Færsluflokkur: Íþróttir

ERU MENN LOKSINS AÐ ÁTTA SIG????????????????

Það er löngu ljóst, án þess að verið sé að draga úr getu Eiðs Smára, að hann hefur verið "dragbítur" á landsliðinu nokkuð lengi.  Við verðum bara að viðurkenna það.  Hann er bara nokkrum flokkum fyrir ofan samherja sína í landsliðinu í getu (svo er annað mál hvort hann nennir að nota þessa umframgetu sína) og þegar hann hefur verið inn á vellinum hafa hinir leitað hann uppi og gefið á hann og hreinlega ætlast til þess að hann klári málin.  Það er engin von til þess að A landsliðið okkar nái árangri með svona lagað í farteskinu.  Vonandi erum við að sjá fram á nýja og betri tíma hjá A landsliðinu okkar og ég tek ofan fyrir Ólafi landsliðþjálfara fyrir að þora að taka þessa ákvörðun.
mbl.is Eiður Smári ekki í landsliðshópnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Slakt gengi Englendinga á HM í fótbolta skrifast EKKI á þjálfarann.......

Sökudólgurinn er frekar ofurlaunleikmanna.  Mér finnst það ekki líklegt að menn sem eru með 3 - 4 milljónir í laun á dag séu nokkuð að spila af fullri einbeitingu fyrir landsliðið þar sem einungis heiðurinn er í húfi en ef þeir meiðast illa getur fótboltaferill þeirra verið á enda, því er ekki ósennilegt að þeir einbeiti sér að því að komast heilir í gegnum leikinn og með því hugarfari vinnast ekki leikir.........
mbl.is Capello biðst afsökunar á HM
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ÞAÐ ER BARA STÓRFRÉTT EF EINHVER VILL HANN!!!!!!!!!!!!!!

Ætli þá hjá Fulham vanti vanann mann á "bekkinn"?????
mbl.is Fulham hefur augastað á Eiði Smára
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

HVERS VEGNA ER "SELPUNUM" EKKI SÝND FULL VIRÐING EINS OG ÞÆR EIGA SKILIÐ??????

Það er alveg hreint með ólíkindum sú lítilsvirðing sem RÚV sýnir kvennalandsliði Íslands í knattspyrnu.  Vegna HM í knattspyrnu, var aðeins hægt að sýna seinni hálfleikinn í landsleik Íslands og Króatíu í knattspyrnu kvenna.  Þessi leikur var með þeim mikilvægari sem stelpurnar hafa spilað, ég veit ekki með aðra en ég hafði t.d mun meiri áhuga á þessum leik en leiknum milli Argentínu og Grikklands á HM og mín vegna hefði alveg mátt sýna þann leik eftir að landsleik Íslands og Króatíu var lokið.  Þar að auki var þetta 100 landsleikur Katrínar Jónsdóttur fyrirliða og skorði hún sitt 18 mark fyrir landsliðið, en það var að sjálfsögðu ekki hægt að vita fyrirfram.  Persónulega finnst mér þetta HM fár komið langt fram úr sé, það er ekki nóg með að flestir leikirnir séu sýndir beint heldur eru misgáfulegar umræður um leikina fyrir og eftir leik.  T.d hefur alltaf verið STUTTUR fréttatími í sjónvarpinu klukkan sex, fréttirnar verða að vera stuttar því það byrjar leikur klukkan hálfsjö, veðurfregnir komast ekki að fyrr en um átta og í gærkvöldi var EINN dagskrárliður í sjónvarpinu sem EKKI tengdist fótbolta og hann byrjaði tíu mínútur yfir níu, strax eftir tíu fréttir byrjaði svo "Íslenski boltinn". Er ekki kominn tími til að RÚV komi upp sérstakri íþróttarás?????  Það bjargar miklu að nú skuli vera hásumar og menn geta fundið sér annað að ger en að glápa á sjónvarp...
mbl.is Ísland vann 3:0 sigur á Króötum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

MIKIÐ VAR!!!!!!!!!!!!!!!!!

Ekki er karlinn búinn að gera það svo gott með Liverpool og nokkuð ljóst að það var eitthvað í þjálfuninni hjá honum sem ekki passaði við liðið.  Kannski Ítalski boltinn henti honum betur, aldrei að vita?????
mbl.is Benítez á leiðinni til Inter?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

FYRIRSÖGN FRÉTTARINNAR GÆTI ORKAÐ TVÍMÆLIS.................

En er líftóran svo mikils virði að það sé réttlætanlegt að "kippa" út úr því þeim þætti sem virkilega gefur lífinu gildi, bara af því að það gæti hugsanlega lengt lífið um einhvern tíma????  Ég held ekki.  Ef ég á eftir að lenda í þessari aðstöðu held ég að ég myndi nú láta kylfu ráða kasti.
mbl.is Forðast kynlíf eins og heitan eldinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

MÓRI LÆTUR EKKI TUNGUBRJÓTANA HAFA SIG AÐ FÍFLI.............

Heldur bara kemur hann með ný og nöfn á þessi fyrirbæri og gerir svo grín að þessu öllu saman...
mbl.is Kallaði Eyjafjallajökul Guðjohnsen
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

TOPPURINN AÐ TAKA TITILINN Á HEIMAVELLI!!!!!!

Það fór sko ekkert á milli mála að þarna áttust við TVÖ BESTUlið landsins.  Leikirnir voru stórkostlegir það var aðeins í fyrsta leiknum í þessari rimmu sem ég efaðist aðeins um mína menn.  Titillinn gat lent hjá hvoru liðinu sem var þetta var einungis spurning um dagsformið, sem betur fer var formið í dag Haukamegin en það verður ekki af Valsmönnum tekið að þeir spiluðu stórkostlega alla keppnina en það getur enginn verið óánægður með annað sætið.
mbl.is Haukar Íslandsmeistarar í handknattleik karla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

HÆTTULEGA ÖRUGGT!!!!!!!!!!!!!!!

Haukarnir höfðu hreinleg ALGJÖRA yfirburði í kvöld, þeir voru betri á öllum sviðum nema markvarslan var nokkuð lengi í gang en hún kom svo um munaði í seinni hálfleik.  Ég vona bara að Haukarnir verði svona rosalega góðir á fimmtudaginn og hirði bikarinn en mér er svosem nokkuð sama þótt það verði að bíða þar til í fimmta leiknum á Ásvöllum.
mbl.is Öruggur sigur Hauka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ÚFF - ROSALEGA VAR ÞAÐ TÆPT!!!!!!!!!!

Þó ég sé alveg gegnheill Haukamaður þá verð ég að viðurkenna það að Valsarar áttu nú eiginlega skilið að vinna þennan leik.  Ég vona bara að mínir menn komi betur stemmdir til leiksins á sunnudaginn og vinni hann verðskuldað.
mbl.is Björgvin tryggði Haukum ævintýralegan sigur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband