Færsluflokkur: Dægurmál
14.11.2014 | 12:13
Föstudagsgrín
Vel klæddur lögfræðingur fór inná bar og pantaði martini og sá að við hliðina á honum sat róni sem muldraði og glápti á eitthvað í hendinni á sér. Lögfræðingurinn hallaði sér lengra að honum og heyrði að róninn sagði, þetta lítur út eins og plast, síðan rúllaði hann því á milli fingranna á sér og sagði síðan, en þetta er eins og gúmmí viðkomu. Lögfræðingurinn spurði forvitinn, hvað ertu með þarna manni. Róninn sagði, Ég hef ekki hugmynd en það lítur út eins og plast en er eins og gúmmí viðkomu. Má ég sjá, sagði lögfræðingurinn og róninn lét hann fá þetta. Lögfræðingurinn rúllaði því milli fingranna á sér og skoðaði þetta gaumgæfilega. Já, þetta lítur út eins og plast en er eins og gúmmí viðkomu en ég veit ekki hvað þetta er, hvar fékkstu þetta eiginlega?
Bara úr nefinu á mér, sagði róninn.......
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.10.2014 | 07:19
Föstudagsgrín
Tveir starfsmenn spilavítis stóðu við spilaborð þegar ákaflega hugguleg ljóska kom aðvífandi og kvaðst ætla að veðja 20.000 dollurum á eitt númer í borðinu. "Ég vona að ykkur sé sama" sagði ljóskan, "en ég er alltaf heppnari þegar ég er nakin" og þar með svipti hún sig klæðum, studdi á spilahnapp og skrækti "nú er lag, mig vantar ný föt!"
Síðan hoppaði hún hæð sína og hrópaði: "Yes, yes, ég VANN, ÉG VANN!", þreif fötin sín ásamt öllum peningunum sem voru á borðinu og hvarf á braut.
Gjafararnir störðu undrandi hvor á annan, að endingu gat annar þeirra stunið upp: "Á hvaða tölu veðjaði hún?"
Hinn svaraði: "Það veit ég ekki, varst þú ekki að fylgjast með því?"
LÆRDÓMUR: Ljóskur eru ekki allar heimskar, EN karlmenn eru og verða KARLMENN
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.10.2014 | 07:14
Föstudagsgrín
Þegar tannlæknirinn hennar Kristjönu lét af störfum þurfti hún eðli málsins samkvæmt að verða sér úti um nýjan tannlækni til að taka við skoðununum og viðgerðunum. Þegar hún beið á biðstofunni hans á leið í fyrsta tímann lét hún augun reika um biðstofuna og rak m.a. augun í vottorð tannlæknisins sem bar m.a. fullt nafn hans. Skyndilega mundi hún eftir þessum hávaxna og myndarlega strák er bar sama nafn og hafði verið með henni í bekk í gagnfræðaskóla um það bil 40 árum fyrr. Hún var því orðin nokkuð spennt þegar henni var boðið inn í stólinn en þegar hún bar manninn augum varð henni ljóst að ekki var um sama mann að ræða. Þessi gráhærði maður, sem aðeins var byrjaður að fá skalla, og skartaði djúpum hrukkum í andlitinu, var alltof gamall til að hafa getað verið með henni í bekk. Kristjana gat þó ekki hætt að hugsa um þetta og þegar hann hafði lokið við að hreinsa tennur hennar spurði hún hann hvort hann hefði gengið í gagnfræðiskólann í hverfinu. - Hann játti því. "Hvenær útskrifaðist þú?" spurði Kristjana þá. - "Árið 1962," svaraði hann að bragði. "Nú?" hváði hún. "Þú hefur þá verið í bekknum mínum." - "Nú já," sagði hann og horfði rannsakandi á Kristjönu. "Og hvað kenndir þú?"
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
26.9.2014 | 13:36
Föstudagsgrín
Það sem fer hér á eftir er spurning sem sett var fram á miðvetrarprófum í efnafræði við University of Washington háskólann. Svar eins nemandans var svo stórkostlegt að prófessorinn ákvað að leyfa öðrum að njóta þess.
Aukaspurning: Gefur helvíti frá sér hita eða tekur helvíti til sín hita.
Flestir nemendur settu niður staðhæfingar og reyndu að sanna niðurstöður sínar með tilvísun í lög Boyles sem segja að gas kólni undir minnkandi þrýstingi en hitni undir auknum þrýstingi. En einn nemandi skrifaði eftirfarandi:
Í fyrsta lagi þurfum við vita hvernig massi helvítis breytist í tíma. Þess vegna þurfum við að vita tíðni þess að sálir fari inn í helvíti og tíðni þess að sálir fari úr helvíti. Ég tel þó að við getum gengið út frá því að ef sál fer einu sinni inn í helvíti þá kemur hún ekki út aftur og þar með sleppi engar sálir úr helvíti. Hinsvegar til að áætla hversu margar sálir fara inn í helvíti er rétt að skoða mismunandi trúarbrögð í heiminum í dag. Flest þessarar trúarbragða halda því fram að ef þú ert ekki hluti af þeirra trú, þá farir þú til helvítis. Þar sem það eru fleiri en ein trúarbrögð í heiminum og þar sem fólk tilheyrir ekki fleiri en einum trúarbrögðum í einu, má ganga útfrá að allar sálir fari til helvítis. Miðað við tíðni fæðinga og dauða eins og það er í dag má reikna með að sálum í helvíti fjölgi með ógnarhraða. Nú skulum við líta á breytinguna á stærð helvítis, því lög Boyles segja að til þess að hiti og þrýstingur í helvíti haldist sá sami, verður stærð helvítis að stækka í samræmi við fjölda sálna sem bætast við. Þetta gefur okkur tvo möguleika: 1. Ef helvíti er að stækka með minni hraða en tíðni sálna sem bætast við þá hlýtur hiti og þrýstingur að hækka þar allt fer til helvítis. 2. Ef helvíti er að stækka hraðar en aukning sálna sem inn í það fer, þá hlýtur hiti og þrýstingur í helvíti að minnka þar til helvíti frýs. Þannig, hvort er það? Ef við skoðum staðhæfingu sem Jane bekkjasystir mín setti fram við mig þegar ég var í fyrsta bekk: "Það verður frost í helvíti áður en ég sef hjá þér", og ef tekið er tillit til þess að hún svaf hjá mér í gærkvöldi þá hlýtur númer 2 að vera svarið. Þannig að ég held því fram að helvíti gefi frá sér hita og sé í reynd þegar frosið. Hin hliðin á þessari tilgátu er að þar sem helvíti er þegar frosið og taki ekki við fleiri sálum, þá er eini valkosturinn sá að allar sálir fari til himna og sanni tilvist eilífrar sæluvistar, og það útskýrir að í gærkvöldi sagði Jane hvað eftir annað við mig "Ó guð, Ó guð".
Þessi nemandi var sá eini sem fékk A.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
12.9.2014 | 10:29
Föstudagsgrín
Einu sinni var maður sem hét Guðmundur. Hann var þeim galla búinn að þegar vinnufélagarnir töluðu um einhvern þá þóttist hann þekkja hann. Einn daginn í vinnunni í kaffihléinu voru menn að tala um Björk Guðmundsdóttur. Þá heyrðist í Guðmundi: "Já, Björk, hún er nú góð stelpa"
Vinnufélagi: "Guðmundur, þekkir þú Björk?"
Guðmundur: "Já hún er mjög fín"
Vinnufélagi: "Djöfuls... kjaftæði Guðmundur. Við erum komnir með nóg af þessu, þú þykist þekkja alla. Í guðanna bænum hættu þessu kjaftæði og haltu þessu fyrir sjálfan þig".
Nokkrum dögum síðar í vinnunni.
Vinnufélagi: "Strákar, Svíakonungur er víst að koma til landsins á morgun".
Guðmundur: "Svíakonungur, það er nú góður karl".
Vinnufélagi: "Þekkir þú líka Svíakonung?"
Guðmundur: "Já,já ég þekki hann mjög vel"
Eins og áður sagði voru vinnufélagarnir löngu búnir að fá sig fullsadda af þessu kjaftæði í Guðmundi og létu þetta sem vind um eyru þjóta. Daginn eftir var Guðmundur ekki í vinnunni og þótti mönnum það mjög einkennilegt. Sama kvöld í fréttum sást Guðmundur ásamt ríkisstjórninni á REK flugvelli að taka á móti Svíakonungi, og heilsuðust Guðmundur og Svíakonungur með virktum. Vinnufélagarnir voru mjög hissa og sumir meira að segja trúðu núna þessum sögum Guðmundar. Tveimur dögum síðar tilkynnti yfirmaður vinnunnar að hann, ásamt konu sinni, væri að fara til Ítalíu og ætlaði að sjá páfann í Vatíkaninu.
Þá heyrðist í Guðmundi: "Páfinn, já, það er nú góður maður".
Yfirmaður: "Guðmundur, þekkir þú páfann líka?"
Guðmundur: "Já, já, ansi fínn karl en svolítið gamall".
Yfirmaður: "Guðmundur nú geri ég við þig samning. Þú kemur með okkur til Ítalíu og kynnir mig fyrir páfanum. Ef þú þekkir hann skal ég splæsa á þig ferðinni, ef hann þekkir þig ekki splæsir þú".
Guðmundur: "Ok".
Á Ítalíu: Guðmundur og yfirmaðurinn voru komnir í Vatíkanið í messu og var kirkjan fullsetin. Þegar messan var búin gekk Guðmundur í gegnum mannþröngina og upp að púltinu þar sem páfinn var. Þeir heilsuðust með virktum og töluðu í smá stund saman. Síðan er Guðmundi litið yfir mannþröngina en sér yfirmanninn ekki í fyrstu, loksins kemur hann auga á hann þar sem hann liggur á gólfinu með óráði og fólk stumrandi yfir honum. Guðmundur hleypur strax til yfirmanns síns og kemur að honum þegar hann er að vakna aftur til lífsins.
Guðmundur: "Hvað gerðist? Varstu svona hissa á þvi að ég þekkti páfann?"
Yfirmaður: "Nei, nei - þegar þú varst að tala við páfann bankaði Robert DeNiro á öxlina á mér og spurði mig: "Who is that guy standing beside Guðmundur?"
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
29.8.2014 | 07:44
Föstudagsgrín
Það var einu sinni kona sem átti þrjár dætur. Í hvert skipti sem einhver af dætrum hennar gifti sig bað mamman þá dótturina sem var að gifta sig í það skiptið að vera fljóta að skrifa heim eftir að hún fluttist að heiman og segja gömlu konunni hvernig kynlífið væri hjá hinni nýgiftu.
Jæja sú elsta gifti sig fyrst og aðeins tveimur dögum seinna barst gömlu konunni bréfið frá dóttur sinni.
Á því stóð aðeins "Myllukökur Myllubrauð".
Gamla konan átti bágt með að skilja þetta en fyrir einhverja rælni tók hún eftir auglýsingu frá Myllunni þegar hún vað að blaða í Dagblaðinu síðar um kvöldið. En þar stóð "Myllukökur Myllubrauð...... ávallt seðjandi".
Gamla konan sá nú að hún þyrfti engar áhyggjur að hafa að elstu dóttur sinni, henni væri vel sinnt.
En þar kom að miðdóttirin gifti sig og leið vika frá brúðkaupinu þar til gömlu konunni barst bréfið frá dóttur sinni. Þar stóð aðeins "Ingvar og Gylfi".
Kella var nú fljót að leita að Dagblöðunum og fann að lokum auglýsingu frá Ingvar og Gylfa þar sem stóða "Nýi rúmgaflinn frá okkur......King size og extra langur".
Vissi nú kella að hún þyrfti heldur engar áhyggjur af hafa af þessari dóttur sinni.
Jæja bréfið frá yngstu dótturinni var lengi á leiðinni en barst loks kellu fjórum vikum eftir brúðkaupið. Í bréfinu stóð aðeins eitt orð "Flugleiðir".
Kella leitaði nú ákaft að auglýsingu frá Flugleiðum í Dagblaðinu og á endanum fann hún eina. En eftir að hafa lesið auglýsinguna leið yfir kellinguna því þar stóð:
"Þrisvar á dag, sjö daga vikunnar, á alla áfangastaði!
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.8.2014 | 09:01
Föstudagsgrín
Ef vinnudagurinn hefur verið hræðilegur prófaðu þá þetta:
Farðu í apótek á leiðinni heim og kauptu Johnson & Johnson hitamæli, enga aðra tegund. Þegar þú ert komin/n heim lokaðu þá að þér, dragðu gluggatjöldin fyrir og taktu símann úr sambandi. Farðu í mjög þægileg föt, t.d. íþróttagalla, og leggstu upp í rúmið þitt. Opnaðu pakkann og settu mælinn varlega á náttborðið. Taktu bæklinginn sem fylgir og lestu hann. Þú munt sjá að neðst stendur með litlum stöfum : Allir endaþarmsmælar frá Johnson & Johnson fyrirtækinu eru persónulega prófaðir.
Lokaðu nú augunum og segðu upphátt :
" Ég gleðst af öllu hjarta yfir því að ég vinn ekki á prófanadeildinni hjá Johnson & Johnson fyrirtækinu." Endurtaktu þetta fjórum sinnum.
Hafðu það svo gott og mundu að það er alltaf einhver sem er í verra starfi en þú...........
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.8.2014 | 08:49
Föstudagsgrín
Maður sem var heimilislæknir stóð í hörkurifrildi við konuna sína einn morguninn. Í hita leiksins missti hann út úr sér: "Og svo ertu bara léleg í rúminu í þokkabót".
Við svo búið rauk hann í vinnuna á heilsugæslustöðinni.
Síðar um daginn fannst honum ekki annað hægt en að biðjast fyrirgefningar og hringdi því heim. Konan svaraði mjög seint.
"Hvers vegna varstu svona lengi að svara?" spurði maðurinn.
"Ég var uppi í rúmi"
"Hvað varstu að gera þar?" spurði hann.
"Fá álit sérfræðings."
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
18.7.2014 | 07:15
Föstudagsgrín
Pentagonið fattaði allt í einu að þeir voru með allt of marga hershöfðingja og fóru að bjóða þeim elstu að fara snemma á eftirlaun. Vegna dræmra undirtekta höfðingjanna lofuðu að greiða þeim sem hættu strax full eftirlaun og að auki hundrað þúsund fyrir hvern sentimetra sem hægt væri að mæla í beinni línu eftir líkama þeirra milli einhverra líkamshluta, sem þeir sjálfir máttu velja. Einn samþykkti strax, gamall flughermaður. Hann bað um að hann yrði mældur milli táa og ennis. 1.85m var mælingin og hann labbaði út með ávísun upp á 18.5 milljónir. Einn í viðbót greip tækifærið þegar hann sá þetta og bað um að hann yrði mældur milli táa og fingra, með hendurnar upp í loft. Sá mældist 2.30m og labbaði út með 23 milljónir. Þá kemur þriðji hershöfðinginn sem ákveður að taka boðinu og segir að hann vilji láta mæla milli kóngs og eistna. Mælingamaðurinn er nú hissa á þessu: "Ertu viss um þetta?" og bendir honum á hversu mikið hinir hefðu fengið greitt og hvort hann vilji ekki reyna að fá svolítið meira út úr þessu. e n sá gamli var þrjóskur og heimtar að þetta verði gert. "Allt í lagi," segir mælingamaðurinn, "en ég vil þá að það komi hérna læknir og framkvæmi mælinguna. Þegar læknirinn kemur biður hann hershöfðingjann að taka niður um sig buxurnar, sem hann og gerði. Hann byrjar að mæla, setur málbandið á kónginn á hershöfðingjanum og byrjar að vinna sig aftur. "Guð minn góður," æpir hann allt í einu, "hvar eru eistun á þér?" "Í Víetnam.."
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
4.7.2014 | 08:21
Föstudagsgrín
Hjón í sumarfríi fóru í bústað á Þingvallavatni. Eiginmanninum fannst best að veiða við sólarupprás. Konunni fannst gaman að lesa. Einn morgun snýr eiginmaðurinn aftur eftir nokkurra klukkustunda veiðar og ákveður að leggja sig. Þó konan þekki ekki vel til á Þingvöllum ákveður hún að fara á bátnum og sigla út á vatnið. Hún siglir stutta vegalengd út á vatnið, setur út akkerið og kemur sér vel fyrir og fer að lesa bók. Stuttu seinna kemur veiðivörður siglandi að henni á bát sínum. "Góðan daginn frú, hvað ert þú að gera?" spyr hann. "Ég er að lesa bók" svarar hún (og hugsar með sér hvort það sé ekki augljóst!). "Þú ert á lokuðu veiðisvæði" segir vörðurinn. "Fyrirgefðu en ég er ekki að veiða, ég er að lesa" segir hún. "Já" svarar hann, "En þú ert með allar græjur, hvað veit ég nema að þú farir að veiða eftir skamma stund. Ég verð að fá þig í land svo ég geti gert skýrslu um þetta". "Ef þú gerir það þá verð ég að kæra þig fyrir nauðgun!" svarar hún þá. "En ég hef ekki snert þig " segir vörðurinn forviða. "Það er rétt en þú hefur allar græjur og hvað veit ég nema að þú byrjir eftir skamma stund". "Hafðu það gott í dag frú" sagði vörðurinn og sigldi á brott.
Boðskapur sögunnar: Aldrei rífast við konu sem les. Það er mjög líklegt að hún geti líka hugsað !
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)