Færsluflokkur: Heilbrigðismál
9.6.2015 | 09:06
LAUSN MÁLSINS FREMUR EINFÖLD.....
Fyrir það fyrsta verður Páll Halldórss0n að hverfa úr samninganefnd BHM og aðrir "tréhestar" þar innandyra að fara í rækilega naflaskoðun. Það verður að setja lög til að fresta verkfallsaðgerðum á meðan verði fundin ásættanleg lausn á kjaramálum heilbrigðisstarfsmanna. Að þessu loknu verður að taka verkfallsréttinn af heilbrigðisstarfsmönnum og þeir settir undir kjararáð. Það eru flestir sammála um það að heilbrigðisstarfsmenn eigi að vera á góðum launum og það er ekki ásættanlegt að landsmönnum skuli vera boðið upp á svona ástand vikum saman og það er ekki heldur viðunandi að svona ástand geti skapast aftur. Sérstaklega ber að skoða aðkomu heilbrigðisráðherra að þessum málum en ég verð að segja að mér finnst framganga hans ANSI DÖPUR í þessu máli.
![]() |
Heilbrigðiskerfið fallið um flokk |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
11.5.2015 | 13:01
ÞARNA ER BARA EITTHVAÐ SEM VERÐUR AÐ LAGA.......
Það sjá það allir, sem vilja, að þetta er alls ekki ásættanlegt ástand, sem landsmönnum hefur verið boðið upp á að undanförnu. Helstu úrræðin til að koma í veg fyrir svona stöðu, er að afnema verkfallsrétt heilbrigðisstarfsmanna, borga þeim mannsæmandi laun (komast að samkomulagi um það hver séu ásættanleg laun fyrir hverja stétt) og setja þessa hópa undir kjararáð. Þetta ástand sem, hefur verið undanfarnar vikur, er með öllu óviðunandi og hvað sem hver segir er alveg víst að það bitnar á sjúklingum og leiðir jafnvel af sér ótímabæran dauða..........
![]() |
Landlæknir fer yfir gögn frá LHS |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
7.5.2015 | 07:29
VARLA MARGIR MÖGULEIKAR TIL STAÐAR...............
Þegar heilbrigðisstarfsfólk er farið að VELJA hverjir verða "settir á" eða láttnir deyja drottni sínum. Finnst mönnum það ásættanlegt að þeetta fólk leiki Guð Almáttugan???? Það á að taka verkfallsréttinn af heilbrigðisstarfsfólki og setja það undir kjararáð og til að byrja með á bara að borga þeim mannsæmandi laun. Um mannsæmandi laun til heilbrigðisstarfsfólks held ég að sé nokkuð almenn samstaða. Þetta er að sjálfsögðu óþolandi ástand................
![]() |
Fólki á biðlistum forgangsraðað |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
29.4.2015 | 17:17
ÞVÍ MIÐUR ER ÞAÐ EKKI BARA VERKFALLIÐ SEM BITNAR Á ÞEIM SEM SÍST SKYLDI - HELDUR HEILBRIGÐISKERFIÐ Í HEILD SINNI...
Fyrir nokkrum mánuðum síðan, hringdi til mín kunningi og góður vinur frá fyrri tíð. Ég hafði ekki heyrt frá honum lengi þannig að þetta símtal kom mér nokkuð á óvart. Við spjölluðum lengi um það sem á dagana hafði drifið og svo bara um heima og geyma. Að lokum spurði hann mig að því hvenær ég gæti hitt sig því það væru mál sem hann þyrfti að tala um og vildi ekki ræða í síma. Ég fékk strax einhverja ónotatilfinningu en sagði honum að hann gæti komið hvenær sem væri, það væri bara betra að hann léti vita með einhverjum fyrirvara svo ég gæti bakað áður og þess háttar. Þannig að við ákváðum bara tíma og hann kom. Ég verð nú að segja að mér brá nokkuð þegar ég sá hann, en ég vissi að hann hafði átt í erfiðleikum með áfengi en útlitið á honum var verra en svo að áfengi gæti verið um að kenna. Þegar við vorum sestir og byrjaðir á kaffinu og kökunum, kom ástæða útlitsins í ljós. Hann sagði mér að hann væri með krabbamein í báðum lungum og ætti víst frekar stutt eftir. Ég spurði hann þá út í hvort hann væri búinn að fara í gegnum allar hugsanlegar læknismeðferðir. En þá kom sjokkið: Hann væri bara á örorkubótum og leigði íbúð hjá Reykjavíkurborg og bæturnar rétt dygðu fyrir leigunni og mat hann hafði ekki efni á því að veikjast. Ef hann hefði farið í læknismeðferð hefði hann lent í vanskilum með leiguna og hefði bara endað með því að hann hefði misst íbúðina.HANN HEFÐI BARA HREINLEGA ÞURFT AÐ GERA ÞAÐ UPP VIÐ SIG HVORT VÆRI SKÁRRA AÐ DEYJA ÚR KRABBAMEINI EÐA HUNGRI - hann valdi fyrri kostinn. Eftir þetta datt nú "stemmingin" yfir endurfundunum nokkuð niður. Hann tjáði mér að hann fylgdist með blogginu hjá mér og bað mig fyrir það að fjalla ekkert um þessi mál fyrr en að öllu loknu hjá sér. Þar með fór hann fljótlega. Ég var í sambandi við hann næstum daglega eftir þetta og síðasta símtalið var við hann daginn áður en hann dó. Ég hef oft ætlað að skrifa um þetta en fann að ég var ekki tilbúinn til þess fyrr en núna, aðallega var ég reiður yfir því að velferðarþjóðfélagið okkar skuli vera orðið svona. Við eigum svo mikið að enginn ætti að þurfa að enda svona.......
![]() |
Verkfall sem gengur nærri öllum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Það sjá það allir sem vilja að staðsetning á nýjum Landspítala við Hringbrautina er, lakasti kosturinn af öllum sem hafa verið nefndir. Og það eru hálf kjánaleg rök, með þeirri staðsetningu, að framkvæmdin frestist um 10 - 15 ár ef hún verði önnur. Það var gerð könnun meðal lækna um staðsetninguna og aðeins fimmtungur þeirra var sáttur við fyrirhugaða staðsetningu. Við Hringbrautina eru mikil þrengsli og miðað við fjölda landsmanna í dag og þarfirnar, VERÐUR EKKI LANDSVÆÐI TIL STÆKKUNAR Í FRAMTÍÐINNI OG HVAÐ VERÐUR GERT ÞÁ?????? Kemur ekki upp staðan sem er í dag, verða þá ekki hinar og þessar deildir sjúkrahússins út um allan bæ????? Væri ekki nær að byggja upp nýjan Landspítala við Vífilsstaði, þar sem landsvæði er nægt og skipuleggja stórt svæði fyrir spítalann áður en fer að þrengja mikið að því???? Með þessu móti myndi skapast svigrúm fyrir Dag og félaga til að hætta við áform um að koma Reykjavíkurflugvelli úr Vatnsmýrinni og skipuleggja þess í stað íbúðabyggð við Hringbrautina...............
![]() |
Bregst við gagnrýninni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
23.3.2015 | 19:44
EN ERU EKKI TENGSL Á MILLI NEYSLU OG MISNOTKUNAR??????
Varla hefur hann svo mikinn áhuga á að koma áfengi í matvöruverslanir að honum finnist það allt í lagi að fara í kringum sannleikann?????
![]() |
Sýnir afstöðu við atkvæðagreiðslu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
24.2.2015 | 17:31
ERU KJARASAMNINGAR LÆKNA STRX AÐ SKILA SÉR?????
Það hlýtur eiginlega að vera. Því að frá því að Þeir þvinguðu fram kjarasamning, er EKKERT neyðarástand á spítölum, það heyrist EKKERT um úreltan og lélegan tækjakost, EKKERT heyrist um óviðunandi vinnuaðstöðu og fleira þesskonar sem var daglega og oft á dag í fréttum áður en samið var við þá. Í dag eru þetta einna hæst launuðu læknar á Norðurlöndunum (eru t.d komnir uppfyrir kollega sína í Noregi) og skrattinn þakki þeim fyrir þótt þeir reyndu að vinna fyrir ofurlaununum sem þeir fá og ekki er nú hægt að segja að þeir hafi neitt verið að lepja dauðann úr skel fyrir...............
![]() |
Skást að veikjast á Íslandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
30.12.2014 | 21:02
OG SVO HAFA LÆKNAR BRUGÐIST ÞJÓÐINNI..............
En þar sem læknar virðast ekki hafa neinar skyldur við þjóðina er ekki hægt að sjá að þjóðin hafi neinar skyldur gagnvart þeim og ekki nokkur möguleiki að sjá að einn einasti aðili hafi brugðist.nema ef vera skyldi ÞEIR SJÁLFIR.........
![]() |
Ríkisstjórnir brugðist læknum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
18.12.2014 | 20:54
KJÖR LÆKNA VITA FLESTIR UM OG ERU SVO SEM EKKERT LEYNDARMÁL
Þetta var ekki það sem kallað hefur verið eftir enda er fremur auðvelt að verða sér úti um upplýsingar um kjör lækna með því hreinlega að gúgla þau á "netinu". En hitt hefur reynst erfiðara, enda kannski viðkvæmt mál, læknar hafa ekki viljað upplýsa um þær kröfur sem þeir gera í kjaraviðræðunum.... Eru þessar kröfur eitthvað leyndarmál sem ekki þola dagsljósið?????
![]() |
Læknar útskýra kjör sín |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
1.12.2014 | 08:35
ROTTURNAR FLÝJA SÖKKVANDI SKIP............
Er það virkilega svo að læknar séu það illa haldnir, í launum og öðrum kjörum, að þeir verði að forða sér til annarra landa? Nei, þarna er eitthvað annað að baki og eins og sagt er "illa launar kálfurinn ofeldið". Kannski er ekki sanngjarnt að tala um ofeldi í þessu tilfelli en það er búið að kosta miklu til við að mennta þetta fólk og er ekki hægt að ætlast til að þeir meti það að einhverju leiti? Og svo kemur þetta eilífðar spursmál: Er hægt að ætlast til þess að 320.000 manna þjóð sé með heilbrigðiskerfi eins og stórþjóð? Væri ekki bararáð að skera þannig niður í heilbrigðiskerfinu, að við séum ekkert að rembast við að veita þessa þjónustu, sem kallar á dýrar og flóknar aðgerðir og útvistum þeim til ríkis, sem ræður almennilega við að veita þá þjónustu? Þannig verður líka komið að miklu leiti í veg fyrir það að örfáir aðilar geti haldið þjóðinni meira og minna í gíslingu, eins og læknar gera í dag.........
![]() |
4 meltingarlæknar hafa hætt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |