Færsluflokkur: Íþróttir
14.1.2023 | 22:05
KÖSTUÐU FRÁ SÉR UNNUM LEIK............
Það má segja að fyrri hálfleikurinn hafi verið allt að því fullkominn hjá strákunum okkar og ég verð nú að viðurkenna að ég var bara orðinn verulega bjartsýnn (segi svona næstum því að ég hafi þurft á rafsuðuhjálmi að halda. En þegar um það bil 15 mínútur voru liðnar af seinni hálfleik, var engu líkara en að strákunum okkar hafi þótt nóg komið, þeir fóru að misnota dauðafæri og kasta frá sér boltanum og svo fóru þeir að taka mjög skrýtnar ákvarðanir og Ungverjarnir refsuðu trekk í trekk og til að bæta gráu ofan á svart þá fór Ungverski markmaðurinn að verja eins og berserkur. Og síðustu mínúturnar voru þannig að glundroðinn hjá strákunum okkar var algjör og sjálfstraustið var alveg í molum og því fór sem fór og því miður gerði enginn neitt þegar á reyndi. En það er óþarfi að hengja haus því mótið er bara rétt að byrja.........
![]() |
Það hrundi allt sem gat hrunið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.1.2023 | 15:50
MIKILL MISSIR FYRIR KVENNALANDSLIÐ...........
Hún er alveg svakalega stór "karakter" og mikill leiðtogi og kom mjög skemmtilega að orði í sjónvarsviðtölum. Ég vil enda þetta á því að færa henni bestu þakkir fyrir hennar ómetanlega framlag til kvennaknattspyrnunnar hér á landi og víðar og er ég viss um að margir taka undir með mér.......
![]() |
Tilfinning sem ég mun aldrei gleyma |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.1.2023 | 21:41
ÞRÁTT FYRIR MÓTVIND ÞÁ HAFÐIST SIGUR..............
Það var alltof mikið um tapaða bolta hjá Íslenska liðinu og þá var fyrri hálfleikur sérstaklega slæmur og bara í fyrri hálfleik fengu Portúgalarnir níu hraðaupphlaupsmörk eftir tapaða bolta hjá okkar strákum. Svo er ekki hægt að horfa framhjá dómgæslunni, sem var alveg stórfurðuleg á köflum........
![]() |
Sætur sigur á Portúgal í fyrsta leik |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.1.2023 | 08:02
ÍSLENDINGAR VORU NOKKUÐ LANGT FRÁ ÞVÍ AÐ LEIKA SÉR AÐ EISTUNUM - HÖRMUNGIN HELDUR ÁFRAM....
Og enn heldur KSÍ dauðahaldi í þennan þjálfararæfil. Hvenær fá menn eiginlega nóg á þeim bæ?? Það mætti halda að það væri einhver hörgull á mönnum sem geta sinnt þessu starfi af einhverju viti? Getur verið að það vaxi mönnum eitthvað í augum að það þarf yfirleitt að borga þeim almennileg laun, sem standa sig þokkalega í starfi???????????
![]() |
Ísland nældi í jafntefli gegn Eistlandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
18.12.2022 | 18:37
RÉTTLÆTIÐ NÁÐI FRAM AÐ GANGA - AÐ LOKUM..............
Argentína átti hreinlega leikinn í rúmlega 78 mínútur, þar til dómarinn færði Frökkunum ódýra vítaspyrnu, á silfurfati og hleypti þeim þar með inn í leikinn. Þeir þökkuðu fyrir sig og skoruðu úr "GJAFAVÍTINU" og settu aukinn kraft í sinn leik og náðu svo að skora jöfnunarmarkið og tryggðu sér þar með framlengingu. Í framlengingunni skoruðu bæði liðin eitt mark og hverjir aðrir en Messi og MPappe skoruðu? Það var svo í vítaspyrnukeppninni sem Argentínumenn tryggðu sigurinn, fyrst varði Martinez (markvörður Argentínu) eitt víti og síðan brenndu Frakkar af einu víti og þar með voru Argentínumenn búnir að tryggja sér heimsmeistaratitilinn. En hvað var hún Edda Sif Pálsdóttir eiginlega að hugsa þegar hún valdi sér kjól til að klæðast við þetta tækifæri???????????
![]() |
Argentína heimsmeistari í þriðja sinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
17.12.2022 | 20:34
MAROKKÓMENNIRNIR VORU BARA "SPRUNGNIR" Á LIMMINU..........
Þeir höfðu ekki þá breidd í liðinu sem þurfti til svo þeir gætu náð lengra. Svona framganga hefur sést áður og í tónlistarheiminum er þetta kallað "ONE HIT WONDER". Króatarnir gerðu bara það sem þeir þurftu að gera en það var bara að spila af skynsemi og hleypa Marokkómönnunum ekki of langt. Það gekk að mestu leiti upp og Króatarnir létu Marokkómennina skilja það að þeir kæmust ekki lengra en í fjórða sætið á HM. Svo er spurning hvort þeir verði meira á HM í framtíðinni????????
![]() |
Króatía fær brons |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.12.2022 | 12:04
ÞETTA KALLAR MAÐUR AÐ HÆTTA Á TOPPNUM..................
Það var ótrúlega magnað að fylgjast með manninum í leiknum á móti Króatíu og enn ótrúlegra að ann skyldi EKKI vera kosinn maður leiksins. HANN KOM AÐ ÖLLUM MÖRKUM LIÐSINS. Hann skoraði fyrsta mark leiksins, menn eru ekki sammála um hvort dæma hafi átt vítaspyrnu þarna en reglurnar eru alveg skýrar MAÐURINN VARFELLDUR INNAN TEIGS OG ÞÁ ER VÍTASPYRNA DÆMD og reglurnar eru alveg skýrar svo geta menn verið ósammála um hvort það sé réttlátt. Hann átti stoðsendinguna á Alvares þegar annað markið var skorað og svo þetta ótrúlega spil hans upp hægri kantinn, alveg frá miðju og inn í teig Króatanna og endaði á því að gefa boltann fyrir markið og ekkert annað fyrir Alvares að gera annað en að "SKÓFLA" boltanum yfir marklínuna, sem hann og gerði. EF ÞAÐ ER EITTHVAÐ RÉTTLÆTI TIL Í HEIMINUM ÞÁ EIGA ARGENTÍNUMENN AÐ VERÐA HEIMSMEISTARAR OG MESSI LYFTIR STYTTUNNI FRÆGU.....
![]() |
Úrslitaleikurinn síðasti leikur Messi á heimsmeistaramóti |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
6.12.2022 | 21:39
SENNILEGA VAR ÁSTÆÐAN FYRIR STÓRLEIK PORTÚGALSKA LIÐSINS SÚ AÐ RONALDO BYRJAÐI EKKI LEIKINN
Seinni árin hefur mér fundist leikur Portúgalska liðsins snúast of mikið um persónu Ronaldos en kannski minna um fótboltann sem slíkan og Portúgalska liðið hefur ekki fengið að njóta sín sem heild. En á þessu varð heldur betur breyting í kvöld þegar Ronaldo kom ekki inn á fyrr en seinni hálfleikurinn var um það bil hálfnaður. Ég man ekki eftir betri leik af hálfu Portúgalska liðsins og þá er ósanngjarnt að velja einhvern einn þar úr því það má segja að allir hafi átt stórleik þar sem liðsheildin var alveg stórkostleg. Maður fékk það á tilfinninguna þegar staðan var orðin 5 - 1 að Svissle3ndingarnir væru bara að bíða eftir því að þessari martröð færi að ljúka e svo var ekki alveg raunin og til að "snúa hnífnum í sárinu" skoruðu Portúgalar eitt mark í lokin og enduðu á að vinna 6 - 1 og svei mér þá þeir hefðu getað skorað meira en þeir létu þetta duga..........
![]() |
Ramos með þrennu í stórsigri Portúgals |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
20.11.2022 | 21:54
ÞAÐ VAR ALVEG POTTÞÉTT MÁL AÐ NOREGUR FÆRI EKKI AÐ TAPA TVEIMUR LEIKJUM Í RÖÐ Á MÓTI DÖNUM
Og þótt útlitið væri ekkert sérstakt fyrir Norsku stelpurnar í 50 mínútur af leiknum, þá eru Norsku stelpurnar bara svo miklir sigurvegar að mótherjarnir mega aldrei slaka á fyrr en leikurinn hefur verið flautaður af. Þær Dönsku fóru bara á taugum síðustu mínúturnar og glopruðu leiknum bara niður í tap. Þórir þurfti ekki einu sinni að taka leikhlé í restina á leiknum til að snúa leiknum við, Norsku stelpurnar vissu upp á hár hvað þurfti að gera.......
![]() |
Þórir stýrði Noregi til sigurs á EM |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
17.11.2022 | 07:16
HVAÐ Á EIGINLEGA AÐ "PÚKKA" LENGI UPP Á ÞESSA ÞJÁLFARALUFSU?????
Það er ekki með góðu hægt að segja að þessi leikur hafi boðið uppá mikla andlega skemmtun. Heppnin var svo sannarlega með okkar mönnum, litháar komust í TVÖ dauðafæri og alveg með ólíkindum að þeir skyldu ekki ná að skora úr að minnsta kosti öðru þeir, það segir meira um þeirra gæði heldur en okkar manna. Þrátt fyrir að vera með boltann um 70% af tímanum tókst okkar mönnum varla að gera nokkuð af viti og einkenndist leikurinn af algjöru metnaðarleysi af þeirra hálfu og varð bara að einhverju stefnulausu "hnoði" fyrir utan vítateig Litháana. Ekki virðist þessi þjálfaraauli hafa það nokkuð í sér að geta "peppað" mannskapinn neitt upp og niðurstaðan varð sú að "STRÁKARNIR OKKAR" máttu þakka fyrir að vinna leikinn í VÍTASPYRNUKEPPNI (sem að mínum dómi er algjörlega undir heppni komin, því hún gengur út á það hvor aðilinn gerir mistök fyrst). "HVENÆR Á EIGINLEGA AÐ TAKA ÞENNAN BIKAR FRÁ LANDSMÖNNUM OG LINA ÞJÁNINGAR LANDANS"...........
![]() |
Ísland í úrslit Eystrasaltsbikarsins eftir vítaspyrnukeppni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)