Færsluflokkur: Íþróttir

Það eru nefnilega TVEIR hálfleikir í einum leik...............................

Og til að gera sér einhverjar vonir um að vinna leikinn þarf að vera með í þeim BÁÐUM.  Það var alveg greinilegt að það var eitthvað mikið að hjá "strákunum okkar" í fyrri hálfleik og varla hægt að segja að það hafi staðið steinn yfir steini í spilamennsku þeirra og þá var sérstaklega þátttaka Björgvins Páls Gústavssonar, en það var engu líkara en hann væri til "skrauts" í markinu.  Strákarnir hresstust aðeins í seinni hálfleik og það má segja að vítið sem Snorri Steinn "klúðraði" hafi verið það sem kom Íslandi frá því að leikurinn fór í það minnsta í framlengingu.  Annars verðskulduðu "strákarnir okkar" alls ekki sigur í þessum leik og ef þeir hefðu unnið hefði það verið hreinn "þjófnaður" miðað við spilamennsku þeirra í leiknum í gær.....................
mbl.is HM úr sögunni og langt til Ríó
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

EINHVER ALMESTA "HEIMADÓMGÆSLA" SEM SÉST HEFUR

Ég skil það vel að Niko Kovic, sé óánægður eftir þennan leik, það var ekki fyrir það að hans menn ættu slakan dag að leikurinn tapaðist heldur vegna þess að dómarinn þorði ekki að dæma neitt á Brasilíska liðið og til að kóróna frammistöðu sína "gaf" hann Brasilíska liðinu vítaspyrnu og sú vítaspyrna gjörbreytti gangi leiksins.  Fyrir hana var leikurinn í jafnvægi en það var engu líkara en þessi vítaspyrna drægi allan mátt úr Króatíska liðinu, "kannski þeir hafi þá gert sér grein fyrir því að það var búið að ákveða hvernig leikurinn átti að fara"...............
mbl.is Kovac: Gætum alveg eins farið heim
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

MÁLIÐ ER BARA AÐ ÞAÐ ER EKKI ÞJÁLFARINN SEM ER VANDAMÁLIÐ HJÁ UNITED

Heldur eru leikmennirnir áhugalausir og eru ekki tilbúnir til þess að vinna að framgangi liðsins.  Þetta eru að megninu til menn sem eru  búnir að upplifa hámarkið á sínum ferli og hreint út sagt þá er bara allt of mikið um "SMÁKÓNGA" í þessu liði og þeim er að takast að "hrekja" nýjan þjálfara frá liðinu en svo er spurningin hvort nýr aðili verði þeim þóknanlegur??????
mbl.is Moyes sagður lafa til morguns
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

EKKERT NÝ STAÐA FH HEFUR MÁTT SÆTTA SIG VIÐ HLUTVERK "LITLA BRÓÐUR ANSI" LENGI OG VERÐUR LENGI ENN...

Það eru orðin hátt í 30 ár síðan FH hefur gert einhverja "alvöru" atlögu að HAUKUNUM í handboltanum.  En þeir geta huggað sig við það að þeir eiga fótboltann í bænum.
mbl.is Haukar eru stóri bróðir í ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

STÓRKOSTLEGUR ÁRANGUR

Ég held að það sé óhætt að fullyrða það að það reiknaði enginn með svona stórkostlegum árangri hjá "strákunum okkar".  Það voru mikil meiðsli í liðinu og nokkrir leikmenn voru bara mjög tæpir með að geta spilað.  En Aron Kristjánsson og Gunnar Magnússon spiluðu alveg frábærlega úr því sem þeir höfðu og frammistaða allra og þá ekki síst sjúkrateymisins var frábær (svei mér þá ef það var ekki farið yfir 100%).  En sjálfsagt geta einhverjir sjálfskipaðir "sérfræðingar" fundið að einhverju............

 


mbl.is Aron: Mjög margir ljósir punktar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ÖRUGGLEGA SKRÍTIÐ FYRIR PATREK

Hann verður ekki öfundsverður af þeirri stöðu sem hann verður í þá, sama hvernig leikurinn fer....


mbl.is Lærisveinar Patreks lögðu Þjóðverja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ENDURSPEGLAR VINSÆLDIR FÓTBOLTANS HÉR Á LANDI

Það getur reynst erfitt að taka einn einstakling út úr annars frábæru liði sem landslið karla er í knattspyrnu.  Þar með er ég síður en svo að segja að Gylfi sé ekki vel að þessum titli kominn og vil óska honum til hamingju, en það er mitt álit að Aníta Hinriksdóttir hafi ekki unnið síðri afrek eru kannski Evrópumet, Íslandsmet og Heimsmet frekar lítilvæg í heimi íþróttanna ef þau eru ekki á sviði boltaíþrótta????
mbl.is Gylfi Þór Sigurðsson íþróttamaður ársins 2013
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

EN HEFUR HANN HEYRT UM "HAGRÆÐINGU ÚRSLITA"?????????

Það mun vera nokkuð mikið um þetta og er um það talað að stór hluti tekna sumra leikmanna sé úr þessum geira og það sem meira er þessar tekjur eru skattfrjálsar..............
mbl.is Fimm sjálfsmörk engin tilviljun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

VAR ÞAÐ RAUNHÆFT AF ÍSLENDINGUM AÐ ÆTLAST TIL AÐ STRÁKARNIR YNNU KRÓATA????

Ég held ekki.  Þó svo að menn hafi leikið eitthvað undir getu í kvöld, þá er ekki hægt að horfa framhjá því að gengi Íslenska karlaliðsins í fótbolta, hefur verið alveg stórkostlegt í þessari keppni.  Ég man ekki alveg í augnablikinu hver nákvæm staða landanna er á styrkleikaliista FIFA en mig minnir að Króatía sé í hópi þeirra tíu efstu Ísland er nokkuð miklu neðar og því held ég að strákarnir geti bara nokkuð vel við unað.  Og ég held að þegar lengra líður frá leiknum verði þeir sáttari við úrslitin þó að menn séu nú aldrei alveg sáttir við að tapa......................
mbl.is Heimir: Of margir léku undir getu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

STRÁKARNIR STÓÐU SIG SVO SANNARLEGA EINS OG HETJUR Í DAG

Og ég verð að taka undir það að dómarinn átti afskaplega dapran dag.  En rauða spjaldið,sem Ólafur Ingi fékk held ég að hafi verið alveg réttur dómur en Króatinn var "klókur" hann var ekki að "berjast við að standa í lappirnar", en aftur á móti var dómarinn full gjafmildur við Króatana þegar þeir voru í "dívuleik". En það verður ekki hægt að hæla strákunum nóg fyrir frammistöðuna eftir að þeir urðu einum færri og hvernig þeir spiluðu síðustu 43 mínútur leiksins, er ógleymanlegt og fram að því að Ólafur fór útaf, máttu Króatarnir prísa sig sæla að fá ekki á sig eitt til tvö mörk................
mbl.is Ísland náði jafntefli manni færri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband