ERU ENGIN TAKMÖRK FYRIR ÞVÍ HVERSU FÓLK GETUR VERIÐ VERULEIKAFIRRT?

Hversu "stropað" getur fólk eiginlega orðið?  Þegar horft var á "fréttirnar" á RÚV, birtust myndir af endalausum bílaröðum á Suðurstrandarveginum og ekki tók nú betra við þegar komu myndir frá "gossvæðinu", það var engu líkara en það væri verið að sýna myndir frá þjóðhátíð í Vestmannaeyjum, fyrir COVID, svo mikil var örtröðin og enginn var að hugsa nokkurn skapaðan hlut um sóttvarnarreglur.  Fólk var að væflast um við hraunjaðarinn og lá við að fólk æri ofan í gíginn til að sjá sem allra best og mest.  Það var engu líkara en að fólk gerði sér ekki nokkra grein fyrir því að JÖRÐIN GÆTI OPNAST HVAR SEM VAR Á SVÆÐINU.   Það var margsinnis varað við því að fara þarna en eins og fram kemur  í fréttinni, ÞÁ FJÖLGAÐI Á SVÆÐINU OG ÁSTANDIРVERSNAÐI BARA.  Er nema von að sagt sé: "FÓLK ER FÍFL".......


mbl.is Neyðarástand skapaðist við gosstöðvarnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Dapurlegt en satt.

Sigurður I B Guðmundsson, 22.3.2021 kl. 09:03

2 Smámynd: Sigurður Kristján Hjaltested

Er nema von að sagt sé: "FÓLK ER FÍFL"..

Sorglegt en satt.

Sigurður Kristján Hjaltested, 22.3.2021 kl. 09:24

3 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ég held að sá sem ætlaði að steikja egg og beikon á nýja hruninu hafi nú "toppað" vitleysuna..... winksmilecool

Jóhann Elíasson, 22.3.2021 kl. 13:32

4 identicon

Já, segðu! Mér dettur alltaf í hug í svona tilvikum, eins þegar fólk er að flækjast um á þjóðvegunum að nauðsynjalausu virðist vera á þjóðvegunum þrátt fyrir blátt bann, svo að kalla þurfti út hjálparsveitir, þá var faðir minn vanur að segja, að svona væri fólk hér á landi, og sagðist viss um það, að ef því væri skipað að fara út á landvegina í slíku veðri, þá mundi enginn hreyfa sig eða fara af stað, en af því að það væri bannað, þá anaði fólk af stað út í óvissuna. Það mætti segja það í þessu sambandi líka. Það er ekki víst, að fólk mundi hlýða því í neinu, þótt því sé sagt, að það sé stórhættulegt fyrir það að vera alveg ofan í gosinu. Ég heyrði í fréttum í gær, þegar Sunna Valgerðardóttir sagði við einhverja - útlendinga að vísu, að það væri bannað og hættulegt að fara alveg að gosinu, - þá hló fólkið!! - Ég veit samt ekki, hvort Íslendingar séu nokkuð skárri í þessum efnum heldur en útlendir túrhestar, sem skilja fátt af því, sem sagt er við þá, og trúa því ennþá síður, virðist vera. Það verður að koma í ljós. En svona er fólk bara, því miður. Það verður alltaf að reyna hætturnar sjálft til þess að trúa því, sem sagt er við þá. Haldið það sé nú!

Guðbjörg Snót Jónsdóttir (IP-tala skráð) 23.3.2021 kl. 12:40

5 identicon

Ég var að lesa frétt í Jótlandspóstinum áðan, þar sem blaðamaður furðar sig á samlanda okkar steikjandi pylsur í eldhrauninu þarna suðurfrá. Grillaðar pylsur á hraunstraumi, hugsaðu þér!!! Hvers konar hálfvitaskapur er þetta eiginlega?! - Það virðast engin takmörk vera fyrir því, sem fólki dettur í hug. Og þetta er ungur samlandi okkar! Haldið það sé nú! Enda spyr blaðamaðurinn, hvort nokkur hafi lyst á pylsunum. Engin furða, þótt honum blöskri. Þetta er nú hámark vitleysunnar, hefði ég sagt.Hvar endar þetta eiginlega? spyr ég nú bara.

Guðbjörg Snót Jónsdóttir (IP-tala skráð) 23.3.2021 kl. 21:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband