EKKI EINLEIKIÐ HVAÐ HEPPNIN ELTIR HAMILTON ALLTAF

Menn eru virkilega farnir að halda að það sé eitthvað til í því að hann hafi gert samning við þann VONDA sjálfan.  Fyrir það fyrsta þá virtust dómararnir ekki ÞORA að refsa honum fyrir brot í brautinni og er það ekki í fyrsta skipti sem hann "sleppur" við refsingar fyrir brot, sem aðrir fá harðar refsingar fyrir "IS IT BECAUSE HE IS BLACK"? En svo var það GRÁTLEGASTA AF ÖLLU, Verstappen var á FLOTTASTA hring sem nokkur í "formúlunni" hefur ekið, þegar honum hlekktist á í lokabeygjunni og náði ekki að klára, þannig vann Hamilton ráspólinn.  Meira að segja þulirnir á Channel 4, sem eru miklir Hamilton aðdáendur, enda er um Breska stöð að ræða og Hamilton er Breti fannst þetta mjög óréttlátt, enda er síðast  beygjan á þessari braut sú einfaldasta á brautinni.  EN ALLT FÉLL ÞETTA Í SKUGGANN AF FRÉTTUNUM AF ANDLÁTI SIR FRANKS WILLIAMS (1942 -2021).  Sir Frank Williams var og er ein af STÆRSTU GOÐSÖGNUM formúlunnar, fyrst sem mjög farsæll ökumaður, en eftir að  hann lenti í mjög alvarlegu slysi og var eftir það bundinn í hjólastól eftir það stofnaði hann sitt eigið formúlulið sem varð mjög þekkt og farsælt.  Hann var með á sínum vegum marga heimsfræga ökumenn og held ég að ekki sé hallað á neinn þegar ég segi að þar hafi farið fremstur Ayrton Senna en þeir voru mun fleiri.  Þá voru þeir mjög margir sem hann kom á framfæri til að nefna einhverja þá eru David Coulthard, Juan Pablo Montoyja. Nico Roseberg og og síðast má nefn George Russell, sem á næsta ári ekur fyrir Mercedes-liðið.  En allt tekur enda síðustu árin hafa verið Williams- liðinu mjög erfið og svo fór að vegna fjárhagserfiðleika varð að selja liðið í fyrra (2020).  EN EITT ER VÍST AÐ SIR FRANKS WILLIAMS VERÐUR ALLTAF MINNST SEM EINS AF ÞEIM STÓRU Í FORMÚLUNNI OG MEGI MINNING HANS LENGI LIFA........


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Las einhvers staðar að kærasta Hamiltons hafi yfirgefið hann fyrir einhvern fótboltamann!!

Sigurður I B Guðmundsson, 5.12.2021 kl. 09:41

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Veit svo sem ekkert um það en einhverra hluta vegna þá er eitthvað við manninn sem ég kann engan veginn við.  Schumacher var hrokafullur en hann var einhvern veginn þannig "karakter" að hann stóð alltaf undir því sem hann sagði og gerði og hann gerði aldrei lítið úr mótherja sínum og hann kenndi ekki öðrum um ef hlutirnir gengu ekki upp hjá honum..........

Jóhann Elíasson, 5.12.2021 kl. 10:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband