EKKI EINLEIKIÐ HVAÐ HEPPNIN ELTIR HAMILTON ALLTAF

Menn eru virkilega farnir að halda að það sé eitthvað til í því að hann hafi gert samning við þann VONDA sjálfan.  Fyrir það fyrsta þá virtust dómararnir ekki ÞORA að refsa honum fyrir brot í brautinni og er það ekki í fyrsta skipti sem hann "sleppur" við refsingar fyrir brot, sem aðrir fá harðar refsingar fyrir "IS IT BECAUSE HE IS BLACK"? En svo var það GRÁTLEGASTA AF ÖLLU, Verstappen var á FLOTTASTA hring sem nokkur í "formúlunni" hefur ekið, þegar honum hlekktist á í lokabeygjunni og náði ekki að klára, þannig vann Hamilton ráspólinn.  Meira að segja þulirnir á Channel 4, sem eru miklir Hamilton aðdáendur, enda er um Breska stöð að ræða og Hamilton er Breti fannst þetta mjög óréttlátt, enda er síðast  beygjan á þessari braut sú einfaldasta á brautinni.  EN ALLT FÉLL ÞETTA Í SKUGGANN AF FRÉTTUNUM AF ANDLÁTI SIR FRANKS WILLIAMS (1942 -2021).  Sir Frank Williams var og er ein af STÆRSTU GOÐSÖGNUM formúlunnar, fyrst sem mjög farsæll ökumaður, en eftir að  hann lenti í mjög alvarlegu slysi og var eftir það bundinn í hjólastól eftir það stofnaði hann sitt eigið formúlulið sem varð mjög þekkt og farsælt.  Hann var með á sínum vegum marga heimsfræga ökumenn og held ég að ekki sé hallað á neinn þegar ég segi að þar hafi farið fremstur Ayrton Senna en þeir voru mun fleiri.  Þá voru þeir mjög margir sem hann kom á framfæri til að nefna einhverja þá eru David Coulthard, Juan Pablo Montoyja. Nico Roseberg og og síðast má nefn George Russell, sem á næsta ári ekur fyrir Mercedes-liðið.  En allt tekur enda síðustu árin hafa verið Williams- liðinu mjög erfið og svo fór að vegna fjárhagserfiðleika varð að selja liðið í fyrra (2020).  EN EITT ER VÍST AÐ SIR FRANKS WILLIAMS VERÐUR ALLTAF MINNST SEM EINS AF ÞEIM STÓRU Í FORMÚLUNNI OG MEGI MINNING HANS LENGI LIFA........


Bloggfærslur 4. desember 2021

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband