Færsluflokkur: Íþróttir

NOREGUR - FÆREYJAR. NORÐÐMENN HÉLDU AÐ ÞEIR VÆRU BARA AÐ FARA Í "LÉTTANN" ÆFINGLEIK....

En þar skjátlaðist þeim hrappalega.  Frá fyrstu sekúndu leiksins var alveg greinilegt að Færeyingar voru ekkert komnir þarna bara til að vera með heldur var ljóst að mótherjarnir þyrftu að hafa verulega fyrir hlutunum.  Og það kom sko heldur betur á daginn.  Færeyingarnir spila mjög "óhefðbundinn handbolta" til dæmis er ekki algengt að sjá svokölluð "sirkusmark" snemma í fyrri hálfleik, svo eru Færeyingar mjög snöggir og léttir og þar var ekki óalengt að sjá að þeirra helstu sóknarmenn fengju mjög hressilegar flugferðir og alveg með ólíkindum hversu vel þeir sluppu frá þeim.  En því miður  eru þeir svo fáir í liðinu að sama liðið var inni á vellinum allan tímann og þá er því miður bar ávísun á það að þeir komast sennilega upp úr riðlinum.  Það ljótasta sem ég sá í þessum leik, var þegar stjarna Norðmanna Sagosen skaut í höfuðið á Færeyska markmanninum, þetta var svo augljóst og var nokkuð oft endursýnt en dómararnir dæmdu ekki á atvikið hann Gunnar Birgisson, sem lýsti leiknum talaði um að sennilega hefði Sagosen fengið svokallaðan "stórstjörnuafslátt".  En þetta var mjög jafn leikur Norðmenn komust, að mig minnir tvisvar sinnum í þriggja mark forskot en Færeyingar náðu alltaf að  jafna og eins og Íslendingar náðu þeir að jafna eftir að vera tveimur mörkum undir þegar tvær mínútur voru eftir.  En leikurinn fór 26 - 26.  TIL HAMINGJU FÆREYINGAR.....


ÍSLENDINGAR LEIKA SÉR EKKERT AÐ EISTUNUM..........

Í öllum íþróttum..............


mbl.is Eistar of sterkir fyrir Íslendinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

EINHVER SÚ ALLÉLEGASTA FRAMMISTAÐA SEM SÉST HEFUR FRÁ "STELPUNUM OKKAR"..

Eina manneskjan sem sýndi einhvern vilja og virtist hafa eitthvað sjálfstraust var markmaðurinn og það er alveg á hreinu að EKKERT af þeim mörkum sem Íslenska liðið verður hægt að skrifa á hana og ef eitthvað var þá var frammistaða hjá henni sem bjargaði því að niðurlæging Íslenska liðsins yrði ennþá meiri.  Eins og áður hefur komið fram var Íslenska liðið bara dauft en þó má ekki alveg líta fram  hjá því sem vel var gert, Ingibjörg Sigurðardóttir barðist vel en það dugir fremur skammt að bara ein manneskja leggi sig fram (fyrir utan markmanninn).  Það kom mér mikið á óvart hversu "slöpp" Karólína Lea var, hún virkaði bara "þung" og hún virkaði eins og hún væri bara alls ekki í formi, sendingarnar hjá henni voru ónákvæmar og ég er bara alls ekki hissa á því að Bayern München skyldi losa sig við hann.  Það ætlar að  ganga illa hjá þeim að halda boltanum innan liðsins og svona yfirhöfuð fannst mér þetta alltof léttur leikur fyrir Þjóðverjana...


mbl.is Algjörir yfirburðir Þjóðverja í Bochum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ÞAÐ VAR NÚ SVOLÍTILL "HEPPNISSTIMPILL" YFIR ÞESSUM SIGRI.......

En ég get ekki tekið undir það að Walesverjar hafi verið BETRI.  "Stelpurnar okkar" virtust eiga í miklum erfiðleikum með að koma boltanum út úr og frá teignum en Wales stelpurnar "pressuðu" mjög ofarlega, sem kannski gerði það að verkum að þær voru svolítið berskjaldaðar fyrir hraðaupphlaupum en "stelpunum okkar" gekk illa að halda boltanum innan liðsins, þegar þær náðu honum sem gerði það að verkum að sóknirnar urðu fremur ómakvissar og runnu flesta út í sandinn.  En þær máttu eiga það að vörnin var alveg 100%.  Það er alveg ljóst að það er nokkuð margt sem þarf að laga fyrir Þjóðverjaleikinn og alveg á hreinu að það kemur ekki til með að hjálpa Íslenska liðinu að Sveindís verður ekki með......


mbl.is Erfitt að vera róleg þegar enginn vill boltann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

DAPURLEGT AÐ HORFA UPP ÞETTA..........

Því  þær voru með svo vænlega stöðu eftir fyrri hálfleikinn (2:0).  Þær misstu  bara einbeitinguna og "týndu sér í fimm mínútur" og það gegn svona liði eins Barcelona er nokkuð sem má alls ekki gerast og því fór sem fór.  Er ekki sagt að mistökin séu til að læra af þeim?  Vonandi læra þær vel af þessu og koma bara tvíefldar til leiks á næsta ári............


mbl.is Grátlegt hjá Sveindísi í úrslitum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ÞETTA VIÐTAL STAÐFESTIR ÞAÐ BARA AÐ ÞAÐ ER EKKI Í LAGI MEÐ MANNINN....

Ég get nú að nokkru leyti tekið undir með honum að tímasetning brottrekstrarins s´sérstök, það átti bara að vera búið að reka hann fyrir löngu síðan.  Og að vera hissa á þessari niðurstöðu sýnir bara hvað hann er veruleikafirrtur, hann er með næstlélegasta árangurinn á eftir Eyjólfi Sverrissyni og í ljósi þess þarf hann ekki að vera neitt hissa á niðurstöðunni.  Hann ætti nú að leita eftir vinnu þar sem knattspyrna kemur EKKI við sögu eða þjálfun yfirleitt, HANN ER BARA EKKI MEÐ ÞANN PERSÓNULEIKA SEM TIL ÞARF Í ÞETTA STARF.......


mbl.is Arnar Þór tjáir sig um brottreksturinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

OG VILJA MENN ENN HALDA DAUÐAHALDI Í ÞENNAN ÞJÁLFARARÆFIL?????

Hversu langt niður á FIFA-listanum telja menn ásættanlegt að þessi þjálfaralufsa dragi landið niður, án þess að stjórn KSÍ grípi til nokkurra aðgerða??????????


mbl.is Þetta voru tvö heppnismörk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

KANNSKI ÞESSI GREIN HREYFI VIÐ STJÓRN KSÍ????????

Það er nokkuð ljóst að margir eru algjörlega búnir að fá sig fullsadda af aðalþjálfara A - landsliðs karla í knattspyrnu.  Ætlar stjórn KSÍ endalaust að hunsa þetta???????


mbl.is Gummi Ben: Mun ekki líða endalausar árásir að heiðri og persónu Alberts
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

HANN ÞARF Á HJÁLP AÐ HALDA TIL AÐ HALDA STARFINU........

Og aðeins þess vegna hringir hann í Albert Guðmundsson, því loksins er hann farinn að gera sér grein fyrir því að þolinmæði landsmanna er löngu þrotin og ekki kæmi mér á óvart að stjórn KSÍ væri eitthvað farin að "ókyrrast".  Ég get bara ekki með nokkru móti skilið hvað það er sem veldur því að það er ekki fyrir löngu búið að reka þennan mann úr starfi????????


mbl.is Arnar rétti fram sáttahönd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

SVEI MÉR ÞÁ ÉG HELD ÉG HAFI ALDREI SÉÐ JAFN HÖRMULEGAN LEIK HJÁ LANDSLIÐINU Í HANDBOLTA......

Meira að segja var þessi leikur lélegri en leikurinn á móti Ungverjum á HM í janúar og er þá mikið sagt.  En eitt var þó jákvætt sem kom út úr þessum leik FRAMMISTAÐA LIÐSINS Á HM SKRIFAST EKKI Á GUÐMUND ÞÓRÐ GUÐMUNDSSON HELDUR SKRIFAST HÚN ALFARIÐ Á LEIKMENNINA OG ÞAÐ ER ALVEG LJÓST AÐ ÞAR VERÐUR MIKIL VINNA FRAMUNDAN.  Getur verið að leikmenn liðsins séu að "spara" sig þegar þeir leika fyrir Ísland svo þeir geti verið í góðu standi fyrir félagsliðið,  sem jú borgar launin þeirra???????


mbl.is Hroðaleg sóknarframmistaða í stóru tapi Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband