LITLAUS OG FREKAR LEIÐINLEG KEPPNI..........

Það var ekki fyrr en á fjórða síðasta hring sem eitthvað fjör fór að færast í leikinn, þegar dekkin fóru að springa hjá mönnum.  Fyrstur af þeim fremstu var Bottas til að verða fyrir barðinu á sprungnu dekki, en hann var búinn að keyra nokkra hringi með hægra framdekkið mjög skemmt og kannski var spurning hvort það myndi hanga út keppnina, en því miður fyrir hann þá fór það endanlega.  Enn var Hamilton með heppnina í liði með sér þegar vinstra framdekkið sprakk á bíl hans á lokahringnum og hann náði að skrölta í mark sem sigurvegari keppninnar.  Maður fer að halda að það sé eitthvað til í þeim sögusögnum, að hann hafi selt djöflinum sálina.  En mikið óskaplega fann ég til með Max Verstappen að hann skyldi fara inn  og skipta um dekk, þegar sprakk hjá Bottas, hefði hann sleppt því hefði hann unnið í dag......


mbl.is Skrölti í mark á þremur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 2. ágúst 2020

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband