Föstudagsgrín

Þennan fékk ég frá dyggum lesanda og kann ég honum bestu þakkir fyrir.

Gömul hjón, bæði á tíræðisaldri, fóru til læknis því þau voru orðin mjög gleymin.  Þau voru alveg viss um að læknirinn myndi eitthvað geta hjálpað þeim því þetta var orðið MJÖG mikið vandamál hjá þeim.    Þegar þau komu  til læknisins, sagði hann  að það væri nú lítið sem hann gæti gert en benti þeim á að það gæti verið ágætis ráð að skrifa niður það sem ætti að gera.  Með þetta þjóðráð fóru þau heim.  Nokkrum kvöldum seinna sátu  þau inni í stofu og horfðu á sjónvarpið og þá varð konunni að orði:

  • „Mig langar svo mikið í ís, nennirðu að fara fram í eldhús og sækja ís handa mér?“
  • „Já já“ sagði maðurinn og stóð upp.
  • „Er ekki betra að skrifa þetta niður“ sagði konan.
  • „Nei nei“ sagði maðurinn „ég man þetta alveg“.
  • „Mig langar í jarðaber með ísnum“ sagði konan þá. „Er ekki betra að skrifa þetta niður“? sagði konan þá.
  • „Nei nei“ sagði maðurinn þá, „ís og jarðaber, ég man þetta alveg“.
  • „Mig langar líka í rjóma með“ sagði hún þá. „Ertu alveg viss um að það sé ekki betra að skrifa þetta niður „?
  • „Nei, nei blessuð vertu ég man þetta alveg, ís, jarðaber og rjóma skárra væri það nú“. Sagði hann og fór fram í eldhús.

Eftir þó nokkurn tíma kom hann til baka úr eldhúsinu með EGG OG BEIKON á diski........  Þá sagði konan: „HVAR ER RISTAÐA BRAUÐIГ???????????


Bloggfærslur 7. ágúst 2020

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband