Færsluflokkur: Íþróttir

EKKI STAFUR UM ÚRSLITIN Í NORSKU BLÖÐUNUM...................

Þó svo að Ísland sé í sama riðli og Noregur.  En aftur á móti er mikið fjallað um Slóveníu - Noreg leikinn, það er nokkuð ljóst að norski þjálfarinn á enga sælutíð framundan og það er gerð sú KRAFA að Noregur vinni Ísland á þriðjudaginn................
mbl.is Lars ánægður með einbeitinguna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

FULLKOMLEGA VERÐSKULDAÐ............

En leikurinn var góður og það kom bara á óvart hvað Norðmenn gátu staðið í Þjóðverjunum.  En fyrra vítið sem Norðmenn fengu var hrein gjöf, sú Norska var klók og lét sig bara FALLA í teignum og vonaði það besta, dómarinn lét blekkjast og dæmdi víti og það má segja að réttlætinu hafi verið fullnægt þegar þýski markmaðurinn varði.  Norskir fjölmiðlar fjalla EKKERT um þetta fyrra víti enda sést það alveg í endursýningum að þarna var ekki um víti að ræða.   Að skora ekki úr seinna vítinu, var alveg skelfilegt og þá var alveg ljóst að Norðmenn gátu ekki unnið þennan leik.  Fái lið svona möguleika gegn Þýskalandi VERÐUR að nýta hann annars fer illa, sem varð svo raunin.....................
mbl.is Evrópumeistarar í áttunda sinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ÞAÐ ER NÚ GOTT AÐ MAÐURINN SKULI VERA "HREINN"..................

Það væri saga til næsta bæjar ef hann myndi mæta haugdrullugur og illa lyktandi á næsta mót.  Og svo getur líka verið að hann hafi meint að hann væri hreinn sveinn.  Annars las ég útskýringu á þeirri sögn en þannig var víst að hershöfðingjar í Grikklandi hinu forna, höfðu með sér unga drengi þegar þeir fóru í herferðir, þessir drengir voru "notaðir" í stað kvenna á meðan að á herferðinni stóð.  Þeir sem EKKI höfðu farið í svona herferðir voru sagðir HREINIR SVEINAR.  Þessi útskýring á þessu máltæki þykir mér mjög trúverðug en sjálfsagt má deila um það eins og annað...........
mbl.is Usain Bolt: Ég er hreinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ALGJÖR NIÐURLÆGING.................

Það vissu það náttúrulega allir að Svíþjóð var betra liðið og það hefði nánast þurft kraftaverk til ef Ísland hefði átt að vinna þennan leik.  En fyrr má nú rota en dauðrota í fyrri hálfleiknum var bara eitt lið inni á vellinum.  Íslensku stelpurnar virkuðu bara þungar og seinar í alla bolta, þær voru stressaðar, í þau fáu skiti sem þær fengu boltann þá komu  skelfilegar sendingar í kjölfarið og eftirleikurinn var auðveldur fyrir Svíana.  Eina manneskjan sem eitthvað virtist reyna, í Íslenska liðinu, var Sif Atladóttir og þrátt fyrir að fá á sig þessi fjögur mörk átti Guðbjörg Gunnarsdóttir stórgóðan leik og það verður varla hægt að kenna henni um þessi mörk nema það er spurning með mark númer tvö kannski hefði hún getað gert betur þar.  Ég held að það sé nokkuð öruggt að sólin hafi blindað hana í marki númer eitt.  Í seinni hálfleik var allt annað að sjá til Íslensku stelpnanna en ég hefði nú viljað sjá þær halda boltanum betur innan liðsins og þær virtust vera ragar við að fara í Sænsku leikmennina.  OG AFTUR SPYR ÉG: HVENÆR SJÁUM VIÐ ÍSLENSKA LIÐIÐ SPILA TVO GÓÐA HÁLFLEIKI Í RÖÐ????
mbl.is Ísland er úr leik á EM
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

MIÐAÐ VIÐ LEIK LIÐSINS GEGN ÞÝSKALANDI ÞARF EKKI AÐ HAFA STÓRAR ÁHYGGJUR AF ÞEIM MÖGULEIKA..............

Og miðað við þær fréttir að flestir "lykilmenn" liðsins séu meiddir eða tæpir vegna meiðsla gerir nú ekki menn neitt bjartsýnni......................
mbl.is Hvað gerist ef Ísland kemst áfram?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ÞETTA VAR NÚ OF AUÐVELT FYRIR ÞJÓÐVERJANA..................

Kannski bar Íslenska liðið of mikla virðingu fyrir þeim Þýsku í það minnsta gerðu þær ekkert til að gera leikinn nett erfiðari fyrir þær.  Eitthvað var það Íslenska liðið náði sér aldrei á strik, þær byrjuðu ekki einu sinni.  Það var varla hægt að segja að það væri "lífsmark" með Íslensku leikmönnunum, nema Glódís Perla varðist mjög vel og gerði marga góða hluti og svo var hún Guðbjörg Gunnarsdóttir alveg frábær í markinu og það var fyrir hennar leik að Íslenska liðið var ekki niðurlægt algjörlega í kvöld.  Ætli þær sér lengra þá verða þær að taka sig heldur betur saman í andlitinu fyrir leikinn við Holland..............................
mbl.is Öruggur 3:0 sigur Þjóðverja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

NORSKU BLAÐAMENNIRNIR ERU HENNI EKKI SAMMÁLA UM RÉTTMÆTI VÍTISINS.........

En eins og einn þeirra sagði: Dómarinn dæmdi víti og það verður víst að taka því.......  Ég verð að kallast hlutlægur en ég sá ekki að það væri neinn vafi þarna ÞETTA VAR KLÁRT VÍTI.  En mér fannst nú að stelpurnar hefðu átt að spila miklu betur í fyrri hálfleik og markið hjá Norðmönnum var nú frekar í ódýrari kantinum.  En þær sýndu góða takta í seinni hálfleik...............
mbl.is Sara: Þetta var klárlega víti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

MIÐAÐ VIÐ ÞESSA SPILAMENNSKU...........................

Væri það bara waist  of money and time að senda þær á EM.  Það þýðir ekkert að vera að væla yfir einhverjum smáatriðum, stelpurnar spiluðu bara hörmulega og það var bara engin sem stóð upp úr nema kannski Florentina Stasjú í markinu en samt sem áður átti hún "dapran" dag eins og allar hinar.........................
mbl.is HM-draumurinn að engu eftir risatap
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

VIÐ SKULUM VONA, ÍÞRÓTTARINNAR VEGNA, AÐ EKKI VERÐI BOÐIÐ UPP Á SVONA VITEYSU AFTUR............

Þetta var náttúrulega ekkert annað en skandall, sem áhugafólki um handbolta, var boðið upp á í Safamýrinni í síðasta leik liðanna.  Það sáu það allir, sem vildu, að "jöfnunarmark" Framara í lok venjulegs leiktíma var EKKI LÖGLEGT, maðurinn var lentur þegar hann tók skotið og brottrekstur Sigurbergs Sveinssonar á undan var í hæsta máta MJÖG vafasamur svo ekki sé nú kveðið fastar að orði.  Kannski máttu "menn" ekki til þess hugsa að Framarar töpuðu báðum leikjum sínum á 105 ára afmælinu?  Í dag var allt annað uppi á teningnum dómararnir voru óaðfinnanlegir og þeir höfðu alveg frábærlega góð tök á leiknum.   Ég var frekar ósáttur við leik Hauka í seinni hálfleik en jafnframt eiga Framara hrós skilið fyrir að gefast aldrei upp..................


mbl.is Sigurbergur: Nýttum orkuna rétt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

GAMAN AÐ ÞESSU

Það verður samt aldrei hægt að sýna Ólafi Stefánssyni þann heiður sem hann á virkilega skilinn.  Hann hefur staðið sig með ólíkindum vel og alla tíð verið landi og þjóð til mikils sóma.  Eftir að Ólafur hefur formlega leikið sinn síðasta leik ætti ætíð að vera "brúða" á bekk Íslenska liðsins íklædd treyju númer 11 honum til heiðurs.....................
mbl.is Kveðjum Ólaf sextánda júní
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband