Færsluflokkur: Samgöngur

ÞAÐ ER ALLS EKKI VIÐUNANDI AÐ VESTMANNAEYINGUM SKULI VERA BOÐIÐ UPP Á ÞETTA RUGL

Alveg síðan Landeyjahöfn var opnuð -tveir mánuðir, hafa samgöngumál þeirra verið í tómu tjóni og ofan á allt bullið og kjaftæðið sem þeir hafa orðið að þola er þetta yfirvinnubann á Herjólfi.  Hversu lengi á þetta bull eiginlega að viðgangast?????  Maður hefði haldið að það eigi að sýna samfélaginu úti í Eyjum meiri virðingu en þetta og það er algjör lágmarkskrafa að það verði gengið í að semja strax.  Eimskip hefur sýnt það og sannað að þeir eru ekki nokkrir menn til að sjá um þessi mál og svei mér þá ef það er ekki skárra að Vegagerðin taki aftur við skipinu og rekstri þess.......................
mbl.is Skárri tónn en engin lausn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

HANN VIRÐIST EKKI GANGA Á ÖLLUM

Kostnaðurinn við að notast við "sandkassann" sem kallaður er Landeyjahöfn felst ekki eingöngu í siglingunum og bak við þessar fullyrðingar hans eru að sjálfsögðu engir "opinberir" útreikningar.  Meira að segja verður að fara út í dýpkunarframkvæmdir við höfnina svo Víkingur geti nýtt hana með þokkalegu móti.......
mbl.is Geta sparað milljón á dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ER ÞETTA FRAMTÍÐIN Í SAMGÖNGUMÁLUM EYJAMANNA?????

Að láta þessa "dollu" sigla í staðinn fyrir Herjólf einhverja X daga í viku.Það var um öruggari samgöngur milli Lands og Eyja að ræða þegar Skaftfellingur var í ferðum...............
mbl.is Víkingur siglir til Landeyjahafnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

MEÐ ÖÐRUM ORÐUM "SETJA SKIPIÐ NÁLÆGT SINNI UPPHAFLEGU HÖNNUN"

Samkvæmt upphaflegri teikningu átti Herjólfur að vera nokkrum metrum lengri (ég man ekki alveg hversu  margir metrarnir áttu að vera.  Ef einhver man það væri vel þegið að hann léti vita).  En það var talið betra að stytta skipið, svo betra yrði að athafna sig á því í höfninni í Eyjum og líka þótti skipið óþarflega stórt.  En eins og flestir vita þá eru allar stærðir í upphaflegri hönnun þess miðaðar við hámarks hæfni þess til siglinga þannig að um leið og einhverjum stærðum er breytt skerðist sjóhæfni skipsins.  Þetta hefur verið vitað lengi og því á það alls ekki að vera pólitísk ákvörðun hvort átt er við teikningar skips eða ekki.  Það á þá bara að teikna minna skip ef þess þarf............
mbl.is Breyti Herjólfi til að hann snúist síður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ÞAÐ ÞURFTI NÚ EKKI EINU SINNI AÐ TAKA ÞAÐ FRAM AÐ ÞAÐ VÆRI ÓFÆRT Í LANDEYJAHÖFN

Það hefðu nú frekar verið fréttir ef í þessu óveðri, sem nú gengur yfir, hefði verið fært í Landeyjahöfn............
mbl.is Hífandi rok í Eyjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

EIGA ÞÁ ÍBÚARNIR VIÐ SUNNANVERÐA VESTFIRÐI BARA AÐ ÉTA ÞAÐ SEM ÚTI FRÝS??????

Er þá kannski búið að finna ferju sem gæti komið í staðinn fyrir Baldur á Breiðafjörðinn, á kannski ekkert að huga að því?????


mbl.is Finna ekki ferju sem hentar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

EN HVERNIG Á AÐ LEYSA SAMGÖNGUMÁLIN Á BREIÐAFIRÐI???????

Eða skiptir það engu máli?  Ég er ekki alveg viss um að fólk á Breiðafirði og sunnanverðum Vestfjörðum sé alveg sama hvort þessi leið verði farin án þess að neitt verði gert til að bæta samgöngur á svæðinu?  Þarna eru verstu vegir landsins og þeir verða ófærir í fyrstu snjóum..............
mbl.is Tilbúnir til að lána Baldur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

HALDIÐ ÁFRAM AÐ "DRULLA" YFIR BORGARBÚA OG LANDSMENN ALLA......

Þó að ég sé talsmaður þess að Reykjavíkurflugvöllur fari úr Vatnsmýrinni og þá er ég mjög hrifinn af þeirri hugmynd að nýr flugvöllur verði byggður á Lönguskerjum.  En ég geri mér fullkomlega grein fyrir því að þetta yrði mjög dýrt og ég veit ekki hvort þetta sé tæknilega framkvæmanlegt.  Niðurstaðan er sú að við höfum bara hreinlega ekki efni á þessu karpi núna um flugvöllinn og helsta vitið er að tryggja rekstur hans á núverandi stað til dæmis til 2024 og athuga þá hvort aðstæður til flutninga á flugvellinum hafi eitthvað breyst.  Það er eiginlega algjört lágmark að borgarstjóranefnan sýni borgarbúum og landsmönnum öllum þá lágmarkskurteisi að taka tillit til vilja þeirra og skoðana og hætti líka að blanda saman málefnum borgarinnar og einhverju "egótrippi" sínu.............
mbl.is „Ljóst að flugvöllurinn þarf að fara“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ÞETTA ER SVO SEM ALVEG SKILJANLEGT Í DAG.................

En þegar er allt að því "renniblíða" og í rauninni ekki hægt að kenna neinu um öðru en "sandkassanum" horfir málið öðruvísi við..............
mbl.is Fyrsta ferð Herjólfs fellur niður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ER ÞETTA FRAMTÍÐIN FYRIR MESTU "SAMGÖNGUBÆTUR" VESTMANNAEYINGA HINGAÐ TIL??????

Að það komi dýpkunarskip til starfa í Landeyjahöfn í september og verði þar eitthvað fram yfir áramót, á hverju ári, til starfa.  Svo hægt verði að nota höfnina næsta sumar??????
mbl.is Dæling að hefjast í Landeyjahöfn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband