ÞRÆLSLUNDIN ER AÐ DREPA OKKUR ÍSLENDINGA.........

Í fyrradag spjallaði ég við kunningja minn í Flórída í Bandaríkjunum.  Eins og gefur að skilja var um margt að spjalla og meðal annars var bensínverðið til umræðu.  Það fannst mér nokkuð merkilegt þegar hann sagði mér frá því að GALLON af bensíni var þá komið í $ 4,30 sem var á gengi dagsins í gær kr. 555,17 en það eru 3,7 lítrar í einu galloni, sem þýðir að 1 lítri af bensíni kostar kr. 150.05 í Flórída í Banaríkjunum.  Þar er allt komið á hliðina og ef fylkistjórinn grípur ekki inn í með aðgerðir er hann í mjög slæmum málum (ekki nefndi hann hvað yrði gert og spurði ég hann ekki nánar útí það).  Hann sagði mér einnig að það  væri mikill þrýstingur á Joe Biden að fara út í mikla olíuframleiðslu til þess að lækka olíuverðið en hann þyrði því ekki vegna "UMHVERFIS-AYJATOLLANNA" sem hann er skíthræddur við og eru á bakinu á honum.  En hér er bensínlítrinn kominn í 340 krónu og enginn segir neitt.  Og svo er alveg merkilegt að það skuli ekki vera neinar BIRGÐIR af bensíni í landinu þegar heimsmarkaðsverðið hækkar en þegar það lækkar þá eru allt fullt af olíu og bensíni???????????


mbl.is Bensínverðið í hæstu hæðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 11. júní 2022

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband