn og hélt hann hefði fundið sinn mann. "Það er erfitt
að slá út hraða ljóssins." Þessu næst snýr hann sér að fjórða og
síðasta umsækjandanum.

"Það er
augljóst fyrir mér að það hraðasta í heimi er niðurgangur."

"Ha?"
spyr starfsmannastjórinn, steinhissa á svarinu.

"Bíddu,
leyfðu mér að útskýra. Sjáðu til, um daginn leið mér ekki vel og dreif mig á
klósettið. En áður en ég gat hugsað, blikkað eða kveikt ljósin, þá var ég
búinn að drulla í buxurnar."

Hann var ráðinn....


Föstudagsgrín

Davíð kom
skröltandi heim til sín klukkan hálffjögur að nóttu eftir að hafa verið úti á
krá með félögum sínum. Hann fór úr skónum til að vekja ekki Katrínu konuna
sína.Hann læddist
hljóðlega að stiganum sem lá upp í svefnherbergið, en tók ekki eftir síðustu
tröppunni og datt um hana. Sem betur fer náði hann taki á handriðinu en datt
beint á rassinn. Við fallið brotnuðu tvær viskýflöskur sem hann geymdi í
rassvösunum og sársaukinn minnkaði ekki við glerbrotin.Hann náði þó að
halda aftur af öskrinu. Hann stóð upp, girti buxurnar niður um sig og leit í
spegilinn. Í speglinum sá hann að það blæddi úr báðum rasskinnunum. Hann fann
sér því fullan kassa af plástrum og reyndi eins og hann gat að hylja sárin með
plástrum.Eftir að hafa
næstum því tæmt plástrakassan skjögraði hann inn í svefnherbergi og lagðist í
rúmið.Um morguninn
vaknaði hann við sársaukann og Katrín horfði á hann.

„Þú hefur verið
á fylleríi eina ferðina enn, er það ekki?" spurði hún.

„Af hverju spyrðu?" svaraði Davíð.

„Nú," sagði Katrín. „Það gæti verið opna útidyrahurðin. Það gætu verið glerbrotin efst í
tröppunum. Það gæti verið slóðin af blóðdropum um allt húsið. Það gætu verið
blóðhlaupin augun í þér - en það sem vakti mestu grunsemdirnar hjá mér eru
plástrarnir á speglinum."


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband