NÚNA LOKSINS ER FISKISTOFA AÐ VIÐURKENNA AÐ BROTTKAST EIGI SÉR STAÐ OG HEFUR VERIÐ FRÁ UPPHAFI

En sennilega tekur það einhvern tíma að viðurkenna að það hafi verið stundað frá upphafi.  Hvað sem því líður þá hættu netabátar að koma með "tveggja nátta fisk" til löndunar, daginn eftir að kvótakerfið var sett á.  Á frystitogurunum er það þekkt að fiskvinnsluvélarnar um borð í skipunum eru stilltar á að taka fisk, sem er frá einni stærð til annarrar.  Sá fiskur sem fellur til og er fyrir OFAN og NEÐAN þessi mörk fer aftur í sjóinn STEINDAUÐUR.  Svo er það alveg þekkt að ef skip á lítinn kvóta af einverri tegund en sú tegund veiðist einhverra hluta vegna (þvíekki er hægt að hafa 100% stjórn á þeim tegundum sem veiðast), þá fer sú tegund misskurnarlaust í sjóinn aftur.  Fræg er sagan af því, sem kunningi minn sagði mér af því að þeir vor á veiðislóð sem gaf 50% af þorski og svo 50% af ýsu, öll skipin á svæðinu voru að fá þessa blöndu en allt í einu "meldaði" eitt skipið, að það hefði fengið milli átta og tíu tonn af 100% þorski og hálftíma áður hafði hann mætt þessu skipi og hann fékk þessa fyrrnefndu "blöndu" af þorski og ýsu...


mbl.is Munur á aflatölum þegar eftirlit er með veiði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 8. janúar 2022

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband