Færsluflokkur: Samgöngur
29.10.2014 | 12:10
"EKKI ER ALLT SEM SÝNIST"
Eins og fram kemur í viðkomandi frétt. Þarna er jú verið að tala um "grunnfargjald" en þá er eftir að reikna ýmislegt inn eins og t.d. "töskugjaldið, flugvallarskatta og fleira. Þetta er svipað og þegar læknar og fleiri eru að tala um launin, þá nefna þeir alltaf grunnlaunin en sleppa því að tala um viðbæturnar, sem eru jú laun líka. Annars upplifði ég þessa "hörðu markaðssetningu" á eigin skinni um daginn. Einn aðili auglýsti ferðir til London á meiriháttar kjörum á heimsíðunni sinni. Ég fór út af heimasíðunni á meðan ég hugsaði málið. En ég ákvað að láta slag standa og fór aftur inn á heimasíðuna, en viti menn þá voru þessi verð ekki lengur í boði HELDUR HAFÐI ÞAÐ HÆKKAÐ UM 7.700 KRÓNUR og þar með varð ekkert úr að ég skellti mér til London. Seinna sagði mér maður að þetta væri nokkuð mikið gert, af þeim sem væru að selja á "netinu". Allir hafa sína IP tölu og þegar hún kemur í fyrsta skipti inn, þá koma þessi "tilboð" upp, þeir sem eru fljótir að ákveða sig fá þessi verð en menn sem eru ekki fljótir til (fara út af síðunni og koma seinna inn til að klára dæmið) fá hreinlega ekki þessa möguleika upp þegar IP talan þeirra kemur upp í annað skiptið...................
![]() |
Fargjald WOW of gott til að vera satt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Samgöngur | Breytt s.d. kl. 14:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.10.2014 | 09:55
HVAÐ SKYLDI REYKJANESBRAUTIN HAFA MEÐ ÞESSAR FRÉTTIR AÐ GERA?????
Kannski eiga þeir engar myndir frá Holtavöruheiðinni eða Bröttubrekku, í myndasafninu? Einhver hlýtur ástæðan að vera.................
![]() |
Hálka á Holtavörðuheiði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
29.9.2014 | 07:44
LÖNGU TÍMABÆR FRAMKVÆMD......
Því miður hefur það "tafist" von úr viti að framkvæmdir þarna yrðu hafnar en loksins þegar var byrjað gengur verkið eins og í sögu, enda hefur verið unnið vel að undirbúningi og sá langi tími sem þetta hefur verið í "ferli" nýttur vel. Austfirðingar hafa verið MJÖG umburðarlyndir, gagnvart samgöngubótum í öðrum landsfjórðungum og ekki laust við að maður fái það á tilfinninguna að menn hafi notfært sér það og það hafi valdið óþarfa töfum á því að þetta verk gæti hafist. Ekki þurfti að LJÚGA þetta verk af stað, með því að segja að það væri í "einkaframkvæmd" en kría á sama tíma út átta milljarða LÁN með ríkisábyrgð (sem við vitum öll að skattgreiðendur enda á að borga). Hefði bara ekki verið ódýrara að bora eftir heitu vatni á Vaðlaheiði???? Ég óska Austfirðingum til hamingju með það að loksins skuli hylla undir að Norðfjarðargöng komist í gagnið en minni jafnframt á að menn hætti að setja fjármagn í einhver "gæluverkefni" en einbeiti sér þess í stað að samgöngubótum á Austfjörðum og Vestfjörðum, þar sem þörfin er mest...............
![]() |
Komnir hálfa leið í Norðfjarðargöngum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
18.9.2014 | 19:33
HVAÐ ER EIGINLEGA MÁLIÐ MEÐ ÞESSARR HRÍSLUR Í TEIGSSKÓGI?
Þegar Umhverfismálin virðast vera orðin mikilvægari en lífsmöguleikar fólks í heilum landsfjórðungi er eitthvað meira en lítið að. Það virðist bara vera að manninum sé orðið ofaukið í náttúrunni og þá spyrja sig kannski einhverjir: HVER Á EIGINLEGA AÐ NJÓTA NÁTTÚRUNNAR, ÞEGAR MANNINUM HEFUR VERIÐ ÚTHÝST ÞAÐAN?
![]() |
Kæruferli óhjákvæmilegt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
28.8.2014 | 09:40
OG ÉG SEM HÉLT AÐ LANDEYJAHAFNARÆVINTÝRIÐ GÆTI EKKI VERSNAÐ
"Ja, það er ekki ein báran stök í 12 vindstigum". Það er ekki bara ágangur sjávar, sem ógnar höfninni heldur tekur Markarfljót þátt í leiknum. Þetta gerir það að verkum að líftími hafnarinnar verður enn styttri en flestir gerðu ráð fyrir. Eru einhverjar áætlanir til um það hvernig samgöngum milli Lands og Eyja verður háttað í framtíðinni???????
![]() |
Fljótsósinn færist til vesturs |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
7.7.2014 | 17:35
ÞVÍ MIÐUR ERU ÞETTA DRAUMÓRAR ENN SEM KOMIÐ ER.........
Það er afskaplega hæpið að fjárfestar fáist til að leggja fjármagn í þetta, þegar það skilar sér svona hægt til baka og á meðan ekki er svigrúm til að reka hér heilbrigðiskerfið og menntakerfið , svo nokkur sómi sé að, er vita vonlaust að láta sig dreyma um svona lagað. Bara það eitt að ekki skuli gert ráð fyrir launakostnaði og launatengdum gjöldum, vegna rekstrarins, rýrir trúverðugleika skýrslunnar mjög mikið. Miðað við þessar forsendur er engin von til að fjármagna dæmið í einkaframkvæmd nema kannski að litlum hluta og þá er það með öllu vonlaust að ríkið geti komið að þessu "gæluverkefni". Þannig að þessum draumi þarf að "loka" í að minnsta kosti nokkur ár...............
![]() |
Stofnkostnaður hraðlestar 100 milljarðar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Samgöngur | Breytt s.d. kl. 20:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
En því miður þá gera þessar hugmyndir ekki nokkurn skapaðan hlut, einar og sér. Reykjanesbrautin, eins og hún er í dag, ræður engan veginn við meiri hraða en 90 km/klst. Fyrir utan það að tímasparnaðurinn með því að aka á 110 km hraða í stað 90 km (sem brautin ræður hreinlega ekki við eins og ástandið er í dag), er afskaplega lítill. Sem dæmi skal nefnt að ég ek frá Fitjum í Njarðvík til Hafnarfjarðar á um 20 mínútum á 90 km hraða en á 110 km hraða yrði ég rúmlega 16 mínútur á leiðinni. Það þyrfti að fara út í mjög kostnaðarsamar viðgerði og endurbætur á Reykjanesbrautinni til að gera þetta mögulegt og að halda það að það sé hægt að fjármagna margra milljarða framkvæmt með hraðasektum, tel ég í hæsta máta vafasamt svo ekki sé nú meira sagt................
![]() |
Fjármagnað með gjaldi á 110 km hraða |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
12.4.2014 | 08:45
EKKI ERU ÞETTA NÚ MJÖG STERK RÖK................
Menn verða nú að koma með eitthvað sem heldur betur fyrir hækkunum flugfargjalda. Hitt er svo annað mál að forystan í Reykjavík (Samfó og Besti flokkurinn) leggja svo mikla ofuráherslu á þetta flugvallarmál að aðrir málaflokkar í borginni gleymast og borgin er að verða undir í samkeppninni við nágrannasveitarfélögin.............
![]() |
Fargjöld munu hækka |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
1.4.2014 | 09:08
ÞAÐ ER LANGT SÍÐAN ÞAÐ VAR LJÓST AÐ ENGINN VILJI VAR TIL AÐ SEMJA
Því ætti fyrir löngu að vera búið að setja lög á þetta og í framhaldi af því á að RIFTA samningum við "Óskabarn Þjóðarinnar" og Vegagerðin sjái alfarið um rekstur ferjunnar í framtíðinni. Svo á að einhenda sér í að klára þessi mál við áhöfnina á sómasamlegan hátt. Nú fer að koma sá tími sem Landeyjahöfn verður nothæf (að því gefnu að búið verði að henda tugum eða hundruðum milljóna í dýpkunarframkvæmdir) og þá er eins gott að hægt verði að notast við höfnina þennan stutta tíma sem hún verður nothæf................
![]() |
Þreifingar um lög á verkfall |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
28.3.2014 | 04:18
ÞÓ FYRR HEFÐI VERIÐ
Þeir hafa þurft að búa við ófremdarástand samgöngum nú í nokkur ár og aldrei hefur verið gert neitt af viti til að bæta þar úr. Svo tók nú steininn alveg úr þegar þetta yfirvinnuverkfall hófst á Herjólfi,ég tek það fram að ég hef fulla samúð með áhöfn skipsins og mér finnst hreinasta skömm fyrir "Óskabarn þjóðarinnar" að vera ekki búið að leysa þessa deilu fyrir löngu. Ætla samgönguyfirvöld virkilega bara að horfa á úr fjarlægð og fylgjast með þegar samfélagið í Vestmannaeyjum er tekið ósmurt í ra.......... og samgöngum milli Lands og Eyja verður rústað endanlega??????? Ég held að það hafi bara verið skárra þegar Vegagerðin sá alfarið um Herjólf.
![]() |
Þolinmæði Eyjamanna á þrotum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |