NÍUNDI SIGUR VERSTAPPEN Á FERLINUM............

Og það sem meira er að þrátt fyrir ungan aldur, er hann einn af "reynsluboltunum" í Formúlunni og dylst ekki nokkrum manni að þarna er heimsmeistaraefni á ferðinni.  Það segir mikið um hann og yfirburða hæfileika hans að hann hóf keppnina í fjórða sæti og strax á 12 hring sagði Lewis Hamilton, í talstöðina, að Verstappen væri sá sem væri stærsta ógnin.  Með þessum óvænta sigri batt hann enda á að Mercedes-bílar höfðu sigrað ALLAR formúlu keppnirnar það sem af er árinu.Að öðru leiti var keppnin frekar dauf en inn á milli voru skemmtileg tilþrif og má þar helst nefna skemmtilega framúrakstra Alexanders Albon, liðsfélaga Verstappen........


mbl.is Velheppnuð herfræði Verstappen
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 10. ágúst 2020

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband