30.5.2022 | 15:44
EN HAFA STJÓRNVÖLD "ENGAR" ÁHYGGJUR AF VERÐBÓLGU???????
Bara Neytendasamtökin og þeir sem eru á lægstu kjörunum? Það verður ekki séð að stjórnvöld hafi neinar áhyggjur, kannski er það vegna þess að þau hafa ekki nokkra einustu glóru um það hvernig eigi eiginlega að bregðast við yfirvofandi vá. Enda hafa öll viðbrögð verið í þá áttina "AÐ BYRGJA BRUNNINN ÞEGAR BARNIÐ ER DOTTIÐ OFANÍ HANN". Nú fer Alþingi í "sumarfrí" eftir nokkra daga og kannski ekki við því að búast að nokkuð af viti verði gert af viti í bráð. Að sjálfsögðu ætti að afturkalla "sumarfrí" Alþingis og það ætti að setjast yfir það vinna almennilega að þeim alvarlegu málum sem eru framundan en ekki að láta allt reka á reiðanum og vonast bara til að hlutirnir "reddist". Til dæmis væri full ástæða til að setja NEYÐARLÖG og í þeim fælist:
- Að neysluverðsvísitalan yrði "fryst" til þess er hún var 1.febrúar.
- Að bönkum og öðrum lánastofnunum verði gert að færa vextina til þess sem vaxtastigið var þann 1.febrúar.
- Allar verðhækkanir verði stöðvaðar og þessu fylgi öflugt verðlagseftirlit og þessu fylgi MJÖG HÁAR SEKTIR, verði einhver fyrirtæki staðin að því að hækka verð.
- Uppboð og uppboðsbeiðnir verði stöðvuð á meðan þessi neyðarlög eru í gildi.
- Utanlandsferðir á vegum hins opinbera verði stöðvaðar og fundir og annað verði í gegnum fjarfundabúnað.
- Málefni hælisleitenda verði afgreidd mun hraðar og tekin af öll tvímæli um að ráðherra Dómsmála fari alfarið með þau mál og aðrir ráðherrar í ríkisstjórninni séu EKKERT að skipta sér af þeim málum á einn né annan hátt.
- Ísland segi upp EES-samningnum og Schengen samningnum einnig.
Seinasti liðurinn myndi sennilega þurfa einhverja aðlögun en það er ekki nokkur vafi á því að eins og EES-samningurinn hefur þróast þá hefur hann valdið landinu miklum skaða og á sá skaði bara eftir að aukast, verði ekki spyrnt við fótum. Þá hefur Schengen samningurinn gert það að verkum að okkur gengur illa að verja landamærin og þau eru orðin ansi óljós svo ekki sé fastar að orði kveðið. Ég er alls ekki á móti alþjóðlegri samvinnu en sú samvinna þarf að vera "óþvinguð" og ekki bara í aðra áttina (eins og hún er í dag, við tökum bara við skipunum frá ESB um hvað við EIGUM AÐ GERA). Að öðru leiti er þetta svipað og Spánverjar eru að gera en það er svo merkilegt að almenningur þar í landi hefur mjög lítið fundið fyrir verðhækkunum undanfarið en þar leggja stjórnvöld áherslu á að verja almenning og þá sem eru á lægstu kjörunum en stjórnvöld hér á landi leggja áherslu á að verja "fjármagnagnið" og eigendur þess................
![]() |
Vaxandi áhyggjur af verðbólgunni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |