EKKI NOKKUR ÁSTÆÐA FYRIR ÞVÍ AÐ "RÍKIÐ" SÉ AÐ STANDA Í FJÖLMIÐLAREKSTRI

Ef það skyldi hafa farið framhjá einhverjum, þá eru aðstæðurnar í dag gjörólíkar því sem var þegar útvarpið kom hingað til lands árið 1930 og svo þegar sjónvarpið kom hingað og strax þegar einokun ríkisins á rekstri fjölmiðla tók enda, árið 1986, opnaðist fyrir það að breytingar gætu orðið á starfsemi RÍKISÚTVARPSINS.  Auðvitað er eina vitið að bjóða "ÖRYGGISHLUTVERKIÐ", sem RÚV er að sinna og enginn veit almennilega hvað er, út og um leið að skilgreina það almennilega.  Ekki virtist öryggið skipta miklu máli í SUÐURLANDSSKJÁLFTANUM hérna um aldamótin hjá RÚV, þá voru þeir hjá RÚV svo uppteknir af að sýna frá HM í knattspyrnu, að það hvarflaði ekki að þeim að segja landsmönnum frá þessu (þeir mátu þetta ekki sem ógn við öryggi landsmanna.  Hvaðan á það mat að koma???), fyrstu  fréttir komu frá Stöð2 þá.  Hvað skyldi RÚV gera við allt það fjármagn, sem stofnunin fær frá landsmönnum og hvernig skyldi rekstrinum vera háttað þar á bæ???????


mbl.is Geti vel sinnt almannaþjónustu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 15. nóvember 2020

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband