ERU ENGIN TAKMÖRK FYRIR ÞVÍ HVERSU FÓLK GETUR VERIÐ VERULEIKAFIRRT?

Hversu "stropað" getur fólk eiginlega orðið?  Þegar horft var á "fréttirnar" á RÚV, birtust myndir af endalausum bílaröðum á Suðurstrandarveginum og ekki tók nú betra við þegar komu myndir frá "gossvæðinu", það var engu líkara en það væri verið að sýna myndir frá þjóðhátíð í Vestmannaeyjum, fyrir COVID, svo mikil var örtröðin og enginn var að hugsa nokkurn skapaðan hlut um sóttvarnarreglur.  Fólk var að væflast um við hraunjaðarinn og lá við að fólk æri ofan í gíginn til að sjá sem allra best og mest.  Það var engu líkara en að fólk gerði sér ekki nokkra grein fyrir því að JÖRÐIN GÆTI OPNAST HVAR SEM VAR Á SVÆÐINU.   Það var margsinnis varað við því að fara þarna en eins og fram kemur  í fréttinni, ÞÁ FJÖLGAÐI Á SVÆÐINU OG ÁSTANDIРVERSNAÐI BARA.  Er nema von að sagt sé: "FÓLK ER FÍFL".......


mbl.is Neyðarástand skapaðist við gosstöðvarnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 22. mars 2021

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband