EN HAFA STJÓRNVÖLD "ENGAR" ÁHYGGJUR AF VERÐBÓLGU???????

Bara Neytendasamtökin og þeir sem eru á lægstu kjörunum?  Það verður ekki séð að stjórnvöld hafi neinar áhyggjur, kannski er það vegna þess að þau hafa ekki nokkra einustu glóru um það hvernig eigi eiginlega að bregðast við yfirvofandi vá.  Enda hafa öll viðbrögð verið í þá áttina "AÐ BYRGJA BRUNNINN ÞEGAR BARNIÐ ER DOTTIÐ OFANÍ HANN".  Nú fer Alþingi í "sumarfrí" eftir nokkra daga og kannski ekki við því að búast að nokkuð af viti verði gert af viti í bráð.  Að sjálfsögðu ætti að afturkalla "sumarfrí" Alþingis og það ætti að setjast yfir það vinna almennilega að þeim alvarlegu málum sem eru framundan en ekki að láta allt reka á reiðanum og vonast bara til að hlutirnir "reddist".  Til dæmis væri full ástæða til að setja NEYÐARLÖG og í þeim fælist:

  • Að neysluverðsvísitalan yrði "fryst" til þess er hún var 1.febrúar.
  • Að bönkum og öðrum lánastofnunum verði gert að færa vextina til þess sem vaxtastigið var þann 1.febrúar.
  • Allar verðhækkanir verði stöðvaðar og þessu fylgi öflugt verðlagseftirlit og þessu fylgi MJÖG HÁAR SEKTIR, verði einhver fyrirtæki staðin að því að hækka verð.
  • Uppboð og uppboðsbeiðnir verði stöðvuð á meðan þessi neyðarlög eru í gildi.
  • Utanlandsferðir á vegum hins opinbera verði stöðvaðar og fundir og annað verði í gegnum fjarfundabúnað.
  • Málefni hælisleitenda verði afgreidd mun hraðar og tekin af öll tvímæli um að ráðherra Dómsmála fari alfarið með þau mál og aðrir ráðherrar í ríkisstjórninni séu EKKERT að skipta sér af þeim málum á einn né annan hátt.
  • Ísland segi upp EES-samningnum og Schengen samningnum einnig. 

Seinasti liðurinn myndi sennilega þurfa einhverja aðlögun en það er ekki nokkur vafi á því að eins og EES-samningurinn hefur þróast þá hefur hann valdið landinu miklum skaða og á sá skaði bara eftir að aukast, verði ekki spyrnt við fótum.  Þá hefur Schengen samningurinn gert það að verkum að okkur gengur illa að verja landamærin og þau eru orðin ansi óljós svo ekki sé fastar að orði kveðið.  Ég er alls ekki á móti alþjóðlegri samvinnu en sú samvinna þarf að vera "óþvinguð" og ekki bara í aðra áttina (eins og hún er í dag, við tökum bara við skipunum frá ESB um hvað við EIGUM AÐ GERA).  Að öðru leiti er þetta svipað og Spánverjar eru að gera en það er svo merkilegt að almenningur þar í landi hefur mjög lítið fundið fyrir verðhækkunum undanfarið en þar leggja stjórnvöld áherslu á að verja almenning og þá sem eru á lægstu kjörunum en stjórnvöld hér á landi leggja áherslu á að verja "fjármagnagnið" og eigendur þess................


mbl.is Vaxandi áhyggjur af verðbólgunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Kristján Hjaltested

Það er meira áríðandi að hjálpa ólöglegum hælisleitendum heldur en

þeim sem hér búa.

Jón og Gunna mega fara til fjandans enn eina ferðina.

Sigurður Kristján Hjaltested, 30.5.2022 kl. 16:21

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Hvert stefnir þetta þjóðfélag eiginlega, Sigurður Kristján?  Mér finnst nú að formaður Samfylkingarinnar og fleiri megi fara að athuga sinn gang og gera það upp við sig fyrir hverja þeir er eiginlega að vinna????????

Jóhann Elíasson, 30.5.2022 kl. 16:46

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Sæll Jóhann.

Ásthildur Lóa Þórsdóttir og félagar í Flokki fólksins lögðu fram frumvarp um tímabundna frystingu verðtryggingar á húsnæðislánum og húsaleigu, um leið og þingið kom saman 1. desember sl.

80/152 frumvarp: vextir og verðtrygging og húsaleigulög | Þingtíðindi | Alþingi

Frumvarpinu var vísað til efna­hags- og við­skipta­nefndar 18. janúar, þar sem það situr enn fast.

Síðast þegar hún tók til máls í þinginu, 18. maí sl., mælti hún einnig fyrir vörnum gegn nauðungarsölum.

Ég vildi bara láta þig vita að það er a.m.k. einhver að tala fyrir þessu í þinginu. Verst hvað lítið er hlustað.

Guðmundur Ásgeirsson, 30.5.2022 kl. 17:06

4 Smámynd: Jóhann Elíasson

Þakka þér fyrir þitt innlegg Guðmundur, það er gott til þess að vita að eitthver skuli sýna þessum málum áhuga ég held því miður að margir á þingi tíni sér í málum sem litlu eða engu máli skipta fyrir þjóðina.  Ásthildur Lóa á heiður skilinn fyrir það hversu vel hún hefur unnið að málefnum heimilanna en þó verð ég að segja að hún olli svolitlum vonbrigðum hjá mér þegar ég sendi henni e-mail vegna bloggfærslu minnar um veltuskatt og virðisaukaskatt, hún hafði ekki fyrir því að svara mér og þó er hún þingmaður míns kjördæmis.  En þér til ánægju var annar þeirra af 30 þingmönnum sem svaraði Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata og kann ég honum bestu þakkir fyrir.......

Jóhann Elíasson, 30.5.2022 kl. 17:26

5 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Mikið er ég sammála ykkur nafni og Jóhann.

Sigurður I B Guðmundsson, 30.5.2022 kl. 18:19

6 Smámynd: Jóhann Elíasson

Þakka þér fyrir Sigurður.  Mér finnst nú eiginlega að  flestir þingmennirnir þurfi að fara að hugsa sinn gang, kannski finnst þeim þetta bara þægileg innivinna, en það er ekki svo og á heldur ekki að vera.  Maður skyldi nú ætla að það væri nú meira en að segja það að reka heilt þjóðfélag almennilega.....

Jóhann Elíasson, 30.5.2022 kl. 18:27

7 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Sæll Jóhann,

Ég tek undir með þér að hér þarf að taka til harðra ráðstafana og jafnvel ráðstafana sem að öllu jöfnu ætti ekki að grípa til. Verði ekkert að gert gæti illa farið fyrir mörgum heimilum og fyrirtækjum. Óvinsælar aðgerðir eru stundum nauðsynlegar og ég held að það eigi við nú.

Ég las um daginn pistil þinn um virðisaukaskattinn og veltuskattinn, fannst mér mjög fróðlegt og athyglisvert það sem þú segir þar. Eftir nokkra umhugsun get ég tekið undir með þér að veltuskattur kæmi betur út og flækjustigið sem virðisaukaskattinum fylgir yrðum við laus við, þá tala ég hér sem bókari.

Bestu kveðjur suður með sjó.

Tómas Ibsen Halldórsson, 30.5.2022 kl. 18:50

8 Smámynd: Jóhann Elíasson

Þakka þér fyrir Tómas, ég setti mjög mikinn tíma í þessa grein um virðisaukaskattinn og veltuskattinn  og greinilegt að hún vakti mikla athygli en þeir sem hefðu átt að sýna þessu málefni einhvern áhuga slepptu því alveg.  Ég met þín orð mikils Tómas og það sem meira er, þú segir ekkert nema að vel athuguðu máli og ert rökfastur og segir það sem þú meinar umbúðalaust......

Jóhann Elíasson, 30.5.2022 kl. 19:34

9 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Sæll Jóhann. Alþingismenn eru misjafnlega önnum kafnir og hafa oft ekki tíma til að svara öllum póstum utan úr bæ. Hvernig svaraði Björn Leví þér ef ég má spyrja?

Guðmundur Ásgeirsson, 1.6.2022 kl. 20:38

10 Smámynd: Jóhann Elíasson

Flestir Alþingismenn eru með aðstoðarmenn og geta þar af leiðandi svarað og er ég þá sérstaklega að tala um formenn fastanefnda, formenn flokkanna og fleiri en þetta á alls ekki við um þá alla, það veit ég vel. Mér er sérstaklega minnisstætt snemma á síðasta kjörtímabili, þá sendi ég nokkra maila á Lilju Alfreðsdóttur sem hún svaraði ekki (ég held að hver ráðherra hafi minnst tvo aðstoðarmenn).  Það endaði með því að ég sendi síðasta póstinn á hana en jafnframt á Willum Þór Þórsson, sem þá var formaður Efnahags- og Viðskiptanefndar.  Hann svaraði strax en hún ekki og það endaði með því að hún hætti við að leggja niður VSK á bækur, eins og ég lagði til í þessu mmaili og tók upp beina styrki tilbókaútgáfunnar, því með því að leggja niður VSK á bækur, þá hefði bókaútgáfan ekki fengið innskattinn endurgreiddan, sem eru hundruð milljóna á ári.  Bókaútgáfan er meðtekjurnar í lægra þrepinu en kostnaðinn í því efra og það þýðir alltaf að innskatturinn verði hærri en útskatturinn.  Reyndar lagði ég til að prentun yrði færð í neðra þrepið sem var ekki gert.  En það var ágætt að koma þessu á framfæri,  Þarna kemur nú í ljós að þó svo að Lilja sé hagfræðingur þá virðist nú vanta eitthvað á vitneskjuna um svona "praktíska" hluti.  Ég var nokkuð ánægður með svarið hjá Birni Leví, hann virðist kynna sér hlutina ágætlega og sinnir sinni vinnu vel.  Það verður verulegur sjónarsviptir af honum þegar hann hættir..... 

Jóhann Elíasson, 2.6.2022 kl. 05:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband